Heimilislaust fólk í tjöldum víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu: „Stærsti hópurinn er ungt heimilislaust fólk“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 13. júlí 2019 19:00 Heimilislaust fólk hefur komið sér fyrir í tjöldum víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu þar sem það hefur ekki fengið sértækt búsetuúrræði hjá borginni né öðrum sveitarfélögum. Verkefnastýra hjá Rauða krossinum segir þetta ungt fólk með erfiðan vímuefnavanda. Sumir hafi verið heimilislausir frá því þeir hættu að tilheyra barnaverndarkerfinu, 18 ára. Um ræðir tvo hópa að sögn Svölu Jóhannesdóttur, verkefnastýru hjá Frú Ragnheiði, skaðaminnkunarverkefnis á vegum Rauða krossins. Annars vegar er um að ræða fólk hefur verið heimilislaust í mörg ár. „Og er þá búið að vera að nýta Konukot og gistiskýlið í mörg ár og eru þá að nýta sumartímann til að komast í ró og næði og fá að vera í friði. En stærsti hópurinn sem er núna búsettur í tjöldum á höfuðborgarsvæðinu er ungt heimilislaust fólk,“ segir Svala. Flestir séu á aldrinum nítján til tuttugu og sex ára og með mikinn vímuefnavanda. „Sumir eru með geðraskanir og geðsjúkdóma. Margir eru búnir að vera heimilislausir í nokkur ár og sumir allt frá því að þeir komu út úr barnaverndarkerfinu, 18 ára,“ segir Svala. Frá því í byrjun maí hefur frú Ragnheiður útvegað um tuttugu manns tjöldum og útdeilt um fjörutíu svefnpokum. Svala segir mikilvægt að þeir sem búi í tjöldunum séu í góðu sambandi við Frú Ragnheiði. „Við hringjum stundum í þau og bjóðum þeim að koma til okkar. Þau eru þá fyrst og fremst að sækja heilbrigðisþjónustuna og þau eru að fá mat og næringu hjá okkur. Þau eru að skila af sér notuðum búningi og fá nýjan. Þau eru líka að fá hlý föt og annan útilegubúnað,“ segir Svala. Hún segir að flestir séu með virka umsókn um sértækt búsetuúrræði hjá Reykjavíkurborg. „Það er í raun bara ekki til nógu mikið af félagslegu húsnæði og sértækri búsetu fyrir þennan unga hóp,“ segir Svala. Til standi að opna neyðarathvarf fyrir unga karlmenn á árinu sem sé mikilvæg viðbót í þjónustu við hópinn. Svala segir mikilvægt að öll sveitarfélögin hugi að málum heimilislausra. Það sé sorglegt að veikt fólk þurfi að búa í tjöldum. „Það er í raun það versta sem samfélag getur gert fólki er að gera það heimilislaust því allur vandi einstaklingsins eykst svo mikið,“ segir Svala. Félagsmál Fíkn Reykjavík Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Heimilislaust fólk hefur komið sér fyrir í tjöldum víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu þar sem það hefur ekki fengið sértækt búsetuúrræði hjá borginni né öðrum sveitarfélögum. Verkefnastýra hjá Rauða krossinum segir þetta ungt fólk með erfiðan vímuefnavanda. Sumir hafi verið heimilislausir frá því þeir hættu að tilheyra barnaverndarkerfinu, 18 ára. Um ræðir tvo hópa að sögn Svölu Jóhannesdóttur, verkefnastýru hjá Frú Ragnheiði, skaðaminnkunarverkefnis á vegum Rauða krossins. Annars vegar er um að ræða fólk hefur verið heimilislaust í mörg ár. „Og er þá búið að vera að nýta Konukot og gistiskýlið í mörg ár og eru þá að nýta sumartímann til að komast í ró og næði og fá að vera í friði. En stærsti hópurinn sem er núna búsettur í tjöldum á höfuðborgarsvæðinu er ungt heimilislaust fólk,“ segir Svala. Flestir séu á aldrinum nítján til tuttugu og sex ára og með mikinn vímuefnavanda. „Sumir eru með geðraskanir og geðsjúkdóma. Margir eru búnir að vera heimilislausir í nokkur ár og sumir allt frá því að þeir komu út úr barnaverndarkerfinu, 18 ára,“ segir Svala. Frá því í byrjun maí hefur frú Ragnheiður útvegað um tuttugu manns tjöldum og útdeilt um fjörutíu svefnpokum. Svala segir mikilvægt að þeir sem búi í tjöldunum séu í góðu sambandi við Frú Ragnheiði. „Við hringjum stundum í þau og bjóðum þeim að koma til okkar. Þau eru þá fyrst og fremst að sækja heilbrigðisþjónustuna og þau eru að fá mat og næringu hjá okkur. Þau eru að skila af sér notuðum búningi og fá nýjan. Þau eru líka að fá hlý föt og annan útilegubúnað,“ segir Svala. Hún segir að flestir séu með virka umsókn um sértækt búsetuúrræði hjá Reykjavíkurborg. „Það er í raun bara ekki til nógu mikið af félagslegu húsnæði og sértækri búsetu fyrir þennan unga hóp,“ segir Svala. Til standi að opna neyðarathvarf fyrir unga karlmenn á árinu sem sé mikilvæg viðbót í þjónustu við hópinn. Svala segir mikilvægt að öll sveitarfélögin hugi að málum heimilislausra. Það sé sorglegt að veikt fólk þurfi að búa í tjöldum. „Það er í raun það versta sem samfélag getur gert fólki er að gera það heimilislaust því allur vandi einstaklingsins eykst svo mikið,“ segir Svala.
Félagsmál Fíkn Reykjavík Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira