1 + 1 = 3 Guðmundur Kristján Jónsson skrifar 1. ágúst 2019 08:00 Áhrifamaður í skipulagi höfuðborgarsvæðisins á síðustu áratugum skrifaði grein í Kjarnann á dögunum þar sem hann lýsti efasemdum um áhrif fyrirhugaðrar Borgarlínu á umferðarmál í Reykjavík. Í niðurlagi greinarinnar leggur höfundur til að betra sé að halda áfram á sömu braut í umferðarmálum og áður og byggja upp þjóðvegi í borginni „samhliða hæfilegum endurbótum á almenningssamgöngum“. Degi áður birtist á forsíðu Morgunblaðsins gagnrýni á gatnamót í miðborg Reykjavíkur þar sem þeim er lýst sem mistökum vegna þess hve illa þau anna bílaumferð. Í umræðu um skipulagsmál snúast rökræður oft um samanburð á ólíkum borgum og kostnað við mismunandi skipulagsáætlanir. Vandinn við þessa umræðu er að hlutaðeigandi nálgast hana gjarnan á gjörólíkum forsendum. Það er ljóst að hluta borgarbúa finnst eftirsóknarvert búa í umhverfi sem er skipulagt út frá einkabílnum og nálgast því umræðu um skipulagsmál út frá þeirri afstöðu. Svo eru það hinir sem sjá borgina í öðru samhengi og líta á gatnakerfið sem einn þátt í flóknu samspili margra þátta borgarumhverfisins sem hefur afgerandi áhrif á líf og heilsu meirihluta landsmanna. Fyrir þeim eru miðborgargatnamót sem voru hönnuð með forgang gangandi vegfarenda í huga ekki mistök heldur jákvætt púsl í stærri jöfnu. Hið sama gildir um Borgarlínuna og væntan kostnað við hana. Fyrir þessu fólki snúast samgöngur um miklu meira en gatnakerfið og mismunandi ferðamáta. Allt er þetta afstætt en það er óþarfi að leita lengra en á Siglufjörð til að finna dæmi um hvernig margir ólíkir en samstilltir þættir geta gerbreytt samfélögum. Eflaust hafa margir hrist hausinn þegar einn athafnamaður fjárfesti milljarða í uppbyggingu á gisti-, veitinga- og afþreyingaraðstöðu samhliða fjárfestingu í líftæknifyrirtæki í rétt rúmlega þúsund manna bæ. Í gegnum 68 herbergja hótel, kaffihús, skíðasvæði og golfvöll á landsbyggðinni er erfitt að ná til baka milljarða fjárfestingum en það var ekki það sem vakti fyrir fjárfestinum. Sýn hans var mun stærri. Að skapa samkeppnishæft umhverfi í gegnum mörg ólík verkefni var markmiðið og árangurinn er einstakur. Nú örfáum árum síðar berast fréttir af hámenntuðu og reynslumiklu fólki sem flyst til Siglufjarðar til að starfa við hátæknistörf í umhverfi sem býður upp á mikil lífsgæði og fjölbreytt tækifæri. Í kjölfarið sækir líftæknifyrirtækið nú fram á alþjóðlegum mörkuðum af miklum krafti með tilheyrandi verðmætaaukningu fyrir þjóðarbúið. Líkt og Siglufjörður er orðinn samkeppnishæft samfélag við Reykjavík getur höfuðborgarsvæðið orðið samkeppnishæft á alþjóðavísu ef við lítum á fjárfestingar í þágu lýðheilsu og loftslagsmála sem hluta af stærra samhengi í stað þess að horfa á borgarsamfélagið í gegnum rörsýn gatnakerfisins.Höfundur er skipulagsfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Kristján Jónsson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Áhrifamaður í skipulagi höfuðborgarsvæðisins á síðustu áratugum skrifaði grein í Kjarnann á dögunum þar sem hann lýsti efasemdum um áhrif fyrirhugaðrar Borgarlínu á umferðarmál í Reykjavík. Í niðurlagi greinarinnar leggur höfundur til að betra sé að halda áfram á sömu braut í umferðarmálum og áður og byggja upp þjóðvegi í borginni „samhliða hæfilegum endurbótum á almenningssamgöngum“. Degi áður birtist á forsíðu Morgunblaðsins gagnrýni á gatnamót í miðborg Reykjavíkur þar sem þeim er lýst sem mistökum vegna þess hve illa þau anna bílaumferð. Í umræðu um skipulagsmál snúast rökræður oft um samanburð á ólíkum borgum og kostnað við mismunandi skipulagsáætlanir. Vandinn við þessa umræðu er að hlutaðeigandi nálgast hana gjarnan á gjörólíkum forsendum. Það er ljóst að hluta borgarbúa finnst eftirsóknarvert búa í umhverfi sem er skipulagt út frá einkabílnum og nálgast því umræðu um skipulagsmál út frá þeirri afstöðu. Svo eru það hinir sem sjá borgina í öðru samhengi og líta á gatnakerfið sem einn þátt í flóknu samspili margra þátta borgarumhverfisins sem hefur afgerandi áhrif á líf og heilsu meirihluta landsmanna. Fyrir þeim eru miðborgargatnamót sem voru hönnuð með forgang gangandi vegfarenda í huga ekki mistök heldur jákvætt púsl í stærri jöfnu. Hið sama gildir um Borgarlínuna og væntan kostnað við hana. Fyrir þessu fólki snúast samgöngur um miklu meira en gatnakerfið og mismunandi ferðamáta. Allt er þetta afstætt en það er óþarfi að leita lengra en á Siglufjörð til að finna dæmi um hvernig margir ólíkir en samstilltir þættir geta gerbreytt samfélögum. Eflaust hafa margir hrist hausinn þegar einn athafnamaður fjárfesti milljarða í uppbyggingu á gisti-, veitinga- og afþreyingaraðstöðu samhliða fjárfestingu í líftæknifyrirtæki í rétt rúmlega þúsund manna bæ. Í gegnum 68 herbergja hótel, kaffihús, skíðasvæði og golfvöll á landsbyggðinni er erfitt að ná til baka milljarða fjárfestingum en það var ekki það sem vakti fyrir fjárfestinum. Sýn hans var mun stærri. Að skapa samkeppnishæft umhverfi í gegnum mörg ólík verkefni var markmiðið og árangurinn er einstakur. Nú örfáum árum síðar berast fréttir af hámenntuðu og reynslumiklu fólki sem flyst til Siglufjarðar til að starfa við hátæknistörf í umhverfi sem býður upp á mikil lífsgæði og fjölbreytt tækifæri. Í kjölfarið sækir líftæknifyrirtækið nú fram á alþjóðlegum mörkuðum af miklum krafti með tilheyrandi verðmætaaukningu fyrir þjóðarbúið. Líkt og Siglufjörður er orðinn samkeppnishæft samfélag við Reykjavík getur höfuðborgarsvæðið orðið samkeppnishæft á alþjóðavísu ef við lítum á fjárfestingar í þágu lýðheilsu og loftslagsmála sem hluta af stærra samhengi í stað þess að horfa á borgarsamfélagið í gegnum rörsýn gatnakerfisins.Höfundur er skipulagsfræðingur.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar