Táningar taldir hafa myrt par á ferðalagi í Kanada Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júlí 2019 21:08 Kam McLeod og Bryer Schmegelsky eru grunaðir um að hafa myrt ungt par á ferðalagi. RCMP Tveir kanadískir unglingar sem taldir eru vera á flótta eru nú grunaðir um að hafa myrt par á þrítugsaldri en lík þeirra fundust við afskekktan þjóðveg á mánudaginn í síðustu viku í Bresku Kólumbíu. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Á föstudag fannst húsbíll æskuvinanna Kam McLeod, 19 ára, og Bryer Schmegelsky, 18 ára, brunninn til kaldra kola við sama veg og lík parsins. Lögregla segir að sést hafi til McLeod og Schmegelsky keyra út ú héraðinu og eru nú grunaðir um að hafa myrt parið. Áður voru þeir taldir týndir og hafði lögreglan ýjað að því að þeir gætu verið fórnarlömb sama morðingja og parið varð fyrir. Enn annað lík fannst nærri brenndum húsbíl ungu mannanna en ekki hefur tekist að bera kennsl á það.Sjá einnig: Uggandi yfir mögulegri tengingu milli morðannaÍ tilkynningu frá kanadísku lögreglunni (RCMP) á fimmtudag stóð: „Vegna nýjustu hræringa í málinu eru Kam og Bryer ekki taldir týndir. RCMP grunar að Kam McLeod og Bryer Sccmegelsky séu gerendur í morðunum á Lucas Fowler og Chynnu Deese og í grunsamlegu dauðsfalli Dease vatns mannsins.“ Ástralinn Lucas Fowler, 23 ára, og ameríkaninn Chynna Deese, 24 ára, voru á tveggja vikna löngu ferðalagi um Kanada en Fowler hafði verið að vinna þar.Parið fannst látið eftir að hafa verið skotið til bana við Alaska þjóðvegin 20 km. Suður af Liard hverunum sem er vinsæll ferðamannastaður. Lögreglan telur að þau hafi verið myrt aðfaranótt 14. júlí. Bíllinn þeirra fannst skammt frá líkunum og sögðu vitni við fréttamiðla fyrr í vikunni að parið hafi sést við vegkantinn eftir að bíllinn hafði bilað. Ekkert hefur heyrst til McLeod og Schmegelsky frá því í síðustu viku þegar þeir voru á leið til Yukon svæðisins vegna vinnu og hafa þeir ekki haft samband við fjölskyldur sínar síðan þá. Lögregla segir að þeir hafi sést keyra gráan Toyota Rav 4 af árgerð 2011 í gegn um norðurhluta Saskatchewan. Lögreglan veit ekki hver áfangastaður þeirra sé og hefur varað almenning við því að þeir séu „taldir hættulegir“ og ekki eigi að nálgast þá. Líkið sem fannst skammt frá húsbíl McLeod og Scmegelsky var brunnið og hefur enn ekki verið borið kennsl á það en talið er að það sé maður á sextugs- eða sjötugsaldri. „Það er óvíst að svo stöddu hvernig látni maðurinn gæti verið tengdur bílbrunanum eða mönnunum tveimur sem er saknað,“ sagði talsmaður lögreglu í tilkynningu.#NorthernRockies #NorthDistrict #DeaseLake - Police request the public's assistance in locating the suspects connected to Northern BC investigations https://t.co/p7Q9ouTsSN pic.twitter.com/K9dcN5scKL— BCRCMP (@BCRCMP) July 23, 2019 Kanada Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Tveir kanadískir unglingar sem taldir eru vera á flótta eru nú grunaðir um að hafa myrt par á þrítugsaldri en lík þeirra fundust við afskekktan þjóðveg á mánudaginn í síðustu viku í Bresku Kólumbíu. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Á föstudag fannst húsbíll æskuvinanna Kam McLeod, 19 ára, og Bryer Schmegelsky, 18 ára, brunninn til kaldra kola við sama veg og lík parsins. Lögregla segir að sést hafi til McLeod og Schmegelsky keyra út ú héraðinu og eru nú grunaðir um að hafa myrt parið. Áður voru þeir taldir týndir og hafði lögreglan ýjað að því að þeir gætu verið fórnarlömb sama morðingja og parið varð fyrir. Enn annað lík fannst nærri brenndum húsbíl ungu mannanna en ekki hefur tekist að bera kennsl á það.Sjá einnig: Uggandi yfir mögulegri tengingu milli morðannaÍ tilkynningu frá kanadísku lögreglunni (RCMP) á fimmtudag stóð: „Vegna nýjustu hræringa í málinu eru Kam og Bryer ekki taldir týndir. RCMP grunar að Kam McLeod og Bryer Sccmegelsky séu gerendur í morðunum á Lucas Fowler og Chynnu Deese og í grunsamlegu dauðsfalli Dease vatns mannsins.“ Ástralinn Lucas Fowler, 23 ára, og ameríkaninn Chynna Deese, 24 ára, voru á tveggja vikna löngu ferðalagi um Kanada en Fowler hafði verið að vinna þar.Parið fannst látið eftir að hafa verið skotið til bana við Alaska þjóðvegin 20 km. Suður af Liard hverunum sem er vinsæll ferðamannastaður. Lögreglan telur að þau hafi verið myrt aðfaranótt 14. júlí. Bíllinn þeirra fannst skammt frá líkunum og sögðu vitni við fréttamiðla fyrr í vikunni að parið hafi sést við vegkantinn eftir að bíllinn hafði bilað. Ekkert hefur heyrst til McLeod og Schmegelsky frá því í síðustu viku þegar þeir voru á leið til Yukon svæðisins vegna vinnu og hafa þeir ekki haft samband við fjölskyldur sínar síðan þá. Lögregla segir að þeir hafi sést keyra gráan Toyota Rav 4 af árgerð 2011 í gegn um norðurhluta Saskatchewan. Lögreglan veit ekki hver áfangastaður þeirra sé og hefur varað almenning við því að þeir séu „taldir hættulegir“ og ekki eigi að nálgast þá. Líkið sem fannst skammt frá húsbíl McLeod og Scmegelsky var brunnið og hefur enn ekki verið borið kennsl á það en talið er að það sé maður á sextugs- eða sjötugsaldri. „Það er óvíst að svo stöddu hvernig látni maðurinn gæti verið tengdur bílbrunanum eða mönnunum tveimur sem er saknað,“ sagði talsmaður lögreglu í tilkynningu.#NorthernRockies #NorthDistrict #DeaseLake - Police request the public's assistance in locating the suspects connected to Northern BC investigations https://t.co/p7Q9ouTsSN pic.twitter.com/K9dcN5scKL— BCRCMP (@BCRCMP) July 23, 2019
Kanada Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent