Hefur talað fyrir aukinni hernaðarsamvinnu og sambandsríkinu ESB Eiður Þór Árnason skrifar 2. júlí 2019 22:30 Von der Leyen er náinn bandamaður Angelu Merkel Þýskalandskanslara. Vísir/AP Ursula von der Leyen, sem var í dag tilnefnd sem nýr forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, er sögð vera ötul talskona nánari Evrópusamvinnu. Hún situr nú sem varnarmálaráðherra Þýskalands og hefur átt sæti í öllum ríkisstjórnum Angelu Merkel Þýskalandskanslara þau rúmu 13 ár sem hún hefur verið við völd. Von der Leyen hefur lengi verið áberandi innan Kristilega demókrataflokksins í Þýskalandi, og var á tímabili talin vera mögulegur arftaki Merkel. Von der Leyen fæddist í Brussel og yrði fyrsta konan til að gegna embættinu, verði tilnefning hennar samþykkt á Evrópuþinginu. Hún lærði hagfræði við London School of Economics en skipti síðar yfir í læknisfræði og útskrifaðist sem læknir frá Hannover. Eftir að ljóst varð að Bretland væri á leið út úr Evrópusambandinu, talaði Von der Leyen fyrir því að útgangan gæti verið kjörið tækifæri til að auka hernaðarsamvinnu innan sambandsins. Undir hennar stjórn sem varnarmálaráðherra hafa hernaðarútgjöld Þýskalands aukist og færst nær kröfu Bandaríkjamanna um að aðildarríki NATO verji tveimur prósentum af vergri landsframleiðslu í varnarmál. Einnig vakti hún athygli fyrir ummæli sín árið 2011 þegar evrukrísan stóð enn sem hæst. Þá lét Von der Leye hafa eftir sér í viðtali við þýska miðilinn Der Spiegel að hún vildi sjá Evrópusambandsríkin stefna í átt að „Bandaríkjum Evrópu,“ að fyrirmynd sambandsríkja á borð við Sviss, Þýskalands eða Bandaríkjanna. Evrópusambandið Þýskaland Tengdar fréttir Leiðtogar ESB funda enn um arftaka Juncker Leiðtogar Evrópusambandsins sitja enn á fundum í Brussel í Belgíu þar sem reynt er að finna arftaka Jean Claude Juncker á stóli forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. 1. júlí 2019 08:13 Fyrsta konan til að vera tilnefnd sem forseti framkvæmdastjórnar ESB Samþykki Evrópuþingið tilnefninguna verður von der Leyen fyrsta konan til þess að gegna embættinu. 2. júlí 2019 18:14 Allt í hnút við val á æðstu embættismönnum ESB Málamiðlunartillaga Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, til að skipa í embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins féll í grýttan jarðveg á ríkjaráðstefnu í Brussel í gær. Hollendingurinn Frans Timmermans verður því ekki forseti framkvæmdastjórnarinnar. Þá liggur ekkert samkomulag fyrir um önnur embætti sem eru að losna. 1. júlí 2019 12:15 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Sjá meira
Ursula von der Leyen, sem var í dag tilnefnd sem nýr forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, er sögð vera ötul talskona nánari Evrópusamvinnu. Hún situr nú sem varnarmálaráðherra Þýskalands og hefur átt sæti í öllum ríkisstjórnum Angelu Merkel Þýskalandskanslara þau rúmu 13 ár sem hún hefur verið við völd. Von der Leyen hefur lengi verið áberandi innan Kristilega demókrataflokksins í Þýskalandi, og var á tímabili talin vera mögulegur arftaki Merkel. Von der Leyen fæddist í Brussel og yrði fyrsta konan til að gegna embættinu, verði tilnefning hennar samþykkt á Evrópuþinginu. Hún lærði hagfræði við London School of Economics en skipti síðar yfir í læknisfræði og útskrifaðist sem læknir frá Hannover. Eftir að ljóst varð að Bretland væri á leið út úr Evrópusambandinu, talaði Von der Leyen fyrir því að útgangan gæti verið kjörið tækifæri til að auka hernaðarsamvinnu innan sambandsins. Undir hennar stjórn sem varnarmálaráðherra hafa hernaðarútgjöld Þýskalands aukist og færst nær kröfu Bandaríkjamanna um að aðildarríki NATO verji tveimur prósentum af vergri landsframleiðslu í varnarmál. Einnig vakti hún athygli fyrir ummæli sín árið 2011 þegar evrukrísan stóð enn sem hæst. Þá lét Von der Leye hafa eftir sér í viðtali við þýska miðilinn Der Spiegel að hún vildi sjá Evrópusambandsríkin stefna í átt að „Bandaríkjum Evrópu,“ að fyrirmynd sambandsríkja á borð við Sviss, Þýskalands eða Bandaríkjanna.
Evrópusambandið Þýskaland Tengdar fréttir Leiðtogar ESB funda enn um arftaka Juncker Leiðtogar Evrópusambandsins sitja enn á fundum í Brussel í Belgíu þar sem reynt er að finna arftaka Jean Claude Juncker á stóli forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. 1. júlí 2019 08:13 Fyrsta konan til að vera tilnefnd sem forseti framkvæmdastjórnar ESB Samþykki Evrópuþingið tilnefninguna verður von der Leyen fyrsta konan til þess að gegna embættinu. 2. júlí 2019 18:14 Allt í hnút við val á æðstu embættismönnum ESB Málamiðlunartillaga Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, til að skipa í embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins féll í grýttan jarðveg á ríkjaráðstefnu í Brussel í gær. Hollendingurinn Frans Timmermans verður því ekki forseti framkvæmdastjórnarinnar. Þá liggur ekkert samkomulag fyrir um önnur embætti sem eru að losna. 1. júlí 2019 12:15 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Sjá meira
Leiðtogar ESB funda enn um arftaka Juncker Leiðtogar Evrópusambandsins sitja enn á fundum í Brussel í Belgíu þar sem reynt er að finna arftaka Jean Claude Juncker á stóli forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. 1. júlí 2019 08:13
Fyrsta konan til að vera tilnefnd sem forseti framkvæmdastjórnar ESB Samþykki Evrópuþingið tilnefninguna verður von der Leyen fyrsta konan til þess að gegna embættinu. 2. júlí 2019 18:14
Allt í hnút við val á æðstu embættismönnum ESB Málamiðlunartillaga Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, til að skipa í embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins féll í grýttan jarðveg á ríkjaráðstefnu í Brussel í gær. Hollendingurinn Frans Timmermans verður því ekki forseti framkvæmdastjórnarinnar. Þá liggur ekkert samkomulag fyrir um önnur embætti sem eru að losna. 1. júlí 2019 12:15