Enski boltinn

Hundurinn hans Sturridge fundinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Daniel Sturridge fagnar sigri Liverpool í Meistaradeildinni en hann fagnaði örugglega vel þegar hundurinn hans kom í leitirnar.
Daniel Sturridge fagnar sigri Liverpool í Meistaradeildinni en hann fagnaði örugglega vel þegar hundurinn hans kom í leitirnar. Vísir/Getty
Daniel Sturridge getur tekið gleði sína á ný eftir að hundurinn hans Lucci er kominn í leitirnar.

Þessi Evrópumeistari með Liverpool liðinu á síðasta tímabili er að leita sér að nýju félagi eftir að samningur hans rann út. Sumarfríið hefur hins vegar ekki gengið nægilega vel.

Innbrotsþjófar brutu sér leið inn inn í sumarhús Sturridge í Los Angeles þar sem kappinn er í fríi og stálu ýmislegu þar á meðal hundinum Lucci sem er af Pomeranian-kyni.

Sturridge birti myndband af sjálfum sér í húsinu þar sem sést brotin glerhurð og er augljóst að framherjinn er í miklu uppnámi. „Ég borga hvað sem er fyrir að fá hann aftur. Hver gerir svona? Brýst inn í hús og stelur hundi. Mér er fúlasta alvara. Ég geri hvað sem er til að fá hundinn minn aftur,“ segir Daniel Sturridge.

Daniel Sturridge bauð síðan fimm milljónir í fundarlaun fyrir þennan stórmerkilega hund sem er með sinn eigin Instagram-reikning sem nokkur þúsund manns fylgja.  





Bandaríska sjónvarpsstöðin ABC News sagði frá því að hundurinn sé fundinn og kominn aftur í hendur Daniel Sturridge.

Lögreglan í Los Angeles fann Lucci í morgun, að bandarískum tíma, og handtók engan.

Allt bendir til þess að fólkið sem var með hundinn hafi ekkert komið við sögu í innbrotinu.








Tengdar fréttir

Býður fimm milljóna króna verðlaunafé fyrir Lucci

Daniel Sturridge, fyrrverandi leikmaður Liverpool, er tilbúinn að gera hvað sem er til að fá hundinn sinn, Lucci, aftur. Brotist var inn í sumarhús Sturridge í Los Angeles þar sem kappinn er í fríi og ýmsu stolið, þar á meðal hinum krúttlega Lucci sem er af Pomeranian-kyni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×