Tvö skref til baka Þorbjörg Gunnlaugsdóttir skrifar 1. ágúst 2019 08:00 Boris, nýr forsætisráðherra Breta, slær mig frekar illa. Af sögu hans og ummælum að dæma virðist hann vera af kynslóð hinna óhæfu sem núna sest í valdastóla heims. Það er kannski ekki alveg út í bláinn sem fólk veltir fyrir sér orsakasambandi þess að fara með pólitísk völd heimsins og að vera með lélegt gult hár. Ég var í hópi þeirra sem upplifðu það sem algjört slys þegar Trump sigraði Clinton. Trúði því aldrei að þannig gæti farið þó að tölurnar segðu annað. Það nálgaðist áfall að sjá hann sem forseta. Forsetatíð hans hefur reynst standa fyllilega undir væntingum um frammistöðu og ummæli. En auðvitað var sigurinn ekki skyndilegt slys. Sigurinn átti sér aðdraganda og kosningabaráttan var gegn sterkum frambjóðanda demókrata. Álitsgjafar og fjölmiðlar brostu að barnalegum fullyrðingum og einföldum línum og niðurstaðan varð að línurnar sigruðu staðreyndir. Og nú er allt eins líklegt að hann verði endurkjörinn, aftur með því að boða ljóta heimsmynd sem ekki stenst skoðun. Það var heldur ekki alveg á einni nóttu sem Bretar fengu Boris, sem öfugt við Trump þykir stundum sniðugur. Lykillinn að árangri hans virðist byggja á sömu formúlu, á línum og frösum sem staðreyndir virðast illa bíta á, fyrir utan að vera með sama hárskerann og klæðskera með skerta rýmisgreind. Trump sem forseti á eftir Obama var sögulegt bakslag og sýnir að sagan og framþróun er ekki alltaf bein lína heldur stundum hlykkjóttur vegur. Eitt skref áfram og tvö til baka. Með Trump voru skrefin til baka að vísu umtalsvert fleiri. Sigur þessara tveggja manna, og fleiri raunar, undirstrikar rækilega mikilvægi þess að staðreyndir fái vægi í umræðunni. Það á líka við um Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue Skoðun Dagur sjaldgæfa sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfa sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Boris, nýr forsætisráðherra Breta, slær mig frekar illa. Af sögu hans og ummælum að dæma virðist hann vera af kynslóð hinna óhæfu sem núna sest í valdastóla heims. Það er kannski ekki alveg út í bláinn sem fólk veltir fyrir sér orsakasambandi þess að fara með pólitísk völd heimsins og að vera með lélegt gult hár. Ég var í hópi þeirra sem upplifðu það sem algjört slys þegar Trump sigraði Clinton. Trúði því aldrei að þannig gæti farið þó að tölurnar segðu annað. Það nálgaðist áfall að sjá hann sem forseta. Forsetatíð hans hefur reynst standa fyllilega undir væntingum um frammistöðu og ummæli. En auðvitað var sigurinn ekki skyndilegt slys. Sigurinn átti sér aðdraganda og kosningabaráttan var gegn sterkum frambjóðanda demókrata. Álitsgjafar og fjölmiðlar brostu að barnalegum fullyrðingum og einföldum línum og niðurstaðan varð að línurnar sigruðu staðreyndir. Og nú er allt eins líklegt að hann verði endurkjörinn, aftur með því að boða ljóta heimsmynd sem ekki stenst skoðun. Það var heldur ekki alveg á einni nóttu sem Bretar fengu Boris, sem öfugt við Trump þykir stundum sniðugur. Lykillinn að árangri hans virðist byggja á sömu formúlu, á línum og frösum sem staðreyndir virðast illa bíta á, fyrir utan að vera með sama hárskerann og klæðskera með skerta rýmisgreind. Trump sem forseti á eftir Obama var sögulegt bakslag og sýnir að sagan og framþróun er ekki alltaf bein lína heldur stundum hlykkjóttur vegur. Eitt skref áfram og tvö til baka. Með Trump voru skrefin til baka að vísu umtalsvert fleiri. Sigur þessara tveggja manna, og fleiri raunar, undirstrikar rækilega mikilvægi þess að staðreyndir fái vægi í umræðunni. Það á líka við um Ísland.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar