Boris skipar nýja ríkisstjórn Andri Eysteinsson skrifar 24. júlí 2019 19:41 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. Getty/Leon Neal Nýr forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, tók opinberlega við embætti í dag. Boris sem bar sigur úr býtum í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í gær hóf umsvifalaust að skipa samflokksmenn sína í hin ýmsu ráðuneyti bresku ríkisstjórnarinnar. BBC greinir frá. Meirihluti ríkisstjórnar Theresu May, 17 í heildina, hefur sagt af sér eða verið sagt upp störfum. Dominic Raab sem gegndi stöðu Brexit-málaráðherra í stjórn May var skipaður utanríkisráðherra og Priti Patel sem gegnt hefur stöðu alþjóða þróunarmálaráðherra var gerð að innanríkisráðherra í stjórn Johnson. Þá hefur fyrirrennari Patel í starfi innanríkisráðherra, Sajid Javid sem hafnaði í fjórða sæti í leiðtogakjöri flokksins verið skipaður fjármálaráðherra en hann hefur áður starfað innan þess málaflokks. Ben Wallace tekur við varnarmálaráðuneytinu af Penny Mordaunt en brotthvarf hennar þótti óvænt en hún er mikill stuðningsmaður Brexit og vinsæl á meðal flokksmanna. Tveir aðrir yfirlýstir Brexitarar, alþjóðviðskiptaráðherrann Liam Fox og Viðskiptaráðherrann Greg Clark voru einnig látnir yfirgefa skrifstofur sínar. Mordaunt, Fox og Clark studdu öll Jeremy Hunt, fyrrverandi utanríkisráðherra, í leiðtogakjörinu. Hunt sem varð annar í kjörinu segist hafa verið boðin önnur staða innan ríkisstjórnarinnar en kveðst hafa hafnað boði Johnson. Hunt sagði að eftir níu ár í ríkisstjórn sé komin tími til að draga sig úr sviðsljósinu og styðja forsætisráðherrann sem óbreyttur þingmaður.1/4 I would have been honoured to carry on my work at the FCO but understand the need for a new PM to choose his team. BJ kindly offered me another role but after 9 yrs in Cabinet & over 300 cab mtgs now is the time to return 2 backbenches from where PM will have my full support — Jeremy Hunt (@Jeremy_Hunt) July 24, 2019 Auk þeirra sem áður hafa verið talin upp hafa fleiri hætt eða verið sagt upp. Menntamálaráðherrann, Damian Hinds, Norður Írlands-málaráðherrann Karen Bradley, innflytjendamálaráðherrann Caroline Nokes, Menningarmálaráðherrann Jeremy Wright, samfélagsráðherrann James Brokenshire, samgöngumálaráðherrann Chris Grayling og Skotlandsmálaráðherrann David Mundell verður öllum skipt út. Þá höfðu Fjármálaráðherrann Philip Hammond, Dómsmálaráðherrann David Gayke og ráðherrann David Lidington sagt af sér. BBC hefur eftir þingmanninum Nigel Evans að aðgerðirnar í dag minni á stjórnmálalegt blóðbað. Ríkisstjórn May hafi verið stráfelld. Bretland Brexit Tengdar fréttir Thatcher með hamslaust hár Boris Johnson verður forsætisráðherra Bretlands í dag. Vann stórsigur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Líkurnar á samningslausri, og dýrri, útgöngu úr ESB aukast með kjöri Johnsons. Donald Trump fagnar. 24. júlí 2019 07:00 Heitir því að Bretar gangi úr ESB í lok október í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra Boris Johnson fór um víðan völl í fyrsta ávarpi sínu sem forsætisráðherra til bresku þjóðarinnar. Hann boðaði mikla útgjaldaaukningu ríkissjóðs og lofaði því að Bretar færu úr Evrópusambandinu í haust. 24. júlí 2019 16:21 Evrópsku blöðin um ris Johnson: „Trúðurinn sem vildi verða konungur“ Fjölmiðlar í Evrópu furða sig á að Boris Johnson sé við það að verða forsætisráðherra Bretlands. 24. júlí 2019 10:22 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Fleiri fréttir Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Sjá meira
Nýr forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, tók opinberlega við embætti í dag. Boris sem bar sigur úr býtum í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í gær hóf umsvifalaust að skipa samflokksmenn sína í hin ýmsu ráðuneyti bresku ríkisstjórnarinnar. BBC greinir frá. Meirihluti ríkisstjórnar Theresu May, 17 í heildina, hefur sagt af sér eða verið sagt upp störfum. Dominic Raab sem gegndi stöðu Brexit-málaráðherra í stjórn May var skipaður utanríkisráðherra og Priti Patel sem gegnt hefur stöðu alþjóða þróunarmálaráðherra var gerð að innanríkisráðherra í stjórn Johnson. Þá hefur fyrirrennari Patel í starfi innanríkisráðherra, Sajid Javid sem hafnaði í fjórða sæti í leiðtogakjöri flokksins verið skipaður fjármálaráðherra en hann hefur áður starfað innan þess málaflokks. Ben Wallace tekur við varnarmálaráðuneytinu af Penny Mordaunt en brotthvarf hennar þótti óvænt en hún er mikill stuðningsmaður Brexit og vinsæl á meðal flokksmanna. Tveir aðrir yfirlýstir Brexitarar, alþjóðviðskiptaráðherrann Liam Fox og Viðskiptaráðherrann Greg Clark voru einnig látnir yfirgefa skrifstofur sínar. Mordaunt, Fox og Clark studdu öll Jeremy Hunt, fyrrverandi utanríkisráðherra, í leiðtogakjörinu. Hunt sem varð annar í kjörinu segist hafa verið boðin önnur staða innan ríkisstjórnarinnar en kveðst hafa hafnað boði Johnson. Hunt sagði að eftir níu ár í ríkisstjórn sé komin tími til að draga sig úr sviðsljósinu og styðja forsætisráðherrann sem óbreyttur þingmaður.1/4 I would have been honoured to carry on my work at the FCO but understand the need for a new PM to choose his team. BJ kindly offered me another role but after 9 yrs in Cabinet & over 300 cab mtgs now is the time to return 2 backbenches from where PM will have my full support — Jeremy Hunt (@Jeremy_Hunt) July 24, 2019 Auk þeirra sem áður hafa verið talin upp hafa fleiri hætt eða verið sagt upp. Menntamálaráðherrann, Damian Hinds, Norður Írlands-málaráðherrann Karen Bradley, innflytjendamálaráðherrann Caroline Nokes, Menningarmálaráðherrann Jeremy Wright, samfélagsráðherrann James Brokenshire, samgöngumálaráðherrann Chris Grayling og Skotlandsmálaráðherrann David Mundell verður öllum skipt út. Þá höfðu Fjármálaráðherrann Philip Hammond, Dómsmálaráðherrann David Gayke og ráðherrann David Lidington sagt af sér. BBC hefur eftir þingmanninum Nigel Evans að aðgerðirnar í dag minni á stjórnmálalegt blóðbað. Ríkisstjórn May hafi verið stráfelld.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Thatcher með hamslaust hár Boris Johnson verður forsætisráðherra Bretlands í dag. Vann stórsigur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Líkurnar á samningslausri, og dýrri, útgöngu úr ESB aukast með kjöri Johnsons. Donald Trump fagnar. 24. júlí 2019 07:00 Heitir því að Bretar gangi úr ESB í lok október í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra Boris Johnson fór um víðan völl í fyrsta ávarpi sínu sem forsætisráðherra til bresku þjóðarinnar. Hann boðaði mikla útgjaldaaukningu ríkissjóðs og lofaði því að Bretar færu úr Evrópusambandinu í haust. 24. júlí 2019 16:21 Evrópsku blöðin um ris Johnson: „Trúðurinn sem vildi verða konungur“ Fjölmiðlar í Evrópu furða sig á að Boris Johnson sé við það að verða forsætisráðherra Bretlands. 24. júlí 2019 10:22 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Fleiri fréttir Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Sjá meira
Thatcher með hamslaust hár Boris Johnson verður forsætisráðherra Bretlands í dag. Vann stórsigur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Líkurnar á samningslausri, og dýrri, útgöngu úr ESB aukast með kjöri Johnsons. Donald Trump fagnar. 24. júlí 2019 07:00
Heitir því að Bretar gangi úr ESB í lok október í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra Boris Johnson fór um víðan völl í fyrsta ávarpi sínu sem forsætisráðherra til bresku þjóðarinnar. Hann boðaði mikla útgjaldaaukningu ríkissjóðs og lofaði því að Bretar færu úr Evrópusambandinu í haust. 24. júlí 2019 16:21
Evrópsku blöðin um ris Johnson: „Trúðurinn sem vildi verða konungur“ Fjölmiðlar í Evrópu furða sig á að Boris Johnson sé við það að verða forsætisráðherra Bretlands. 24. júlí 2019 10:22
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent