Kröftugar vaxtalækkanir hjá nýjum seðlabankastjóra? Birgir Haraldsson skrifar 17. júlí 2019 07:00 Íslenska hagkerfið er í niðursveiflu um þessar mundir eins og flestum er kunnugt um og hafa stjórnvöld og Seðlabankinn brugðist við með inngripum til að milda áfallið. Hvað varðar Seðlabankann þá hefur peningastefnunefndin lækkað vexti um 0,75 prósentur í tveimur skrefum síðan seint í maí. Þessi stefnubreyting, en bankinn hækkaði vexti í nóvember á síðasta ári, er að mestu drifin af versnandi efnahagsaðstæðum eftir fall WOW air í lok mars ásamt mildari kjarasamningum en vænst var í byrjun apríl. Meginvextir Seðlabankans standa rétt við sögulegt lágmark í 3,75 prósentum eftir þessar lækkanir. Í ljósi þessa og eftir ágætis uppgang fjármálamarkaða þá má velta tvennu fyrir sér um miðbik ársins. Hvernig ætti nýr seðlabankastjóri sem verður skipaður í þessum mánuði að haga peningastefnunni á komandi misserum og hvernig gætu fjármálamarkaðir brugðist við þeirri framvindu? Þegar kemur að hagsveiflunni er ljóst að nýr seðlabankastjóri stendur frammi fyrir mikilli óvissu vegna efnahagslegra erfiðleika innanlands og erlendis. Hvað varðar íslenska hagkerfið þá er kólnun þess víðtækari en vandamál ferðaþjónustunnar ein og sér þar sem innlend eftirspurn hefur verið þróttlítil í talsverðan tíma. Leiðandi hagvísar halda áfram að versna og fyrirtæki sýna litla sem enga löngun í aukinn mannauð eða aðrar fjárfestingar. Á sama tíma bendir margt til þess að alþjóðahagkerfið sé í sinni veikustu stöðu í nærri sjö ár og hafa verðbólguvæntingar hríðlækkað undanfarið innan Bandaríkjanna og Evrusvæðisins. Svo lengi sem íslenskan krónan helst stöðug þá bendir því margt til þess að undirliggjandi verðbólguþrýstingur sé takmarkaður. Hvernig nýr seðlabankastjóri ætti að haga peningastefnunni á næstunni virðist því fyrst og fremst snúa að því hversu djúpur vaxtalækkunarferillinn á að vera og hversu hratt skal komast á endastöð. Það er vel hugsanlegt að meginvextir endi í 2,5 prósentum og að lækkunarferlið klárist á næstu níu til tólf mánuðum. Fyrst má nefna að ef verðbólguspá Seðlabankans gengur eftir með að ná 2,5% markmiðinu um mitt næsta ár þá þurfa vextir að lækka um 0,85 prósentur eingöngu til að tryggja að taumhald peningastefnunnar haldist óbreytt yfir tímabilið. Eðlilegt er að vænta kraftmeiri stuðnings en það í ljósi óvissunnar um skammtíma efnahagshorfur. Einnig gæti reynst auðveldara að vinda ofan af kröftugum, fyrirbyggjandi vaxtalækkunum ef þær reynast of skarpar þegar fram í sækir heldur en að missa frá sér niðursveifluna vegna ofurvarkárni. Reynslan erlendis frá síðastliðinn áratug hefur sýnt að oft hefur reynst erfitt að halda verðbólgu við markmið án þess að reiða sig á mikla gengislækkun; lítill áhugi er fyrir því hérlendis og því fellur það á vaxtastigið að vinna gegn þeim slaka sem nú hefur myndast. Með þetta í huga, þá væri það taktískt hjá nýjum seðlabankastjóra að lækka vexti um 0,5 prósentur á sínum fyrsta fundi í ágúst til að gefa skýr skilaboð um að efnahagslegri óvissu skuli eytt sem allra fyrst. Þessu væri hægt að fylgja eftir með þremur 0,25 prósenta lækkunum næstu tvo ársfjórðunga og þannig færa efnahagsbatann innan seilingar og fríska væntingar einkageirans sem enn eru talsvert lágar. Ef þessi sviðsmynd verður að veruleika þá ætti krafan á skuldabréfamarkaði að lækka enn frekar, álag ofan á ríki að færast niður fyrir banka og fyrirtæki, og hækkanir þessa árs á dreifðu hlutabréfasafni skráðra félaga með mikla innlenda starfsemi að halda áfram sínum takti. Þess vegna ætti ekki að líta fram hjá væntri peningastefnu nýs seðlabankastjóra og líkunum á frekari vaxtalækkunum þegar kemur að því að spá í framvindu fjármálamarkaða þó að skammtíma erfiðleikar plagi nú hagkerfið. Slík inngrip hafa tök á að stytta leiðina að efnahagsbatanum og færa okkur hratt að þeim hluta hagsveiflunnar sem hefur almennt reynst sterkur fyrir fjármálamarkaði.Höfundur er sérfræðingur í markaðsviðskiptum hjá Arctica Finance Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Haraldsson Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Íslenska hagkerfið er í niðursveiflu um þessar mundir eins og flestum er kunnugt um og hafa stjórnvöld og Seðlabankinn brugðist við með inngripum til að milda áfallið. Hvað varðar Seðlabankann þá hefur peningastefnunefndin lækkað vexti um 0,75 prósentur í tveimur skrefum síðan seint í maí. Þessi stefnubreyting, en bankinn hækkaði vexti í nóvember á síðasta ári, er að mestu drifin af versnandi efnahagsaðstæðum eftir fall WOW air í lok mars ásamt mildari kjarasamningum en vænst var í byrjun apríl. Meginvextir Seðlabankans standa rétt við sögulegt lágmark í 3,75 prósentum eftir þessar lækkanir. Í ljósi þessa og eftir ágætis uppgang fjármálamarkaða þá má velta tvennu fyrir sér um miðbik ársins. Hvernig ætti nýr seðlabankastjóri sem verður skipaður í þessum mánuði að haga peningastefnunni á komandi misserum og hvernig gætu fjármálamarkaðir brugðist við þeirri framvindu? Þegar kemur að hagsveiflunni er ljóst að nýr seðlabankastjóri stendur frammi fyrir mikilli óvissu vegna efnahagslegra erfiðleika innanlands og erlendis. Hvað varðar íslenska hagkerfið þá er kólnun þess víðtækari en vandamál ferðaþjónustunnar ein og sér þar sem innlend eftirspurn hefur verið þróttlítil í talsverðan tíma. Leiðandi hagvísar halda áfram að versna og fyrirtæki sýna litla sem enga löngun í aukinn mannauð eða aðrar fjárfestingar. Á sama tíma bendir margt til þess að alþjóðahagkerfið sé í sinni veikustu stöðu í nærri sjö ár og hafa verðbólguvæntingar hríðlækkað undanfarið innan Bandaríkjanna og Evrusvæðisins. Svo lengi sem íslenskan krónan helst stöðug þá bendir því margt til þess að undirliggjandi verðbólguþrýstingur sé takmarkaður. Hvernig nýr seðlabankastjóri ætti að haga peningastefnunni á næstunni virðist því fyrst og fremst snúa að því hversu djúpur vaxtalækkunarferillinn á að vera og hversu hratt skal komast á endastöð. Það er vel hugsanlegt að meginvextir endi í 2,5 prósentum og að lækkunarferlið klárist á næstu níu til tólf mánuðum. Fyrst má nefna að ef verðbólguspá Seðlabankans gengur eftir með að ná 2,5% markmiðinu um mitt næsta ár þá þurfa vextir að lækka um 0,85 prósentur eingöngu til að tryggja að taumhald peningastefnunnar haldist óbreytt yfir tímabilið. Eðlilegt er að vænta kraftmeiri stuðnings en það í ljósi óvissunnar um skammtíma efnahagshorfur. Einnig gæti reynst auðveldara að vinda ofan af kröftugum, fyrirbyggjandi vaxtalækkunum ef þær reynast of skarpar þegar fram í sækir heldur en að missa frá sér niðursveifluna vegna ofurvarkárni. Reynslan erlendis frá síðastliðinn áratug hefur sýnt að oft hefur reynst erfitt að halda verðbólgu við markmið án þess að reiða sig á mikla gengislækkun; lítill áhugi er fyrir því hérlendis og því fellur það á vaxtastigið að vinna gegn þeim slaka sem nú hefur myndast. Með þetta í huga, þá væri það taktískt hjá nýjum seðlabankastjóra að lækka vexti um 0,5 prósentur á sínum fyrsta fundi í ágúst til að gefa skýr skilaboð um að efnahagslegri óvissu skuli eytt sem allra fyrst. Þessu væri hægt að fylgja eftir með þremur 0,25 prósenta lækkunum næstu tvo ársfjórðunga og þannig færa efnahagsbatann innan seilingar og fríska væntingar einkageirans sem enn eru talsvert lágar. Ef þessi sviðsmynd verður að veruleika þá ætti krafan á skuldabréfamarkaði að lækka enn frekar, álag ofan á ríki að færast niður fyrir banka og fyrirtæki, og hækkanir þessa árs á dreifðu hlutabréfasafni skráðra félaga með mikla innlenda starfsemi að halda áfram sínum takti. Þess vegna ætti ekki að líta fram hjá væntri peningastefnu nýs seðlabankastjóra og líkunum á frekari vaxtalækkunum þegar kemur að því að spá í framvindu fjármálamarkaða þó að skammtíma erfiðleikar plagi nú hagkerfið. Slík inngrip hafa tök á að stytta leiðina að efnahagsbatanum og færa okkur hratt að þeim hluta hagsveiflunnar sem hefur almennt reynst sterkur fyrir fjármálamarkaði.Höfundur er sérfræðingur í markaðsviðskiptum hjá Arctica Finance
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun