Telur ríkisstjórn Johnson á hættulegri braut Kjartan Kjartansson skrifar 30. júlí 2019 10:13 Ekki virtist fara sérlega vel á með Johnson og Sturgeon við ráðherrabústaðinn í Edinborg í gær. Vísir/EPA Nicola Sturgeon, oddviti skosku heimastjórnarinnar, telur að Boris Johnson, forsætisráðherra, hafi sett Bretland á hættulega braut útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings. Þau funduðu í fyrsta skipti í gær og eftir á sagði Sturgeon að Skotar þyrftu að fá að ákveða eigin framtíð. Johnson fékk kaldar móttökur í fyrstu heimsókn sinni til Skotlands eftir að hann tók við sem forsætisráðherra í síðustu viku. Meirihluti Skota greiddi atkvæði með áframhaldandi veru Bretlands í Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslunni árið 2016 og Johnson er afar óvinsæll þar. Baulað var á forsætisráðherrann og fylgdarlið hans fyrir utan ráðherrabústaðinn í Edinborg þar sem hann fundaði með Sturgeon í gær.Að fundinum loknum var Sturgeon ómyrk í máli. Henni væri alls óljóst hvernig Johnson ætlaði sér að ná nýjum útgöngusamningi við Evrópusambandið án írsku baktryggingarinnar svonefndu sem hann hefur lýst dauða. Evrópusambandið hefur ekki verið til viðræðu um að semja upp á nýtt eða fella niður baktrygginguna. „Það lætur mig halda að hvað sem því líður að Boris Johnson segi opinberlega að hann vilji helst gera samning sé hann í raun og veru að sækjast eftir útgöngu án samnings vegna þess að það er rökrétt niðurstaða harðlínustefnunnar sem hann hefur markað. Ég tel að það sé gríðarlega hættulegt fyrir Skotland og í raun fyrir allt Bretland,“ sagði Sturgeon.Deilurnar um Brexit hafa kynnt undir vonum skoskra sjálfstæðissinna um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði. Johnson hefur vísað slíkum hugmyndum á bug. Sturgeon sagði eftir fundinn að hún hafi gert Johnson fullljóst að hún væri andsnúin útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings og að Skotar ættu að fá að ákveða eigin framtíð frekar en að aðrir ákveddu hana fyrir þá. Breska pundið hríðféll í dag og er ástæðan talin sú að fjárfestar veðji á að harðlínustefna Johnson eigi eftir að leiða til óstöðugleika á mörkuðum gangi Bretar úr sambandinu án samnings, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bretland Brexit Evrópusambandið Skotland Tengdar fréttir Johnson vill nýjan samning Boris Johnson, nýr forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að það væru góðar líkur á því að hægt væri að gera nýjan útgöngusamning við Evrópusambandið og í leiðinni fá góðan fríverslunarsamning. 30. júlí 2019 07:00 Stórauka undirbúning fyrir útgöngu án samnings Utanríkisráðherra Bretlands telur að auðveldara verði að ná hagstæðum samningi við ESB eftir útgöngu án samnings í haust. 29. júlí 2019 13:00 Evrópuleiðtogar hafna hugmyndum Johnson Boris Johnson segist ætla að fella baktrygginguna svonefndu út úr útgöngusamningi. Það telja fulltrúar Evrópusambandsins óásættanlegt. 26. júlí 2019 07:46 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Sjá meira
Nicola Sturgeon, oddviti skosku heimastjórnarinnar, telur að Boris Johnson, forsætisráðherra, hafi sett Bretland á hættulega braut útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings. Þau funduðu í fyrsta skipti í gær og eftir á sagði Sturgeon að Skotar þyrftu að fá að ákveða eigin framtíð. Johnson fékk kaldar móttökur í fyrstu heimsókn sinni til Skotlands eftir að hann tók við sem forsætisráðherra í síðustu viku. Meirihluti Skota greiddi atkvæði með áframhaldandi veru Bretlands í Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslunni árið 2016 og Johnson er afar óvinsæll þar. Baulað var á forsætisráðherrann og fylgdarlið hans fyrir utan ráðherrabústaðinn í Edinborg þar sem hann fundaði með Sturgeon í gær.Að fundinum loknum var Sturgeon ómyrk í máli. Henni væri alls óljóst hvernig Johnson ætlaði sér að ná nýjum útgöngusamningi við Evrópusambandið án írsku baktryggingarinnar svonefndu sem hann hefur lýst dauða. Evrópusambandið hefur ekki verið til viðræðu um að semja upp á nýtt eða fella niður baktrygginguna. „Það lætur mig halda að hvað sem því líður að Boris Johnson segi opinberlega að hann vilji helst gera samning sé hann í raun og veru að sækjast eftir útgöngu án samnings vegna þess að það er rökrétt niðurstaða harðlínustefnunnar sem hann hefur markað. Ég tel að það sé gríðarlega hættulegt fyrir Skotland og í raun fyrir allt Bretland,“ sagði Sturgeon.Deilurnar um Brexit hafa kynnt undir vonum skoskra sjálfstæðissinna um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði. Johnson hefur vísað slíkum hugmyndum á bug. Sturgeon sagði eftir fundinn að hún hafi gert Johnson fullljóst að hún væri andsnúin útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings og að Skotar ættu að fá að ákveða eigin framtíð frekar en að aðrir ákveddu hana fyrir þá. Breska pundið hríðféll í dag og er ástæðan talin sú að fjárfestar veðji á að harðlínustefna Johnson eigi eftir að leiða til óstöðugleika á mörkuðum gangi Bretar úr sambandinu án samnings, að sögn Reuters-fréttastofunnar.
Bretland Brexit Evrópusambandið Skotland Tengdar fréttir Johnson vill nýjan samning Boris Johnson, nýr forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að það væru góðar líkur á því að hægt væri að gera nýjan útgöngusamning við Evrópusambandið og í leiðinni fá góðan fríverslunarsamning. 30. júlí 2019 07:00 Stórauka undirbúning fyrir útgöngu án samnings Utanríkisráðherra Bretlands telur að auðveldara verði að ná hagstæðum samningi við ESB eftir útgöngu án samnings í haust. 29. júlí 2019 13:00 Evrópuleiðtogar hafna hugmyndum Johnson Boris Johnson segist ætla að fella baktrygginguna svonefndu út úr útgöngusamningi. Það telja fulltrúar Evrópusambandsins óásættanlegt. 26. júlí 2019 07:46 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Sjá meira
Johnson vill nýjan samning Boris Johnson, nýr forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að það væru góðar líkur á því að hægt væri að gera nýjan útgöngusamning við Evrópusambandið og í leiðinni fá góðan fríverslunarsamning. 30. júlí 2019 07:00
Stórauka undirbúning fyrir útgöngu án samnings Utanríkisráðherra Bretlands telur að auðveldara verði að ná hagstæðum samningi við ESB eftir útgöngu án samnings í haust. 29. júlí 2019 13:00
Evrópuleiðtogar hafna hugmyndum Johnson Boris Johnson segist ætla að fella baktrygginguna svonefndu út úr útgöngusamningi. Það telja fulltrúar Evrópusambandsins óásættanlegt. 26. júlí 2019 07:46
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent