ON átti ekki í viðskiptum við Hlöðu á meðan eigandinn starfaði hjá félaginu Ari Brynjólfsson skrifar 17. júlí 2019 06:00 ON segir tæknilegt viðhald á hleðslustöðvum krefjast mikillar sérþekkingar. Fréttablaðið/Valli Orka náttúrunnar segist ekki hafa átt í neinum viðskiptum við Hleðslu ehf. eftir að framkvæmdastjóri og einn eigandi fyrirtækisins hóf störf hjá ON. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku var Ólafur Davíð Guðmundsson, framkvæmdastjóri Hlöðu, ráðinn sem ráðgjafi til ON. Í bréfi sem ON sendi Fréttablaðinu segir að hann hafi verið ráðinn með stuttum fyrirvara eftir að tæknistjóri þurfti að fara frá tímabundið af persónulegum ástæðum. „Við þessu þurfti að bregðast hratt og finna einstakling með nauðsynlega þekkingu og réttindi til að tryggja rekstur og halda uppi þjónustu við viðskiptavini,“ segir í bréfinu. „Með mjög stuttum fyrirvara var fenginn ráðgjafi, sem jafnframt starfar hjá og er einn eigenda Hleðslu ehf., með framúrskarandi tæknilega þekkingu á hlöðum í tímabundið hlutastarf.“ Segir einnig að Ólafur Davíð hafi verið ráðinn sem ráðgjafi í tímabundið hlutastarf til þess að sinna viðhaldi og rekstri rafbílahleðslunets Orku náttúrunnar. ON hefur alls keypt 29 hleðslustöðvar af Hlöðu. Í fyrra pantaði ON sex hraðhleðslustöðvar og 22 hleðslustöðvar af fyrirtækinu. Í febrúar síðastliðnum pantaði ON eina hleðslustöð af Hlöðu. Líkt og Fréttablaðið sagði frá hafnaði Ólafur Davíð því að hafa beitt sér fyrir fyrirtækið í störfum sínum fyrir ON. Sama kemur fram í bréfinu. „Á þeim tíma sem hann hefur starfað fyrir ON sem ráðgjafi hafa önnur viðskipti við fyrirtækið ekki átt sér stað,“ segir í bréfi ON. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Samgöngur Tengdar fréttir Eigandi Hlöðu ráðinn sem ráðgjafi hjá ON Orka náttúrunnar réð framkvæmdastjóra og eiganda fyrirtækis sem selur hleðslustöðvar sem ráðgjafa og tæknistjóra hleðslustöðva. Ákvörðun var tekin af ON segir framkvæmdastjórinn. Hann hafi hins vegar aðeins sinnt viðhaldi. 11. júlí 2019 07:07 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Orka náttúrunnar segist ekki hafa átt í neinum viðskiptum við Hleðslu ehf. eftir að framkvæmdastjóri og einn eigandi fyrirtækisins hóf störf hjá ON. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku var Ólafur Davíð Guðmundsson, framkvæmdastjóri Hlöðu, ráðinn sem ráðgjafi til ON. Í bréfi sem ON sendi Fréttablaðinu segir að hann hafi verið ráðinn með stuttum fyrirvara eftir að tæknistjóri þurfti að fara frá tímabundið af persónulegum ástæðum. „Við þessu þurfti að bregðast hratt og finna einstakling með nauðsynlega þekkingu og réttindi til að tryggja rekstur og halda uppi þjónustu við viðskiptavini,“ segir í bréfinu. „Með mjög stuttum fyrirvara var fenginn ráðgjafi, sem jafnframt starfar hjá og er einn eigenda Hleðslu ehf., með framúrskarandi tæknilega þekkingu á hlöðum í tímabundið hlutastarf.“ Segir einnig að Ólafur Davíð hafi verið ráðinn sem ráðgjafi í tímabundið hlutastarf til þess að sinna viðhaldi og rekstri rafbílahleðslunets Orku náttúrunnar. ON hefur alls keypt 29 hleðslustöðvar af Hlöðu. Í fyrra pantaði ON sex hraðhleðslustöðvar og 22 hleðslustöðvar af fyrirtækinu. Í febrúar síðastliðnum pantaði ON eina hleðslustöð af Hlöðu. Líkt og Fréttablaðið sagði frá hafnaði Ólafur Davíð því að hafa beitt sér fyrir fyrirtækið í störfum sínum fyrir ON. Sama kemur fram í bréfinu. „Á þeim tíma sem hann hefur starfað fyrir ON sem ráðgjafi hafa önnur viðskipti við fyrirtækið ekki átt sér stað,“ segir í bréfi ON.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Samgöngur Tengdar fréttir Eigandi Hlöðu ráðinn sem ráðgjafi hjá ON Orka náttúrunnar réð framkvæmdastjóra og eiganda fyrirtækis sem selur hleðslustöðvar sem ráðgjafa og tæknistjóra hleðslustöðva. Ákvörðun var tekin af ON segir framkvæmdastjórinn. Hann hafi hins vegar aðeins sinnt viðhaldi. 11. júlí 2019 07:07 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Eigandi Hlöðu ráðinn sem ráðgjafi hjá ON Orka náttúrunnar réð framkvæmdastjóra og eiganda fyrirtækis sem selur hleðslustöðvar sem ráðgjafa og tæknistjóra hleðslustöðva. Ákvörðun var tekin af ON segir framkvæmdastjórinn. Hann hafi hins vegar aðeins sinnt viðhaldi. 11. júlí 2019 07:07