Gjörsamlega út fyrir öll velsæmismörk Pálmi Kormákur skrifar 3. júlí 2019 06:15 Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins. Fréttablaðið/anton brink Á laugardag mótmælti hópur nemenda Vinnuskóla Reykjavíkur aðgerðarleysi stjórnmálamanna í loftslagsmálum, ásamt því að heimsækja umhverfisráð borgarinnar og læra um getu sína til aðgerða, gera mótmælaskilti og spila leiki tengda umhverfismálum og lýðræði. Um 40 til 50 manns af 2.250 tóku þátt. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, er ósátt. „Vinnuskólinn er kominn langt út fyrir verksvið sitt, þetta eru börn, ekki lögráða fólk. Þetta er gjörsamlega út fyrir öll velsæmismörk. Þessir krakkar eru ráðnir til vinnuskólans til þess að hjálpa til við að halda borginni hreinni. Ég er mjög hlynnt vinnuskólanum og vildi óska þess að hann gæti staðið yfir lengur, það er að segja allt sumarið til þess að kenna krökkunum að vinna og halda borginni hreinni, en ég fordæmi þetta, það er bara svar mitt,“ segir Vigdís. Aðspurð hvort þetta sé ekki framhald af skólaverkföllunum sem hafa staðið síðan í febrúar, þar sem börn á sama aldri og þau í vinnuskólanum mótmæltu alla föstudaga til skólaslita segir Vigdís skólaverkföllin vera sjálfsprottin. „Það er á engan hátt hægt að tengja þessi tvö mál. Þetta er í stíl við allt í borginni, það er farið fram úr á öllum stöðum, manni er hætt að koma á óvart bullið sem á sér stað hérna í Reykjavíkurborg og stjórn hennar. Þetta er bara ein birtingarmynd þess, og þessi skólaverkföll koma þessu ekkert við.“ Vigdís kveðst vera komin á fulla ferð með málið. „Ég ætla að fá upplýsingar um það af hverju ólögráða börn sem eru ráðin til vinnuskólans til þess að hjálpa til við að fegra borgina eru sett niður í Borgartún að búa til mótmælaspjöld og fara í kröfugöngu að beiðni borgarinnar, ég tel að þetta sé alveg á mörkunum að vera löglegt,“ útskýrir Vigdís. Málið er á dagskrá borgarráðs á morgun og skólastjóri vinnuskólans verður boðaður á fund ásamt formanni umhverfisráðs. Ræða á málið í dag í umhverfis- og heilbrigðisráði þar sem Vigdís á sæti. „Síðan er Viðar Freyr Guðmundsson [flokksbróðir Vigdísar] búinn að senda erindi um þetta mál til umboðsmanns barna, og það verður mjög spennandi að sjá að hverju umboðsmaður barna kemst í þessu máli.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Börn og uppeldi Loftslagsmál Reykjavík Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Á laugardag mótmælti hópur nemenda Vinnuskóla Reykjavíkur aðgerðarleysi stjórnmálamanna í loftslagsmálum, ásamt því að heimsækja umhverfisráð borgarinnar og læra um getu sína til aðgerða, gera mótmælaskilti og spila leiki tengda umhverfismálum og lýðræði. Um 40 til 50 manns af 2.250 tóku þátt. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, er ósátt. „Vinnuskólinn er kominn langt út fyrir verksvið sitt, þetta eru börn, ekki lögráða fólk. Þetta er gjörsamlega út fyrir öll velsæmismörk. Þessir krakkar eru ráðnir til vinnuskólans til þess að hjálpa til við að halda borginni hreinni. Ég er mjög hlynnt vinnuskólanum og vildi óska þess að hann gæti staðið yfir lengur, það er að segja allt sumarið til þess að kenna krökkunum að vinna og halda borginni hreinni, en ég fordæmi þetta, það er bara svar mitt,“ segir Vigdís. Aðspurð hvort þetta sé ekki framhald af skólaverkföllunum sem hafa staðið síðan í febrúar, þar sem börn á sama aldri og þau í vinnuskólanum mótmæltu alla föstudaga til skólaslita segir Vigdís skólaverkföllin vera sjálfsprottin. „Það er á engan hátt hægt að tengja þessi tvö mál. Þetta er í stíl við allt í borginni, það er farið fram úr á öllum stöðum, manni er hætt að koma á óvart bullið sem á sér stað hérna í Reykjavíkurborg og stjórn hennar. Þetta er bara ein birtingarmynd þess, og þessi skólaverkföll koma þessu ekkert við.“ Vigdís kveðst vera komin á fulla ferð með málið. „Ég ætla að fá upplýsingar um það af hverju ólögráða börn sem eru ráðin til vinnuskólans til þess að hjálpa til við að fegra borgina eru sett niður í Borgartún að búa til mótmælaspjöld og fara í kröfugöngu að beiðni borgarinnar, ég tel að þetta sé alveg á mörkunum að vera löglegt,“ útskýrir Vigdís. Málið er á dagskrá borgarráðs á morgun og skólastjóri vinnuskólans verður boðaður á fund ásamt formanni umhverfisráðs. Ræða á málið í dag í umhverfis- og heilbrigðisráði þar sem Vigdís á sæti. „Síðan er Viðar Freyr Guðmundsson [flokksbróðir Vigdísar] búinn að senda erindi um þetta mál til umboðsmanns barna, og það verður mjög spennandi að sjá að hverju umboðsmaður barna kemst í þessu máli.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Börn og uppeldi Loftslagsmál Reykjavík Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira