Efast um að gjöld Póstsins á erlendar sendingar standist EES-samninginn Eiður Þór Árnason skrifar 2. ágúst 2019 16:51 Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna Vísir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, gagnrýnir álagningu sendingargjalda á erlendar sendingar og segir gjaldtöku Póstsins setja öðrum ríkisfyrirtækjum slæmt fordæmi. Rætt var við Breka um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær og sagði Breki samtökin hafa efasemdir um það að gjaldtakan standist EES-samninginn. Frá og með 3. júní síðastliðnum hefur svokallað sendingargjald verið innheimt af Póstinum vegna sendinga frá útlöndum. Nýja gjaldið, sem lagðist ofan á önnur innflutningsgjöld, var lagt á erlendar sendingar í kjölfar þess að Alþingi samþykkti viðauka við póstlög sem heimilaði gjaldtökuna. Gjaldinu var ætlað að standa undir kostnaði við dreifingu erlendra sendinga og bæta rekstrarstöðu Póstsins. Neytendasamtökin gagnrýndu gjaldtökuna „Þegar þessi lög voru sett þá sendu Neytendasamtökin inn umsögn þar sem við gagnrýndum þetta harðlega. Reyndar í undirbúningi laganna og meðferð nefndarinnar þá stóðum við allavega alltaf í þeirri meiningu að þetta ætti bara við um sendingar frá Kína,“ sagði Breki en að endingu var gjaldið bæði lagt á sendingar sem eiga uppruna sinn utan og innan Evrópu. „Í dag sendum við fyrirspurn til Íslandspósts þar sem við báðum um greiningu á því hvert tap þeirra væri af þessum sendingum eftir löndum, því að eitt af því sem við gagnrýndum á sínum tíma var einmitt þetta að það liggur ekki fyrir nein greining á því hvar þetta meinta tap á sér stað. Þegar það liggur ekkert fyrir þá er þetta í rauninni bara eins og opinn tékki og setur alveg ákaflega slæmt fordæmi í rekstri ríkisfyrirtækja, að fyrirtæki geti þá bara með óskilgreindu tapi varpað kostnaði yfir á herðar neytenda.“ Breki sagði jafnframt að samtökin telji að gjaldtakan gæti mögulega verið ólögmæt: „Við reyndar höfum líka efasemdir um að þetta hreinlega standist EES samninginn, þ.e.a.s. að þetta séu þá ákveðnar tæknilegar viðskiptahömlur gegn erlendum verslunum. Ein af röksemdunum fyrir þessum lögum og þessari gjaldtökuheimild var einmitt að vernda íslenska verslun. Þá erum við að tala um í raun og veru ígildi tollamúra.“ Breki sagði að neytendur þyrftu svo alltaf að borga brúsann á endanum. Íslandspóstur Neytendur Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Nýr forstöðumaður hjá Póstinum Georg Haraldsson mun taka við starfi forstöðumanns Stafrænnar þjónustu hjá Íslandspósti í lok sumars, en hann mun stýra þróun og stefnumörkun á stafrænum þjónustuleiðum fyrirtækisins. 15. júlí 2019 10:50 Byrja að innheimta allt að 600 króna sendingargjald 3. júní Frá og með 3. júní næstkomandi mun svokallað sendingargjald verða innheimt af sendingum frá útlöndum. 17. maí 2019 15:18 Flýta frumvarpi um erlendar sendingar Frumvarpi um erlendar póstsendingar er flýtt í gegnum Alþingi til að reyna að stöðva tap Íslandspósts. Umsagnaraðilar gera alvarlegar athugasemdir við frumvarpið. 13. apríl 2019 07:45 Pósturinn fái ekki lán og neyðarláni breytt í hlutafé Rekstrarvandi Íslandspósts er talinn of alvarlegur til að unnt sé að leysa hann með frekari lánveitingum. 14. mars 2019 09:00 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, gagnrýnir álagningu sendingargjalda á erlendar sendingar og segir gjaldtöku Póstsins setja öðrum ríkisfyrirtækjum slæmt fordæmi. Rætt var við Breka um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær og sagði Breki samtökin hafa efasemdir um það að gjaldtakan standist EES-samninginn. Frá og með 3. júní síðastliðnum hefur svokallað sendingargjald verið innheimt af Póstinum vegna sendinga frá útlöndum. Nýja gjaldið, sem lagðist ofan á önnur innflutningsgjöld, var lagt á erlendar sendingar í kjölfar þess að Alþingi samþykkti viðauka við póstlög sem heimilaði gjaldtökuna. Gjaldinu var ætlað að standa undir kostnaði við dreifingu erlendra sendinga og bæta rekstrarstöðu Póstsins. Neytendasamtökin gagnrýndu gjaldtökuna „Þegar þessi lög voru sett þá sendu Neytendasamtökin inn umsögn þar sem við gagnrýndum þetta harðlega. Reyndar í undirbúningi laganna og meðferð nefndarinnar þá stóðum við allavega alltaf í þeirri meiningu að þetta ætti bara við um sendingar frá Kína,“ sagði Breki en að endingu var gjaldið bæði lagt á sendingar sem eiga uppruna sinn utan og innan Evrópu. „Í dag sendum við fyrirspurn til Íslandspósts þar sem við báðum um greiningu á því hvert tap þeirra væri af þessum sendingum eftir löndum, því að eitt af því sem við gagnrýndum á sínum tíma var einmitt þetta að það liggur ekki fyrir nein greining á því hvar þetta meinta tap á sér stað. Þegar það liggur ekkert fyrir þá er þetta í rauninni bara eins og opinn tékki og setur alveg ákaflega slæmt fordæmi í rekstri ríkisfyrirtækja, að fyrirtæki geti þá bara með óskilgreindu tapi varpað kostnaði yfir á herðar neytenda.“ Breki sagði jafnframt að samtökin telji að gjaldtakan gæti mögulega verið ólögmæt: „Við reyndar höfum líka efasemdir um að þetta hreinlega standist EES samninginn, þ.e.a.s. að þetta séu þá ákveðnar tæknilegar viðskiptahömlur gegn erlendum verslunum. Ein af röksemdunum fyrir þessum lögum og þessari gjaldtökuheimild var einmitt að vernda íslenska verslun. Þá erum við að tala um í raun og veru ígildi tollamúra.“ Breki sagði að neytendur þyrftu svo alltaf að borga brúsann á endanum.
Íslandspóstur Neytendur Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Nýr forstöðumaður hjá Póstinum Georg Haraldsson mun taka við starfi forstöðumanns Stafrænnar þjónustu hjá Íslandspósti í lok sumars, en hann mun stýra þróun og stefnumörkun á stafrænum þjónustuleiðum fyrirtækisins. 15. júlí 2019 10:50 Byrja að innheimta allt að 600 króna sendingargjald 3. júní Frá og með 3. júní næstkomandi mun svokallað sendingargjald verða innheimt af sendingum frá útlöndum. 17. maí 2019 15:18 Flýta frumvarpi um erlendar sendingar Frumvarpi um erlendar póstsendingar er flýtt í gegnum Alþingi til að reyna að stöðva tap Íslandspósts. Umsagnaraðilar gera alvarlegar athugasemdir við frumvarpið. 13. apríl 2019 07:45 Pósturinn fái ekki lán og neyðarláni breytt í hlutafé Rekstrarvandi Íslandspósts er talinn of alvarlegur til að unnt sé að leysa hann með frekari lánveitingum. 14. mars 2019 09:00 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Nýr forstöðumaður hjá Póstinum Georg Haraldsson mun taka við starfi forstöðumanns Stafrænnar þjónustu hjá Íslandspósti í lok sumars, en hann mun stýra þróun og stefnumörkun á stafrænum þjónustuleiðum fyrirtækisins. 15. júlí 2019 10:50
Byrja að innheimta allt að 600 króna sendingargjald 3. júní Frá og með 3. júní næstkomandi mun svokallað sendingargjald verða innheimt af sendingum frá útlöndum. 17. maí 2019 15:18
Flýta frumvarpi um erlendar sendingar Frumvarpi um erlendar póstsendingar er flýtt í gegnum Alþingi til að reyna að stöðva tap Íslandspósts. Umsagnaraðilar gera alvarlegar athugasemdir við frumvarpið. 13. apríl 2019 07:45
Pósturinn fái ekki lán og neyðarláni breytt í hlutafé Rekstrarvandi Íslandspósts er talinn of alvarlegur til að unnt sé að leysa hann með frekari lánveitingum. 14. mars 2019 09:00