Loftslagsmarkmið líklega brostið með núverandi orkuverum Kjartan Kjartansson skrifar 1. júlí 2019 15:56 Kolaorkuver eru verstu losendur gróðurhúsalofttegunda í heiminu. Víða er enn verið að reisa ný kolaver. Vísir/EPA Losun gróðurhúsalofttegunda frá þeim orkuverum, verksmiðjum, byggingum og bílum sem nú eru í notkun er nægilega mikil til að hnattræn hlýnun verði meiri en þær 1,5 gráður sem kveðið er á um í Parísarsamkomulaginu. Með þeim áætlun sem liggja fyrir um frekari kolaorkuver og innviði á losunin eftir að stóraukast. Niðurstaða nýrrar rannsóknar sem birtist í vísindaritinu Nature er að haldi menn áfram að nýta kolefnislosandi innviði sem þegar eru til staðar út líftíma þeirra eigi losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun eftir að nema meira en 650 milljörðum tonna. Það er langt umfram það magn kolefnis sem vísindamenn telja að þurfi til að valda hlýnun upp á 1,5 gráður miðað við tímabilið fyrir iðnbyltinguna. Þegar litið er til þeirra áforma sem eru uppi um frekari kolaorkuver og annan losandi iðnað gæti losunin aukist um tvö hundruð milljarða tonna til viðbótar. Washington Post segir að framkvæmdir við sum þessara verkefna séu þegar hafnar.Kolefnisbókhaldið gæti sprungið á næstu 10-14 árum Í Parísarsamkomulaginu hétu nær öll ríki heims því að draga úr losun með það að markmiði að halda hlýnun á þessari öld innan við tvær gráður. Fyrir tilstilli Kyrrahafseyríkja sem eru að sökkva í sæ var samþykkt að stefna einnig að því að takmarka hlýnunina við 1,5 gráður. „Kolefnisbókhald upp á 1,5°C leyfir enga frekari losandi innviði og krefst verulegra breytinga á líftíma eða rekstri orkuinnviða sem þegar eru til staðar,“ segir í niðurstöðum rannsóknarinnar sem vísindamenn frá Bandaríkjunum og Kína stóðu að. Hugtakið kolefnisbókhald hefur verið notað yfir hversu mikil hlýnun hlýst af losun gróðurhúsalofttegunda. Mat á því hversu mikið menn geta losað til viðbótar áður en farið verður fram yfir markmið Parísarsamkomulagsins hafa verið nokkuð á reiki. Kenningar eru um að ef mannkynið losar á bilinu 420 til 580 milljarða tonna af koltvísýringi verði um 50-66% líkur á að hnattræn hlýnun haldist innan við 1,5 gráður. Miðað við núverandi losun manna á gróðurhúsalofttegundum, um 41 milljarður tonna á ári, yrði kolefnisbókhaldið fyrir 1,5 gráður sprungið eftir tíu til fjórtán ár. Verði losunin áfram óbreytt kláraðist kolefnisbókhaldið fyrir tveggja gráðu hlýnun á 28-36 árum. Losun á heimsvísu er aftur á móti að aukast eftir að hún hafði staðið í stað í örfá ár. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir 70% Íslendinga hafa miklar áhyggjur af hlýnun jarðar Könnunin var framkvæmd dagana 23. til 29. maí 2019og var heildarfjöldi svarenda 932 einstaklingar, 18 ára og eldri. 26. júní 2019 11:58 Yfir tuttugu gráðum hlýrra en vanalega á Grænlandi og ís í lágmarki Hafísþekjan hefur ekki verið svo lítil á þessum árstíma frá því að gervihnattamælingar hófust og bráðnun á Grænlandsjökli er nú þegar eins og hún gerist mest yfir hásumarið. 14. júní 2019 21:40 Reykjarmökkur og vatnavextir í hitabylgju í Alaska Methlýindi í Alaska hafa skapað kjöraðstæður fyrir kjarrelda sem geisa nú víða í ríkinu. Leysingar á jöklum og fjöllum hafa einnig valdið vatnavöxtum og flóðum í ám og lækjum. 1. júlí 2019 12:18 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Losun gróðurhúsalofttegunda frá þeim orkuverum, verksmiðjum, byggingum og bílum sem nú eru í notkun er nægilega mikil til að hnattræn hlýnun verði meiri en þær 1,5 gráður sem kveðið er á um í Parísarsamkomulaginu. Með þeim áætlun sem liggja fyrir um frekari kolaorkuver og innviði á losunin eftir að stóraukast. Niðurstaða nýrrar rannsóknar sem birtist í vísindaritinu Nature er að haldi menn áfram að nýta kolefnislosandi innviði sem þegar eru til staðar út líftíma þeirra eigi losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun eftir að nema meira en 650 milljörðum tonna. Það er langt umfram það magn kolefnis sem vísindamenn telja að þurfi til að valda hlýnun upp á 1,5 gráður miðað við tímabilið fyrir iðnbyltinguna. Þegar litið er til þeirra áforma sem eru uppi um frekari kolaorkuver og annan losandi iðnað gæti losunin aukist um tvö hundruð milljarða tonna til viðbótar. Washington Post segir að framkvæmdir við sum þessara verkefna séu þegar hafnar.Kolefnisbókhaldið gæti sprungið á næstu 10-14 árum Í Parísarsamkomulaginu hétu nær öll ríki heims því að draga úr losun með það að markmiði að halda hlýnun á þessari öld innan við tvær gráður. Fyrir tilstilli Kyrrahafseyríkja sem eru að sökkva í sæ var samþykkt að stefna einnig að því að takmarka hlýnunina við 1,5 gráður. „Kolefnisbókhald upp á 1,5°C leyfir enga frekari losandi innviði og krefst verulegra breytinga á líftíma eða rekstri orkuinnviða sem þegar eru til staðar,“ segir í niðurstöðum rannsóknarinnar sem vísindamenn frá Bandaríkjunum og Kína stóðu að. Hugtakið kolefnisbókhald hefur verið notað yfir hversu mikil hlýnun hlýst af losun gróðurhúsalofttegunda. Mat á því hversu mikið menn geta losað til viðbótar áður en farið verður fram yfir markmið Parísarsamkomulagsins hafa verið nokkuð á reiki. Kenningar eru um að ef mannkynið losar á bilinu 420 til 580 milljarða tonna af koltvísýringi verði um 50-66% líkur á að hnattræn hlýnun haldist innan við 1,5 gráður. Miðað við núverandi losun manna á gróðurhúsalofttegundum, um 41 milljarður tonna á ári, yrði kolefnisbókhaldið fyrir 1,5 gráður sprungið eftir tíu til fjórtán ár. Verði losunin áfram óbreytt kláraðist kolefnisbókhaldið fyrir tveggja gráðu hlýnun á 28-36 árum. Losun á heimsvísu er aftur á móti að aukast eftir að hún hafði staðið í stað í örfá ár.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir 70% Íslendinga hafa miklar áhyggjur af hlýnun jarðar Könnunin var framkvæmd dagana 23. til 29. maí 2019og var heildarfjöldi svarenda 932 einstaklingar, 18 ára og eldri. 26. júní 2019 11:58 Yfir tuttugu gráðum hlýrra en vanalega á Grænlandi og ís í lágmarki Hafísþekjan hefur ekki verið svo lítil á þessum árstíma frá því að gervihnattamælingar hófust og bráðnun á Grænlandsjökli er nú þegar eins og hún gerist mest yfir hásumarið. 14. júní 2019 21:40 Reykjarmökkur og vatnavextir í hitabylgju í Alaska Methlýindi í Alaska hafa skapað kjöraðstæður fyrir kjarrelda sem geisa nú víða í ríkinu. Leysingar á jöklum og fjöllum hafa einnig valdið vatnavöxtum og flóðum í ám og lækjum. 1. júlí 2019 12:18 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
70% Íslendinga hafa miklar áhyggjur af hlýnun jarðar Könnunin var framkvæmd dagana 23. til 29. maí 2019og var heildarfjöldi svarenda 932 einstaklingar, 18 ára og eldri. 26. júní 2019 11:58
Yfir tuttugu gráðum hlýrra en vanalega á Grænlandi og ís í lágmarki Hafísþekjan hefur ekki verið svo lítil á þessum árstíma frá því að gervihnattamælingar hófust og bráðnun á Grænlandsjökli er nú þegar eins og hún gerist mest yfir hásumarið. 14. júní 2019 21:40
Reykjarmökkur og vatnavextir í hitabylgju í Alaska Methlýindi í Alaska hafa skapað kjöraðstæður fyrir kjarrelda sem geisa nú víða í ríkinu. Leysingar á jöklum og fjöllum hafa einnig valdið vatnavöxtum og flóðum í ám og lækjum. 1. júlí 2019 12:18