Heimilislaust fólk í tjöldum víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu: „Stærsti hópurinn er ungt heimilislaust fólk“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 13. júlí 2019 19:00 Heimilislaust fólk hefur komið sér fyrir í tjöldum víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu þar sem það hefur ekki fengið sértækt búsetuúrræði hjá borginni né öðrum sveitarfélögum. Verkefnastýra hjá Rauða krossinum segir þetta ungt fólk með erfiðan vímuefnavanda. Sumir hafi verið heimilislausir frá því þeir hættu að tilheyra barnaverndarkerfinu, 18 ára. Um ræðir tvo hópa að sögn Svölu Jóhannesdóttur, verkefnastýru hjá Frú Ragnheiði, skaðaminnkunarverkefnis á vegum Rauða krossins. Annars vegar er um að ræða fólk hefur verið heimilislaust í mörg ár. „Og er þá búið að vera að nýta Konukot og gistiskýlið í mörg ár og eru þá að nýta sumartímann til að komast í ró og næði og fá að vera í friði. En stærsti hópurinn sem er núna búsettur í tjöldum á höfuðborgarsvæðinu er ungt heimilislaust fólk,“ segir Svala. Flestir séu á aldrinum nítján til tuttugu og sex ára og með mikinn vímuefnavanda. „Sumir eru með geðraskanir og geðsjúkdóma. Margir eru búnir að vera heimilislausir í nokkur ár og sumir allt frá því að þeir komu út úr barnaverndarkerfinu, 18 ára,“ segir Svala. Frá því í byrjun maí hefur frú Ragnheiður útvegað um tuttugu manns tjöldum og útdeilt um fjörutíu svefnpokum. Svala segir mikilvægt að þeir sem búi í tjöldunum séu í góðu sambandi við Frú Ragnheiði. „Við hringjum stundum í þau og bjóðum þeim að koma til okkar. Þau eru þá fyrst og fremst að sækja heilbrigðisþjónustuna og þau eru að fá mat og næringu hjá okkur. Þau eru að skila af sér notuðum búningi og fá nýjan. Þau eru líka að fá hlý föt og annan útilegubúnað,“ segir Svala. Hún segir að flestir séu með virka umsókn um sértækt búsetuúrræði hjá Reykjavíkurborg. „Það er í raun bara ekki til nógu mikið af félagslegu húsnæði og sértækri búsetu fyrir þennan unga hóp,“ segir Svala. Til standi að opna neyðarathvarf fyrir unga karlmenn á árinu sem sé mikilvæg viðbót í þjónustu við hópinn. Svala segir mikilvægt að öll sveitarfélögin hugi að málum heimilislausra. Það sé sorglegt að veikt fólk þurfi að búa í tjöldum. „Það er í raun það versta sem samfélag getur gert fólki er að gera það heimilislaust því allur vandi einstaklingsins eykst svo mikið,“ segir Svala. Félagsmál Fíkn Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Heimilislaust fólk hefur komið sér fyrir í tjöldum víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu þar sem það hefur ekki fengið sértækt búsetuúrræði hjá borginni né öðrum sveitarfélögum. Verkefnastýra hjá Rauða krossinum segir þetta ungt fólk með erfiðan vímuefnavanda. Sumir hafi verið heimilislausir frá því þeir hættu að tilheyra barnaverndarkerfinu, 18 ára. Um ræðir tvo hópa að sögn Svölu Jóhannesdóttur, verkefnastýru hjá Frú Ragnheiði, skaðaminnkunarverkefnis á vegum Rauða krossins. Annars vegar er um að ræða fólk hefur verið heimilislaust í mörg ár. „Og er þá búið að vera að nýta Konukot og gistiskýlið í mörg ár og eru þá að nýta sumartímann til að komast í ró og næði og fá að vera í friði. En stærsti hópurinn sem er núna búsettur í tjöldum á höfuðborgarsvæðinu er ungt heimilislaust fólk,“ segir Svala. Flestir séu á aldrinum nítján til tuttugu og sex ára og með mikinn vímuefnavanda. „Sumir eru með geðraskanir og geðsjúkdóma. Margir eru búnir að vera heimilislausir í nokkur ár og sumir allt frá því að þeir komu út úr barnaverndarkerfinu, 18 ára,“ segir Svala. Frá því í byrjun maí hefur frú Ragnheiður útvegað um tuttugu manns tjöldum og útdeilt um fjörutíu svefnpokum. Svala segir mikilvægt að þeir sem búi í tjöldunum séu í góðu sambandi við Frú Ragnheiði. „Við hringjum stundum í þau og bjóðum þeim að koma til okkar. Þau eru þá fyrst og fremst að sækja heilbrigðisþjónustuna og þau eru að fá mat og næringu hjá okkur. Þau eru að skila af sér notuðum búningi og fá nýjan. Þau eru líka að fá hlý föt og annan útilegubúnað,“ segir Svala. Hún segir að flestir séu með virka umsókn um sértækt búsetuúrræði hjá Reykjavíkurborg. „Það er í raun bara ekki til nógu mikið af félagslegu húsnæði og sértækri búsetu fyrir þennan unga hóp,“ segir Svala. Til standi að opna neyðarathvarf fyrir unga karlmenn á árinu sem sé mikilvæg viðbót í þjónustu við hópinn. Svala segir mikilvægt að öll sveitarfélögin hugi að málum heimilislausra. Það sé sorglegt að veikt fólk þurfi að búa í tjöldum. „Það er í raun það versta sem samfélag getur gert fólki er að gera það heimilislaust því allur vandi einstaklingsins eykst svo mikið,“ segir Svala.
Félagsmál Fíkn Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira