Sálin seld fyrir góð staffapartí Steinunn Ólína skrifar 12. júlí 2019 07:00 Það er sérkennilegt þetta fólk sem vinnur hjá Útlendingastofnun. Hvernig er hægt að vakna á morgnana, bursta tennurnar, kyssa börnin, fara í vinnuna og gerast sálarlaus djöfull? Skilja mennskuna eftir á bílastæðinu og setjast við og afgreiða mál hælisleitanda eins og engin mannleg taug sé eftir í því? Hvers konar manneskjur eru það sem láta bjóða sér að framkvæma eftir fáránlegum skrifræðisreglum, þvert á þá eðlislægu hvöt manneskjunnar að vilja öðrum vel og vilja vernda aðra frá því að þjást. Hvað gerir það fyrir mannsandann? Ég hef heyrt starfsmenn ÚTL væla yfir því að þeir séu bara að vinna vinnuna sína. Ef hægt er að biðja fólk um að starfa eftir fáránlega ómanneskjulegum lögum, hvað er ÞÁ hægt að fá fólk til að gera? Myndi það berja aðra manneskju ef starfslýsingin innbæri slíkt? Hvar eru mörkin? Það er öllum lífsnauðsynlegt að eiga í sig og á og til þess þarf fólk að afla tekna, en andskotakornið, að fyrir skitin mánaðarlaun – láta hafa sig í það að ljúga framan í almenning í fréttum að það sé boðlegt að senda fólk í flóttamannabúðir til Grikklands þar sem aðbúnaður er hræðilegur, hvernig er það bara hægt? Hvernig er hægt að láta vinnuveitanda svipta sig mannkærleikanum og sjálfsvirðingunni og myndi starfslið ÚTL vilja að þeirra mál væru afgreidd með sama hætti? Þessu er auðsvarað. Nei. Starfsfólk ÚTL á ekki að láta bjóða sér að starfa eftir því vinnulagi sem krafist er af því. 100 milljónir fær ÚTL til að ráða fleira starfsfólk á árinu. Hversu margir eru tilbúnir að afla tekna við að senda saklaust fólk út í opinn dauðann? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Steinunn Ólína Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Sjá meira
Það er sérkennilegt þetta fólk sem vinnur hjá Útlendingastofnun. Hvernig er hægt að vakna á morgnana, bursta tennurnar, kyssa börnin, fara í vinnuna og gerast sálarlaus djöfull? Skilja mennskuna eftir á bílastæðinu og setjast við og afgreiða mál hælisleitanda eins og engin mannleg taug sé eftir í því? Hvers konar manneskjur eru það sem láta bjóða sér að framkvæma eftir fáránlegum skrifræðisreglum, þvert á þá eðlislægu hvöt manneskjunnar að vilja öðrum vel og vilja vernda aðra frá því að þjást. Hvað gerir það fyrir mannsandann? Ég hef heyrt starfsmenn ÚTL væla yfir því að þeir séu bara að vinna vinnuna sína. Ef hægt er að biðja fólk um að starfa eftir fáránlega ómanneskjulegum lögum, hvað er ÞÁ hægt að fá fólk til að gera? Myndi það berja aðra manneskju ef starfslýsingin innbæri slíkt? Hvar eru mörkin? Það er öllum lífsnauðsynlegt að eiga í sig og á og til þess þarf fólk að afla tekna, en andskotakornið, að fyrir skitin mánaðarlaun – láta hafa sig í það að ljúga framan í almenning í fréttum að það sé boðlegt að senda fólk í flóttamannabúðir til Grikklands þar sem aðbúnaður er hræðilegur, hvernig er það bara hægt? Hvernig er hægt að láta vinnuveitanda svipta sig mannkærleikanum og sjálfsvirðingunni og myndi starfslið ÚTL vilja að þeirra mál væru afgreidd með sama hætti? Þessu er auðsvarað. Nei. Starfsfólk ÚTL á ekki að láta bjóða sér að starfa eftir því vinnulagi sem krafist er af því. 100 milljónir fær ÚTL til að ráða fleira starfsfólk á árinu. Hversu margir eru tilbúnir að afla tekna við að senda saklaust fólk út í opinn dauðann?
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar