Fótbolti

Síðast þegar Bayern vann ekki opnunarleikinn varð Dortmund meistari

Anton Ingi Leifsson skrifar
Robert Lewandowski í leiknum í gær.
Robert Lewandowski í leiknum í gær. vísir/getty
Bayern Munchen gerði 2-2 jafntefli við Herthu Berlín í opnunarleik þýsku úrvalsdeildarinnar í gærkvöldi en leikurinn var bráðskemmtilegur.

Bayern komst yfir með marki Robert Lewandowski en tvö mörk á þriggja mínútna kafla kom Herthu yfir. Pólverjinn Lewandowski jafnaði í síðari hálfleik og lokatölur 2-2.

Þýsku meistararnir eru þekktir fyrir að vinna flesti leiki sem þeir spila í þýsku úrvalsdeildinni og hvað þá á heimavelli.

Þeir höfðu ekki tapað eða gert jafntefli í opnunarleik sínum í deildinni síðan tímabilið 2011/2012 en það ár var einmitt síðasta leiktíðin sem Bæjarar misstu af titlinum.







Dortmund vann þá titilinn og það er spurning hvort að það endurtaki sig í ár en Dortmund mætir Alfreð Finnbogasyni og félögum í Augsburg í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×