Nýi talsmaður kjötinnflytjenda Ólafur Stephensen skrifar 9. ágúst 2019 11:10 Sigmar Vilhjálmsson, nýráðinn talsmaður FESK, Félags eggja-, svína- og kjúklingabænda, var í dálítið kostulegu viðtali á Bylgjunni í gærmorgun. Viðtalið gekk út á það hvað innflutningur á svína- og alifuglakjöti væri varasamur. Sigmar sagði að flutt væru inn 12% neyzlu af kjúklinga- og svínakjöti. Það er reyndar ekki rétt tala; á síðasta ári voru flutt inn um 16% heildarneyzlu á alifuglakjöti og 18% af neyzlu svínakjöts. En hvað um það; Sigmar sagði að með þessum innflutningi væri í fyrsta lagi komið í veg fyrir að bændur gætu fjárfest í sínum rekstri. Í öðru lagi væri skrýtið að vera að flytja inn mat í sömu gæðaflokkum og við gætum framleitt sjálf. Í þriðja lagi sagði Sigmar að það að innlend framleiðsla væri til staðar, héldi uppi gæðum innflutnings – menn kæmust þá ekki upp með að flytja inn lélega vöru. Það er reyndar í mótsögn við röksemdina á undan, en það var ekki út úr karakter í þessu viðtali. Í fjórða lagi sagði Sigmar að takmörkun innflutnings væri heilbrigðismál; innflutta kjötinu gætu fylgt fjölónæmar bakteríur. Eitt mikilvægt atriði gleymdist í viðtalinu. Það eru íslenzkir bændur, verksmiðjubú og afurðastöðvar, sem standa fyrir meiripartinum af öllum innflutningi alifugla- og svínakjöts á tollkvótum samkvæmt samningi Íslands og Evrópusambandsins, sem Sigmar var einmitt svo gagnrýninn á í viðtalinu. Margir þeirra eru félagsmenn í búgreinafélögunum sem standa að FESK. Mata, systurfélag kjúklingaframleiðandans Matfugls og svínakjötsframleiðandans Síldar og fisks (Ali) flytur þannig inn tæplega 600 tonn af svína- og alifuglakjöti á ESB-tollkvóta á þessu ári og er einn umsvifamesti kjötinnflytjandi landsins. Kjúklingaframleiðandinn Reykjagarður, dótturfélag Sláturfélags Suðurlands, flytur inn 90 tonn. Stjörnugrís, stærsti svínaræktandi landsins, sem er jafnframt eigandi Stjörnueggja, flytur inn 60 tonn af sömu kjöttegundum. Samtals flytja íslenzkir svína- og kjúklingakjötsframleiðendur inn rúmlega 87% ESB-tollkvótans fyrir svínakjöt á árinu 2019 og tæplega 45% tollkvótans fyrir alifuglakjöt. Hefði nýi talsmaðurinn ekki þurft að lesa sér betur til áður en hann réðist svona beint á eigin félagsmenn og þeirra óábyrga innflutning?Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Neytendur Ólafur Stephensen Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Sigmar Vilhjálmsson, nýráðinn talsmaður FESK, Félags eggja-, svína- og kjúklingabænda, var í dálítið kostulegu viðtali á Bylgjunni í gærmorgun. Viðtalið gekk út á það hvað innflutningur á svína- og alifuglakjöti væri varasamur. Sigmar sagði að flutt væru inn 12% neyzlu af kjúklinga- og svínakjöti. Það er reyndar ekki rétt tala; á síðasta ári voru flutt inn um 16% heildarneyzlu á alifuglakjöti og 18% af neyzlu svínakjöts. En hvað um það; Sigmar sagði að með þessum innflutningi væri í fyrsta lagi komið í veg fyrir að bændur gætu fjárfest í sínum rekstri. Í öðru lagi væri skrýtið að vera að flytja inn mat í sömu gæðaflokkum og við gætum framleitt sjálf. Í þriðja lagi sagði Sigmar að það að innlend framleiðsla væri til staðar, héldi uppi gæðum innflutnings – menn kæmust þá ekki upp með að flytja inn lélega vöru. Það er reyndar í mótsögn við röksemdina á undan, en það var ekki út úr karakter í þessu viðtali. Í fjórða lagi sagði Sigmar að takmörkun innflutnings væri heilbrigðismál; innflutta kjötinu gætu fylgt fjölónæmar bakteríur. Eitt mikilvægt atriði gleymdist í viðtalinu. Það eru íslenzkir bændur, verksmiðjubú og afurðastöðvar, sem standa fyrir meiripartinum af öllum innflutningi alifugla- og svínakjöts á tollkvótum samkvæmt samningi Íslands og Evrópusambandsins, sem Sigmar var einmitt svo gagnrýninn á í viðtalinu. Margir þeirra eru félagsmenn í búgreinafélögunum sem standa að FESK. Mata, systurfélag kjúklingaframleiðandans Matfugls og svínakjötsframleiðandans Síldar og fisks (Ali) flytur þannig inn tæplega 600 tonn af svína- og alifuglakjöti á ESB-tollkvóta á þessu ári og er einn umsvifamesti kjötinnflytjandi landsins. Kjúklingaframleiðandinn Reykjagarður, dótturfélag Sláturfélags Suðurlands, flytur inn 90 tonn. Stjörnugrís, stærsti svínaræktandi landsins, sem er jafnframt eigandi Stjörnueggja, flytur inn 60 tonn af sömu kjöttegundum. Samtals flytja íslenzkir svína- og kjúklingakjötsframleiðendur inn rúmlega 87% ESB-tollkvótans fyrir svínakjöt á árinu 2019 og tæplega 45% tollkvótans fyrir alifuglakjöt. Hefði nýi talsmaðurinn ekki þurft að lesa sér betur til áður en hann réðist svona beint á eigin félagsmenn og þeirra óábyrga innflutning?Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun