Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Birgir Olgeirsson skrifar 8. ágúst 2019 11:25 Björn Hlynur, Ingólfur og Gylfi Jens við barborðið á Ölveri Instagram Æskuvinirnir Björn Hlynur Haraldsson, Ingólfur Pétursson og Gylfi Jens Gylfason hafa fest kaup á barnum Ölveri í Glæsibæ. Félagarnir segja að engin kúvending verði á rekstri barsins, þeir munu halda áfram með þann góða rekstur einkennt þennan alþýðlega bar og halda tryggð við fastakúnna sem eiga Ölver sem annað heimili. „Þetta er búið að vera að gerjast frá því í vor,“ segir Björn Hlynur í samtali við Vísi um kaupin. Allir eru þeir úr hverfinu í grennd við Glæsibæ og vildu gera eitthvað skemmtilegt saman. „Við gripum því tækifærið og kýldum á þetta. Þessi staður er búinn að vera þarna í 35 ár, frá 1984, og því með langa sögu. Ölver hefur verið þekktari sem sportbar í seinni tíð en var öðruvísi áður,“ segir Björn Hlynur.Miklar annir í ágúst Hann segir mikið standa til í ágúst á barnum þar sem von er á fjölda fólks á Ölver. Breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran verður með tónleika á Laugardalsvelli um helgina og búast þeir á Ölveri við að margir munu leggja leið sín á barinn í tengslum við þá tónleika. Enski boltinn er einnig að fara af stað sem þýðir að fjölmargir munu leggja leið sína barinn til að horfa á leikina og þá eru þrír leikir íslenska karlalandsliðsins á dagskrá þar sem meðlimir Tólfunnar, stuðningssveitar Íslands, munu gera sig klára fyrir leikinn á Ölveri. View this post on InstagramVerið undirbúin. Dettum “röngu” megin við barinn 1. ágúst sem nýjir eigendur.. A post shared by Ingólfur Pétursson (@gollip) on Jul 24, 2019 at 11:07am PDT Björn Hlynur segir að ekki þurfi að breyta miklu á Ölveri. Staðurinn fór í gegnum breytingar fyrir tveimur árum, þar sem bætt var við nýjum tækjum og húsgögnum ásamt öðru, og því ekki miklar framkvæmdir sem félagarnir þurfa að ráðast í.Fastakúnnarnir þurfa ekki að hafa áhyggjur Þeir ætla sér þó að skoða matseðilinn enda miklir áhugamenn um barmat. Það mun þó ekki gerast nema að höfðu samráði við fastakúnna. Björn Hlynur segist þó sjá fyrir sér að Ölver geti orðið í náinni framtíð heimili uppistands í Reykjavík. „Við erum með fullkominn sal undir það og fyrir aðra viðburði líka. Íþróttaviðburðirnir eru þó margir, nánast á hverju einasta kvöldi yfir veturinn þegar mest lætur, að það þarf að finna því tíma í þessum smugum sem lítið er um að vera.“Sjá einnig: Björn Hlynur fræddi Rachel McAdams um Birgittu HaukdalÖlver hefur í gegnum tíðina verið heimili stuðningsmanna og verður það áfram að sögn Björns Hlyns.Vísir/Anton BrinkÞað er greinilegt að fastakúnnarnir skipta þá félaga miklu máli enda bendi Björn Hlynur á að margir hafi gert Ölver að sínum. „Og við erum ekki að fara að labba inn á heimili einhvers og breyta öllu. Tólfan á heima hérna og þetta er heimili stuðningsmanna. Þegar við erum að skoða barmatseðilinn þá ætlum við að tala við fastakúnna og hvernig þeir sjá þetta fyrir sér. Þetta verður nákvæmlega eins og fólk vill. Við ætlum ekki að vera með neina stæla og gera eitthvað sem enginn annar „fílar. Þetta er og verður alþýðustaðurinn í hverfinu.“Stendur sína plikt þegar hann er heima Ingólfur og Jens búa í hverfinu og býr Björn Hlynur ekki langt frá. Þeir ólust upp í hverfinu og eru miklir Þróttarar en Björn Hlynur tekur fram að Ölveri verði þar með ekki sjálfkrafa einhver Þróttarbara heldur staður fyrir alla. Björn Hlynur er hins vegar mikið á ferð á flugi vinnu sinnar vegna sem leikari. Hann gerði félögum sínum grein fyrir því áður en þeir lögðu af stað saman með þetta verkefni. Sama morgun og þeir tóku við staðnum, í síðustu viku, flaug hann út til London til að leika í Eurovision-mynd Will Ferrell og er nú nýkominn heim. „Og reyni þá að standa mína plikt þegar ég er heima,“ segir Björn Hlynur. Áfengi og tóbak Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Fræddi Rachel McAdams um Birgittu Haukdal við tökur á Eurovision-myndinni Björn Hlynur leikur fyrrverandi kærasta persónu Rachel McAdams. 8. ágúst 2019 11:30 Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Sjá meira
Æskuvinirnir Björn Hlynur Haraldsson, Ingólfur Pétursson og Gylfi Jens Gylfason hafa fest kaup á barnum Ölveri í Glæsibæ. Félagarnir segja að engin kúvending verði á rekstri barsins, þeir munu halda áfram með þann góða rekstur einkennt þennan alþýðlega bar og halda tryggð við fastakúnna sem eiga Ölver sem annað heimili. „Þetta er búið að vera að gerjast frá því í vor,“ segir Björn Hlynur í samtali við Vísi um kaupin. Allir eru þeir úr hverfinu í grennd við Glæsibæ og vildu gera eitthvað skemmtilegt saman. „Við gripum því tækifærið og kýldum á þetta. Þessi staður er búinn að vera þarna í 35 ár, frá 1984, og því með langa sögu. Ölver hefur verið þekktari sem sportbar í seinni tíð en var öðruvísi áður,“ segir Björn Hlynur.Miklar annir í ágúst Hann segir mikið standa til í ágúst á barnum þar sem von er á fjölda fólks á Ölver. Breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran verður með tónleika á Laugardalsvelli um helgina og búast þeir á Ölveri við að margir munu leggja leið sín á barinn í tengslum við þá tónleika. Enski boltinn er einnig að fara af stað sem þýðir að fjölmargir munu leggja leið sína barinn til að horfa á leikina og þá eru þrír leikir íslenska karlalandsliðsins á dagskrá þar sem meðlimir Tólfunnar, stuðningssveitar Íslands, munu gera sig klára fyrir leikinn á Ölveri. View this post on InstagramVerið undirbúin. Dettum “röngu” megin við barinn 1. ágúst sem nýjir eigendur.. A post shared by Ingólfur Pétursson (@gollip) on Jul 24, 2019 at 11:07am PDT Björn Hlynur segir að ekki þurfi að breyta miklu á Ölveri. Staðurinn fór í gegnum breytingar fyrir tveimur árum, þar sem bætt var við nýjum tækjum og húsgögnum ásamt öðru, og því ekki miklar framkvæmdir sem félagarnir þurfa að ráðast í.Fastakúnnarnir þurfa ekki að hafa áhyggjur Þeir ætla sér þó að skoða matseðilinn enda miklir áhugamenn um barmat. Það mun þó ekki gerast nema að höfðu samráði við fastakúnna. Björn Hlynur segist þó sjá fyrir sér að Ölver geti orðið í náinni framtíð heimili uppistands í Reykjavík. „Við erum með fullkominn sal undir það og fyrir aðra viðburði líka. Íþróttaviðburðirnir eru þó margir, nánast á hverju einasta kvöldi yfir veturinn þegar mest lætur, að það þarf að finna því tíma í þessum smugum sem lítið er um að vera.“Sjá einnig: Björn Hlynur fræddi Rachel McAdams um Birgittu HaukdalÖlver hefur í gegnum tíðina verið heimili stuðningsmanna og verður það áfram að sögn Björns Hlyns.Vísir/Anton BrinkÞað er greinilegt að fastakúnnarnir skipta þá félaga miklu máli enda bendi Björn Hlynur á að margir hafi gert Ölver að sínum. „Og við erum ekki að fara að labba inn á heimili einhvers og breyta öllu. Tólfan á heima hérna og þetta er heimili stuðningsmanna. Þegar við erum að skoða barmatseðilinn þá ætlum við að tala við fastakúnna og hvernig þeir sjá þetta fyrir sér. Þetta verður nákvæmlega eins og fólk vill. Við ætlum ekki að vera með neina stæla og gera eitthvað sem enginn annar „fílar. Þetta er og verður alþýðustaðurinn í hverfinu.“Stendur sína plikt þegar hann er heima Ingólfur og Jens búa í hverfinu og býr Björn Hlynur ekki langt frá. Þeir ólust upp í hverfinu og eru miklir Þróttarar en Björn Hlynur tekur fram að Ölveri verði þar með ekki sjálfkrafa einhver Þróttarbara heldur staður fyrir alla. Björn Hlynur er hins vegar mikið á ferð á flugi vinnu sinnar vegna sem leikari. Hann gerði félögum sínum grein fyrir því áður en þeir lögðu af stað saman með þetta verkefni. Sama morgun og þeir tóku við staðnum, í síðustu viku, flaug hann út til London til að leika í Eurovision-mynd Will Ferrell og er nú nýkominn heim. „Og reyni þá að standa mína plikt þegar ég er heima,“ segir Björn Hlynur.
Áfengi og tóbak Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Fræddi Rachel McAdams um Birgittu Haukdal við tökur á Eurovision-myndinni Björn Hlynur leikur fyrrverandi kærasta persónu Rachel McAdams. 8. ágúst 2019 11:30 Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Sjá meira
Fræddi Rachel McAdams um Birgittu Haukdal við tökur á Eurovision-myndinni Björn Hlynur leikur fyrrverandi kærasta persónu Rachel McAdams. 8. ágúst 2019 11:30