Klopp staðfestir hvenær Mo, Bobby og Alisson koma til baka í Liverpool liðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2019 10:30 Lykilleikmenn Liverpool talið frá vinstri: Fabinho, Roberto Firmino, Andrew Robertson, Mohamed Salah, Sadio Mane, Divock Origi, Virgil van Dijk, Trent Alexander-Arnold, Joel Matip, Georginio Wijnaldum og Alisson. Getty/Michael Regan Mohamed Salah, Roberto Firmino og Alisson Becker voru allir í lykilhlutverkum með Liverpool liðinu á Evrópumeistaratímabilinu og eru ekki komnir aftur til æfinga eftir sumarfrí. Jürgen Klopp staðfesti í gær hvenær þessir öflugu leikmenn koma til móts við liðið á ný. Roberto Firmino og Alisson Becker hjálpuðu brasilíska landsliðinu að vinna Suðurameríkukeppnina og Mohamed Salah var að spila með egypska landsliðinu í Afríkukeppninni. Sadio Mané er síðan enn að spila með Senegal sem er komið alla leið í úrslitaleik Afríkukeppninnar. Það má búast við því að Mané missi af upphafi tímabilsins en hinir þrír ættu að vera klárir fyrir fyrsta leik. Liverpool er þessa dagana í æfingaferð til Bandaríkjanna þar sem liðið spilar þrjá leiki. Liðið mætir þar Dortmund, Sevilla og Sporting áður en liðið flýgur aftur til Evrópu. Jürgen Klopp staðfesti í gær að Mohamed Salah, Roberto Firmino og Alisson Becker verði allir komnir til móts við hópinn fyrir æfingabúðirnar í Evian í Frakklandi. „Mo og Brasilíumennirnir verða komnir til okkar áður við förum til Evian,“ sagði Jürgen Klopp við heimasíðu Liverpool. „Það mun þýða að við höfum þá viku þar til við mætum City í leiknum um Samfélagsskjöldinn, góða tólf daga fyrir fyrsta deildarleikinn á móti Norwich og síðan fimmtán eða sextán daga fyrir leikinn á móti Chelsea um Ofurbikar Evrópu,“ sagði Klopp. „Þeir þurftu að fá þriggja vikna frí og við sögðum þeim að taka sér það. Ég veit samt að þeir eru byrjaðir að æfa sjálfir. Það hefði verið best að fá þá aftur eftir eina viku en það hefði ekki verið neitt vit í því. Þeir fá því þessar þrjár vikur en svo koma þeir og klára undirbúningstímabilið með okkur,“ sagði Klopp. „Við munum skoða stöðuna á Sadio eftir úrslitaleikinn, hvernig honum líður og svona. Það verður erfitt fyrir hann að ná fyrsta leik. Tímabilið hans klárast aðeins sextán dögum áður en við mætum City. Við verðum að taka ákvörðun en höfum ekki tekið hana enn þá,“ sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Mohamed Salah, Roberto Firmino og Alisson Becker voru allir í lykilhlutverkum með Liverpool liðinu á Evrópumeistaratímabilinu og eru ekki komnir aftur til æfinga eftir sumarfrí. Jürgen Klopp staðfesti í gær hvenær þessir öflugu leikmenn koma til móts við liðið á ný. Roberto Firmino og Alisson Becker hjálpuðu brasilíska landsliðinu að vinna Suðurameríkukeppnina og Mohamed Salah var að spila með egypska landsliðinu í Afríkukeppninni. Sadio Mané er síðan enn að spila með Senegal sem er komið alla leið í úrslitaleik Afríkukeppninnar. Það má búast við því að Mané missi af upphafi tímabilsins en hinir þrír ættu að vera klárir fyrir fyrsta leik. Liverpool er þessa dagana í æfingaferð til Bandaríkjanna þar sem liðið spilar þrjá leiki. Liðið mætir þar Dortmund, Sevilla og Sporting áður en liðið flýgur aftur til Evrópu. Jürgen Klopp staðfesti í gær að Mohamed Salah, Roberto Firmino og Alisson Becker verði allir komnir til móts við hópinn fyrir æfingabúðirnar í Evian í Frakklandi. „Mo og Brasilíumennirnir verða komnir til okkar áður við förum til Evian,“ sagði Jürgen Klopp við heimasíðu Liverpool. „Það mun þýða að við höfum þá viku þar til við mætum City í leiknum um Samfélagsskjöldinn, góða tólf daga fyrir fyrsta deildarleikinn á móti Norwich og síðan fimmtán eða sextán daga fyrir leikinn á móti Chelsea um Ofurbikar Evrópu,“ sagði Klopp. „Þeir þurftu að fá þriggja vikna frí og við sögðum þeim að taka sér það. Ég veit samt að þeir eru byrjaðir að æfa sjálfir. Það hefði verið best að fá þá aftur eftir eina viku en það hefði ekki verið neitt vit í því. Þeir fá því þessar þrjár vikur en svo koma þeir og klára undirbúningstímabilið með okkur,“ sagði Klopp. „Við munum skoða stöðuna á Sadio eftir úrslitaleikinn, hvernig honum líður og svona. Það verður erfitt fyrir hann að ná fyrsta leik. Tímabilið hans klárast aðeins sextán dögum áður en við mætum City. Við verðum að taka ákvörðun en höfum ekki tekið hana enn þá,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira