Boris skipar nýja ríkisstjórn Andri Eysteinsson skrifar 24. júlí 2019 19:41 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. Getty/Leon Neal Nýr forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, tók opinberlega við embætti í dag. Boris sem bar sigur úr býtum í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í gær hóf umsvifalaust að skipa samflokksmenn sína í hin ýmsu ráðuneyti bresku ríkisstjórnarinnar. BBC greinir frá. Meirihluti ríkisstjórnar Theresu May, 17 í heildina, hefur sagt af sér eða verið sagt upp störfum. Dominic Raab sem gegndi stöðu Brexit-málaráðherra í stjórn May var skipaður utanríkisráðherra og Priti Patel sem gegnt hefur stöðu alþjóða þróunarmálaráðherra var gerð að innanríkisráðherra í stjórn Johnson. Þá hefur fyrirrennari Patel í starfi innanríkisráðherra, Sajid Javid sem hafnaði í fjórða sæti í leiðtogakjöri flokksins verið skipaður fjármálaráðherra en hann hefur áður starfað innan þess málaflokks. Ben Wallace tekur við varnarmálaráðuneytinu af Penny Mordaunt en brotthvarf hennar þótti óvænt en hún er mikill stuðningsmaður Brexit og vinsæl á meðal flokksmanna. Tveir aðrir yfirlýstir Brexitarar, alþjóðviðskiptaráðherrann Liam Fox og Viðskiptaráðherrann Greg Clark voru einnig látnir yfirgefa skrifstofur sínar. Mordaunt, Fox og Clark studdu öll Jeremy Hunt, fyrrverandi utanríkisráðherra, í leiðtogakjörinu. Hunt sem varð annar í kjörinu segist hafa verið boðin önnur staða innan ríkisstjórnarinnar en kveðst hafa hafnað boði Johnson. Hunt sagði að eftir níu ár í ríkisstjórn sé komin tími til að draga sig úr sviðsljósinu og styðja forsætisráðherrann sem óbreyttur þingmaður.1/4 I would have been honoured to carry on my work at the FCO but understand the need for a new PM to choose his team. BJ kindly offered me another role but after 9 yrs in Cabinet & over 300 cab mtgs now is the time to return 2 backbenches from where PM will have my full support — Jeremy Hunt (@Jeremy_Hunt) July 24, 2019 Auk þeirra sem áður hafa verið talin upp hafa fleiri hætt eða verið sagt upp. Menntamálaráðherrann, Damian Hinds, Norður Írlands-málaráðherrann Karen Bradley, innflytjendamálaráðherrann Caroline Nokes, Menningarmálaráðherrann Jeremy Wright, samfélagsráðherrann James Brokenshire, samgöngumálaráðherrann Chris Grayling og Skotlandsmálaráðherrann David Mundell verður öllum skipt út. Þá höfðu Fjármálaráðherrann Philip Hammond, Dómsmálaráðherrann David Gayke og ráðherrann David Lidington sagt af sér. BBC hefur eftir þingmanninum Nigel Evans að aðgerðirnar í dag minni á stjórnmálalegt blóðbað. Ríkisstjórn May hafi verið stráfelld. Bretland Brexit Tengdar fréttir Thatcher með hamslaust hár Boris Johnson verður forsætisráðherra Bretlands í dag. Vann stórsigur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Líkurnar á samningslausri, og dýrri, útgöngu úr ESB aukast með kjöri Johnsons. Donald Trump fagnar. 24. júlí 2019 07:00 Heitir því að Bretar gangi úr ESB í lok október í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra Boris Johnson fór um víðan völl í fyrsta ávarpi sínu sem forsætisráðherra til bresku þjóðarinnar. Hann boðaði mikla útgjaldaaukningu ríkissjóðs og lofaði því að Bretar færu úr Evrópusambandinu í haust. 24. júlí 2019 16:21 Evrópsku blöðin um ris Johnson: „Trúðurinn sem vildi verða konungur“ Fjölmiðlar í Evrópu furða sig á að Boris Johnson sé við það að verða forsætisráðherra Bretlands. 24. júlí 2019 10:22 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Sjá meira
Nýr forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, tók opinberlega við embætti í dag. Boris sem bar sigur úr býtum í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í gær hóf umsvifalaust að skipa samflokksmenn sína í hin ýmsu ráðuneyti bresku ríkisstjórnarinnar. BBC greinir frá. Meirihluti ríkisstjórnar Theresu May, 17 í heildina, hefur sagt af sér eða verið sagt upp störfum. Dominic Raab sem gegndi stöðu Brexit-málaráðherra í stjórn May var skipaður utanríkisráðherra og Priti Patel sem gegnt hefur stöðu alþjóða þróunarmálaráðherra var gerð að innanríkisráðherra í stjórn Johnson. Þá hefur fyrirrennari Patel í starfi innanríkisráðherra, Sajid Javid sem hafnaði í fjórða sæti í leiðtogakjöri flokksins verið skipaður fjármálaráðherra en hann hefur áður starfað innan þess málaflokks. Ben Wallace tekur við varnarmálaráðuneytinu af Penny Mordaunt en brotthvarf hennar þótti óvænt en hún er mikill stuðningsmaður Brexit og vinsæl á meðal flokksmanna. Tveir aðrir yfirlýstir Brexitarar, alþjóðviðskiptaráðherrann Liam Fox og Viðskiptaráðherrann Greg Clark voru einnig látnir yfirgefa skrifstofur sínar. Mordaunt, Fox og Clark studdu öll Jeremy Hunt, fyrrverandi utanríkisráðherra, í leiðtogakjörinu. Hunt sem varð annar í kjörinu segist hafa verið boðin önnur staða innan ríkisstjórnarinnar en kveðst hafa hafnað boði Johnson. Hunt sagði að eftir níu ár í ríkisstjórn sé komin tími til að draga sig úr sviðsljósinu og styðja forsætisráðherrann sem óbreyttur þingmaður.1/4 I would have been honoured to carry on my work at the FCO but understand the need for a new PM to choose his team. BJ kindly offered me another role but after 9 yrs in Cabinet & over 300 cab mtgs now is the time to return 2 backbenches from where PM will have my full support — Jeremy Hunt (@Jeremy_Hunt) July 24, 2019 Auk þeirra sem áður hafa verið talin upp hafa fleiri hætt eða verið sagt upp. Menntamálaráðherrann, Damian Hinds, Norður Írlands-málaráðherrann Karen Bradley, innflytjendamálaráðherrann Caroline Nokes, Menningarmálaráðherrann Jeremy Wright, samfélagsráðherrann James Brokenshire, samgöngumálaráðherrann Chris Grayling og Skotlandsmálaráðherrann David Mundell verður öllum skipt út. Þá höfðu Fjármálaráðherrann Philip Hammond, Dómsmálaráðherrann David Gayke og ráðherrann David Lidington sagt af sér. BBC hefur eftir þingmanninum Nigel Evans að aðgerðirnar í dag minni á stjórnmálalegt blóðbað. Ríkisstjórn May hafi verið stráfelld.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Thatcher með hamslaust hár Boris Johnson verður forsætisráðherra Bretlands í dag. Vann stórsigur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Líkurnar á samningslausri, og dýrri, útgöngu úr ESB aukast með kjöri Johnsons. Donald Trump fagnar. 24. júlí 2019 07:00 Heitir því að Bretar gangi úr ESB í lok október í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra Boris Johnson fór um víðan völl í fyrsta ávarpi sínu sem forsætisráðherra til bresku þjóðarinnar. Hann boðaði mikla útgjaldaaukningu ríkissjóðs og lofaði því að Bretar færu úr Evrópusambandinu í haust. 24. júlí 2019 16:21 Evrópsku blöðin um ris Johnson: „Trúðurinn sem vildi verða konungur“ Fjölmiðlar í Evrópu furða sig á að Boris Johnson sé við það að verða forsætisráðherra Bretlands. 24. júlí 2019 10:22 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Sjá meira
Thatcher með hamslaust hár Boris Johnson verður forsætisráðherra Bretlands í dag. Vann stórsigur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Líkurnar á samningslausri, og dýrri, útgöngu úr ESB aukast með kjöri Johnsons. Donald Trump fagnar. 24. júlí 2019 07:00
Heitir því að Bretar gangi úr ESB í lok október í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra Boris Johnson fór um víðan völl í fyrsta ávarpi sínu sem forsætisráðherra til bresku þjóðarinnar. Hann boðaði mikla útgjaldaaukningu ríkissjóðs og lofaði því að Bretar færu úr Evrópusambandinu í haust. 24. júlí 2019 16:21
Evrópsku blöðin um ris Johnson: „Trúðurinn sem vildi verða konungur“ Fjölmiðlar í Evrópu furða sig á að Boris Johnson sé við það að verða forsætisráðherra Bretlands. 24. júlí 2019 10:22