Sagan á bak við fánann og Michael Jordan á verðlaunapalli ÓL í Barcelona 1992 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2019 23:30 Michael Jordan með fánann yfir öxlinni. Samsett/Myndir frá Getty Í gær voru liðin 27 ár síðan að Michael Jordan og félagar í bandaríska draumaliðinu urðu Ólympíumeistarar eftir 32 stiga sigur á Króatíu í úrslitaleik Ólympíuleikanna í Barcelona. Kannski vakti það athygli einhverja sem skoðuðu myndir frá þessum atburði að Michael Jordan var með risastóran bandarískan fána yfir öxlinni í verðlaunaafhendingunni. Það er nefnilega ástæða fyrir því að Jordan mætti með þennan fána og það var ekki þörf hans fyrir að sýna opinberlega ást sína á Bandaríkjunum.This Day In 1992: The “Dream Team” wins gold in Barcelona. Nike endorser Michael Jordan famously covers the Reebok logo on his podium jacket with an American flag. MJ almost didn’t play on the team because of the impending Reebok conflict. (Champion had uniform rights). pic.twitter.com/UF73JBsT7M — Darren Rovell (@darrenrovell) August 8, 2019Samstarf Michael Jordan og íþróttavöruframleiðandans Nike átti eftir að breyta öllu hvað varðar slíka samning hjá íþróttafólki. Jordan gerði Nike að gríðarlega vinsælu íþróttavörumerki og á meðan hann var að spila þá kom út nýr Jordan skór á hverju ári. Vandamálið við samstarf Nike og Michael Jordan var að samningur bandaríska Ólympíuliðsins var við Reebok. Jordan átti meira að segja að hafa íhugað það að spila ekki með bandaríska liðinu vegna þess. Jordan var hins vegar með og bandaríska draumaliðið lék sér að öllum andstæðingum sínum á Ólympíuleikunum í Barcelona sumarið 1992. Michael Jordan og aðrir leikmenn þurftu að mæta í bandaríska Ólympíujakkanum á verðlaunaafhendinguna eftir að gullið var í höfn og á honum sást Reebok merkið vel. Jordan fann hins vegar lausn á þessu vandamáli. Hann mætti með gríðarlega stóran bandarískan fána sem faldi umrædd Reebok merki. Jordan var þarna nýbúinn að skrifa undir 25 milljón dollara samning við Nike og var ekki tilbúin að láta sjá sig í Reebok klæðnaði. Charles Barkley, þá góður vinur Jordan, og Magic Johnson mættu einnig með bandaríska fánann yfir öxlinni á þessa verðlaunaafhendingu. NBA Ólympíuleikar Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Sjá meira
Í gær voru liðin 27 ár síðan að Michael Jordan og félagar í bandaríska draumaliðinu urðu Ólympíumeistarar eftir 32 stiga sigur á Króatíu í úrslitaleik Ólympíuleikanna í Barcelona. Kannski vakti það athygli einhverja sem skoðuðu myndir frá þessum atburði að Michael Jordan var með risastóran bandarískan fána yfir öxlinni í verðlaunaafhendingunni. Það er nefnilega ástæða fyrir því að Jordan mætti með þennan fána og það var ekki þörf hans fyrir að sýna opinberlega ást sína á Bandaríkjunum.This Day In 1992: The “Dream Team” wins gold in Barcelona. Nike endorser Michael Jordan famously covers the Reebok logo on his podium jacket with an American flag. MJ almost didn’t play on the team because of the impending Reebok conflict. (Champion had uniform rights). pic.twitter.com/UF73JBsT7M — Darren Rovell (@darrenrovell) August 8, 2019Samstarf Michael Jordan og íþróttavöruframleiðandans Nike átti eftir að breyta öllu hvað varðar slíka samning hjá íþróttafólki. Jordan gerði Nike að gríðarlega vinsælu íþróttavörumerki og á meðan hann var að spila þá kom út nýr Jordan skór á hverju ári. Vandamálið við samstarf Nike og Michael Jordan var að samningur bandaríska Ólympíuliðsins var við Reebok. Jordan átti meira að segja að hafa íhugað það að spila ekki með bandaríska liðinu vegna þess. Jordan var hins vegar með og bandaríska draumaliðið lék sér að öllum andstæðingum sínum á Ólympíuleikunum í Barcelona sumarið 1992. Michael Jordan og aðrir leikmenn þurftu að mæta í bandaríska Ólympíujakkanum á verðlaunaafhendinguna eftir að gullið var í höfn og á honum sást Reebok merkið vel. Jordan fann hins vegar lausn á þessu vandamáli. Hann mætti með gríðarlega stóran bandarískan fána sem faldi umrædd Reebok merki. Jordan var þarna nýbúinn að skrifa undir 25 milljón dollara samning við Nike og var ekki tilbúin að láta sjá sig í Reebok klæðnaði. Charles Barkley, þá góður vinur Jordan, og Magic Johnson mættu einnig með bandaríska fánann yfir öxlinni á þessa verðlaunaafhendingu.
NBA Ólympíuleikar Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Sjá meira