Alan Turing heiðraður á breskum peningaseðlum Kjartan Kjartansson skrifar 15. júlí 2019 10:39 Svona gæti nýi fimmtíu punda seðillinn með ásjónu Turing litið út. Seðillinn verður síðasti pappírsseðillinn sem skipt verður út fyrir plastseðla. Vísir/EPA Seðlabanki Englands hefur tilkynnt að Alan Turing, frumkvöðull í tölvunarfræði og hetja Bretlands úr síðari heimsstyrjöldinni, verði á fimmtíu punda peningaseðli sem gefinn verður út árið 2021. Turing leysti dulmál nasista í stríðinu en sætti ofsóknum yfirvalda í heimalandinu vegna kynhneigðar sinnar. Ákveðið hafði verið að andlit vísindamanns myndi skreyta fimmtíu punda seðilinn. Hafði Turing betur gegn öðrum þekktum breskum vísindamönnum eins og Rosalind Franklind, William Herschel og Stephen Hawking, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Turing hefur stundum verið nefndur faðir tölvunarfræðinnar. Lék hann lykilhlutverk í þróun fyrstu tölvanna. Þá er talið að hann hafi bjargað þúsundum mannslífa með því að leysa dulmál sem þýski sjóherinn notaði í síðari heimsstyrjöldinni og skipum bandamanna þannig frá því að verða þýskum kafbátum að bráð.Örlög Turing eftir stríð voru þó ömurleg. Árið 1952 var hann dæmdur fyrir „gróf velsæmisbrot“ vegna þess að hann var samkynhneigður. Bresk yfirvöld vönuðu Turing með lyfjagjöf. Hann stytti sér aldur tveimur árum síðar. Bresk stjórnvöld báðust formlega afsökunar á meðferðinni á Turing árið 2009 og var hann náðaður af drottningunni árið 2013. Bretland Hinsegin Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Seðlabanki Englands hefur tilkynnt að Alan Turing, frumkvöðull í tölvunarfræði og hetja Bretlands úr síðari heimsstyrjöldinni, verði á fimmtíu punda peningaseðli sem gefinn verður út árið 2021. Turing leysti dulmál nasista í stríðinu en sætti ofsóknum yfirvalda í heimalandinu vegna kynhneigðar sinnar. Ákveðið hafði verið að andlit vísindamanns myndi skreyta fimmtíu punda seðilinn. Hafði Turing betur gegn öðrum þekktum breskum vísindamönnum eins og Rosalind Franklind, William Herschel og Stephen Hawking, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Turing hefur stundum verið nefndur faðir tölvunarfræðinnar. Lék hann lykilhlutverk í þróun fyrstu tölvanna. Þá er talið að hann hafi bjargað þúsundum mannslífa með því að leysa dulmál sem þýski sjóherinn notaði í síðari heimsstyrjöldinni og skipum bandamanna þannig frá því að verða þýskum kafbátum að bráð.Örlög Turing eftir stríð voru þó ömurleg. Árið 1952 var hann dæmdur fyrir „gróf velsæmisbrot“ vegna þess að hann var samkynhneigður. Bresk yfirvöld vönuðu Turing með lyfjagjöf. Hann stytti sér aldur tveimur árum síðar. Bresk stjórnvöld báðust formlega afsökunar á meðferðinni á Turing árið 2009 og var hann náðaður af drottningunni árið 2013.
Bretland Hinsegin Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira