Óskiljanlegt að Akureyringar séu innan við 50 þúsund Hjörleifur Hallgrímsson og skrifa 15. júlí 2019 07:00 Ágætt viðtal við frú Ásthildi Sturludóttur, nýjan bæjarstjóra á Akureyri, birtist í Mbl.is fyrir skömmu. Frú Ásthildur tekur m.a. fram að á fyrstu þremur mánuðum þessa árs hafi landsmönnum fjölgað um 0,7% en aðeins um 0,2% á Akureyri og er raunar hissa á að eftir 9 mánaða búsetu hér að Akureyringar séu ekki orðnir 50 þúsund. Já, glöggt er gests augað. Skipulag segir hún er gott hjá bænum og embættismannakerfið sterkt, en ég undirritaður vil bæta við að alltaf er misjafn sauður í mörgu fé. En Akureyri er yndislega fallegur bær og veðursæld mikil og að auki nokkuð gott mannlíf. En hvað er þá að, að þessi fallegi bær geti ekki blómstrað og bætt við sig íbúum? Réttilega finnst bæjarstjóranum nýja einkennilegt að ekki skuli vera hér fleiri íbúar og eru það orð að sönnu, en lítum okkur nær. Hér á undanförnum árum hefur verið um að ræða misviturt fólk í bæjarstjórn, sem hefur jafnvel verið staðið að því að þvarga um allt og ekki neitt og lítill afrakstur orðið af nytsamlegum aðgerðum. Hér hafa verið allt of margir kóngar misvitrir en ekki með neina kórónu á höfði og fá trúlega aldrei. Ég hef áður komið inn á og tekið dæmi um að einstaklingar hafa verið hraktir úr bænum fyrir tóma vitleysu og er skemmst að minnast hjóna, sem voru búin að búa í húsi sínu í um 30 ár og voru hrakin til Hafnarfjarðar. Annað dæmi er um mann, sem var sóttur á sinn vinnustað, hrakinn úr starfi og fékk ekki vinnu eftir það og allt fyrir að túlka orð Biblíunnar í opinberum fjölmiðli. Þá er til dæmi um að íbúum hafi verið gróflega mismunað í sambandi við væntanlega byggingu á lóð sinni og allt að því lagðir í einelti. Grenndarkynning fór fram og innan við helmingur í nágrenninu var á móti byggingu á lóðinni og bar við bílastæðaleysi. Á annarri lóð var engin grenndarkynning enda ekki næg bílastæði og á þeirri þriðju ekkert gert í að 80% nærliggjandi íbúa mótmæltu fyrirhugaðri byggingu. Og fleira kemur til gagnvart búsetu í bænum, sem ekki er fýsilegt fyrir aðkomufólk. Skólamál og þar með talin leikskólamál hafa verið í slíkum ólestri að skólastjóri einn hefur kvartað sáran og fólk hefur ekki fengið pláss fyrir börn sín og annað hvort farið í nærliggjandi sveitarfélög eða bara alls ekki flutt í bæinn. Mikið hefur verið rætt og ritað um nauðsynlega stækkun á flugstöðinni hér ekki síst eftir að erlend ferðaskrifstofa kom á flugferðum hingað með ferðamenn helst tvisvar í viku. Athafnamaður hér í bæ hefur boðist til að reisa viðbygginguna og lána ríkinu, en lítið hefur frést af málinu nú um stundir. Hvað neyðarlegast er, er að NA-kjördæmi er með 10 þingmenn og þar af einn ráðherra, en hann er upptekinn við að skipuleggja innflutning á hráu kjöti þótt læknar og aðrir þeir, sem vit hafa á séu alfarið á móti því sökum alvarlegrar sýkingarhættu. Já, frú bæjarstjóri, Ásthildur Sturludóttir, það þarf víða að taka til hendinni svo að draumur þinn um 50 þúsund íbúa rætist.Höfundur er fæddur og uppalinn Akureyringur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ágætt viðtal við frú Ásthildi Sturludóttur, nýjan bæjarstjóra á Akureyri, birtist í Mbl.is fyrir skömmu. Frú Ásthildur tekur m.a. fram að á fyrstu þremur mánuðum þessa árs hafi landsmönnum fjölgað um 0,7% en aðeins um 0,2% á Akureyri og er raunar hissa á að eftir 9 mánaða búsetu hér að Akureyringar séu ekki orðnir 50 þúsund. Já, glöggt er gests augað. Skipulag segir hún er gott hjá bænum og embættismannakerfið sterkt, en ég undirritaður vil bæta við að alltaf er misjafn sauður í mörgu fé. En Akureyri er yndislega fallegur bær og veðursæld mikil og að auki nokkuð gott mannlíf. En hvað er þá að, að þessi fallegi bær geti ekki blómstrað og bætt við sig íbúum? Réttilega finnst bæjarstjóranum nýja einkennilegt að ekki skuli vera hér fleiri íbúar og eru það orð að sönnu, en lítum okkur nær. Hér á undanförnum árum hefur verið um að ræða misviturt fólk í bæjarstjórn, sem hefur jafnvel verið staðið að því að þvarga um allt og ekki neitt og lítill afrakstur orðið af nytsamlegum aðgerðum. Hér hafa verið allt of margir kóngar misvitrir en ekki með neina kórónu á höfði og fá trúlega aldrei. Ég hef áður komið inn á og tekið dæmi um að einstaklingar hafa verið hraktir úr bænum fyrir tóma vitleysu og er skemmst að minnast hjóna, sem voru búin að búa í húsi sínu í um 30 ár og voru hrakin til Hafnarfjarðar. Annað dæmi er um mann, sem var sóttur á sinn vinnustað, hrakinn úr starfi og fékk ekki vinnu eftir það og allt fyrir að túlka orð Biblíunnar í opinberum fjölmiðli. Þá er til dæmi um að íbúum hafi verið gróflega mismunað í sambandi við væntanlega byggingu á lóð sinni og allt að því lagðir í einelti. Grenndarkynning fór fram og innan við helmingur í nágrenninu var á móti byggingu á lóðinni og bar við bílastæðaleysi. Á annarri lóð var engin grenndarkynning enda ekki næg bílastæði og á þeirri þriðju ekkert gert í að 80% nærliggjandi íbúa mótmæltu fyrirhugaðri byggingu. Og fleira kemur til gagnvart búsetu í bænum, sem ekki er fýsilegt fyrir aðkomufólk. Skólamál og þar með talin leikskólamál hafa verið í slíkum ólestri að skólastjóri einn hefur kvartað sáran og fólk hefur ekki fengið pláss fyrir börn sín og annað hvort farið í nærliggjandi sveitarfélög eða bara alls ekki flutt í bæinn. Mikið hefur verið rætt og ritað um nauðsynlega stækkun á flugstöðinni hér ekki síst eftir að erlend ferðaskrifstofa kom á flugferðum hingað með ferðamenn helst tvisvar í viku. Athafnamaður hér í bæ hefur boðist til að reisa viðbygginguna og lána ríkinu, en lítið hefur frést af málinu nú um stundir. Hvað neyðarlegast er, er að NA-kjördæmi er með 10 þingmenn og þar af einn ráðherra, en hann er upptekinn við að skipuleggja innflutning á hráu kjöti þótt læknar og aðrir þeir, sem vit hafa á séu alfarið á móti því sökum alvarlegrar sýkingarhættu. Já, frú bæjarstjóri, Ásthildur Sturludóttir, það þarf víða að taka til hendinni svo að draumur þinn um 50 þúsund íbúa rætist.Höfundur er fæddur og uppalinn Akureyringur.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun