Hefur talað fyrir aukinni hernaðarsamvinnu og sambandsríkinu ESB Eiður Þór Árnason skrifar 2. júlí 2019 22:30 Von der Leyen er náinn bandamaður Angelu Merkel Þýskalandskanslara. Vísir/AP Ursula von der Leyen, sem var í dag tilnefnd sem nýr forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, er sögð vera ötul talskona nánari Evrópusamvinnu. Hún situr nú sem varnarmálaráðherra Þýskalands og hefur átt sæti í öllum ríkisstjórnum Angelu Merkel Þýskalandskanslara þau rúmu 13 ár sem hún hefur verið við völd. Von der Leyen hefur lengi verið áberandi innan Kristilega demókrataflokksins í Þýskalandi, og var á tímabili talin vera mögulegur arftaki Merkel. Von der Leyen fæddist í Brussel og yrði fyrsta konan til að gegna embættinu, verði tilnefning hennar samþykkt á Evrópuþinginu. Hún lærði hagfræði við London School of Economics en skipti síðar yfir í læknisfræði og útskrifaðist sem læknir frá Hannover. Eftir að ljóst varð að Bretland væri á leið út úr Evrópusambandinu, talaði Von der Leyen fyrir því að útgangan gæti verið kjörið tækifæri til að auka hernaðarsamvinnu innan sambandsins. Undir hennar stjórn sem varnarmálaráðherra hafa hernaðarútgjöld Þýskalands aukist og færst nær kröfu Bandaríkjamanna um að aðildarríki NATO verji tveimur prósentum af vergri landsframleiðslu í varnarmál. Einnig vakti hún athygli fyrir ummæli sín árið 2011 þegar evrukrísan stóð enn sem hæst. Þá lét Von der Leye hafa eftir sér í viðtali við þýska miðilinn Der Spiegel að hún vildi sjá Evrópusambandsríkin stefna í átt að „Bandaríkjum Evrópu,“ að fyrirmynd sambandsríkja á borð við Sviss, Þýskalands eða Bandaríkjanna. Evrópusambandið Þýskaland Tengdar fréttir Leiðtogar ESB funda enn um arftaka Juncker Leiðtogar Evrópusambandsins sitja enn á fundum í Brussel í Belgíu þar sem reynt er að finna arftaka Jean Claude Juncker á stóli forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. 1. júlí 2019 08:13 Fyrsta konan til að vera tilnefnd sem forseti framkvæmdastjórnar ESB Samþykki Evrópuþingið tilnefninguna verður von der Leyen fyrsta konan til þess að gegna embættinu. 2. júlí 2019 18:14 Allt í hnút við val á æðstu embættismönnum ESB Málamiðlunartillaga Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, til að skipa í embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins féll í grýttan jarðveg á ríkjaráðstefnu í Brussel í gær. Hollendingurinn Frans Timmermans verður því ekki forseti framkvæmdastjórnarinnar. Þá liggur ekkert samkomulag fyrir um önnur embætti sem eru að losna. 1. júlí 2019 12:15 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Ursula von der Leyen, sem var í dag tilnefnd sem nýr forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, er sögð vera ötul talskona nánari Evrópusamvinnu. Hún situr nú sem varnarmálaráðherra Þýskalands og hefur átt sæti í öllum ríkisstjórnum Angelu Merkel Þýskalandskanslara þau rúmu 13 ár sem hún hefur verið við völd. Von der Leyen hefur lengi verið áberandi innan Kristilega demókrataflokksins í Þýskalandi, og var á tímabili talin vera mögulegur arftaki Merkel. Von der Leyen fæddist í Brussel og yrði fyrsta konan til að gegna embættinu, verði tilnefning hennar samþykkt á Evrópuþinginu. Hún lærði hagfræði við London School of Economics en skipti síðar yfir í læknisfræði og útskrifaðist sem læknir frá Hannover. Eftir að ljóst varð að Bretland væri á leið út úr Evrópusambandinu, talaði Von der Leyen fyrir því að útgangan gæti verið kjörið tækifæri til að auka hernaðarsamvinnu innan sambandsins. Undir hennar stjórn sem varnarmálaráðherra hafa hernaðarútgjöld Þýskalands aukist og færst nær kröfu Bandaríkjamanna um að aðildarríki NATO verji tveimur prósentum af vergri landsframleiðslu í varnarmál. Einnig vakti hún athygli fyrir ummæli sín árið 2011 þegar evrukrísan stóð enn sem hæst. Þá lét Von der Leye hafa eftir sér í viðtali við þýska miðilinn Der Spiegel að hún vildi sjá Evrópusambandsríkin stefna í átt að „Bandaríkjum Evrópu,“ að fyrirmynd sambandsríkja á borð við Sviss, Þýskalands eða Bandaríkjanna.
Evrópusambandið Þýskaland Tengdar fréttir Leiðtogar ESB funda enn um arftaka Juncker Leiðtogar Evrópusambandsins sitja enn á fundum í Brussel í Belgíu þar sem reynt er að finna arftaka Jean Claude Juncker á stóli forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. 1. júlí 2019 08:13 Fyrsta konan til að vera tilnefnd sem forseti framkvæmdastjórnar ESB Samþykki Evrópuþingið tilnefninguna verður von der Leyen fyrsta konan til þess að gegna embættinu. 2. júlí 2019 18:14 Allt í hnút við val á æðstu embættismönnum ESB Málamiðlunartillaga Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, til að skipa í embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins féll í grýttan jarðveg á ríkjaráðstefnu í Brussel í gær. Hollendingurinn Frans Timmermans verður því ekki forseti framkvæmdastjórnarinnar. Þá liggur ekkert samkomulag fyrir um önnur embætti sem eru að losna. 1. júlí 2019 12:15 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Leiðtogar ESB funda enn um arftaka Juncker Leiðtogar Evrópusambandsins sitja enn á fundum í Brussel í Belgíu þar sem reynt er að finna arftaka Jean Claude Juncker á stóli forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. 1. júlí 2019 08:13
Fyrsta konan til að vera tilnefnd sem forseti framkvæmdastjórnar ESB Samþykki Evrópuþingið tilnefninguna verður von der Leyen fyrsta konan til þess að gegna embættinu. 2. júlí 2019 18:14
Allt í hnút við val á æðstu embættismönnum ESB Málamiðlunartillaga Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, til að skipa í embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins féll í grýttan jarðveg á ríkjaráðstefnu í Brussel í gær. Hollendingurinn Frans Timmermans verður því ekki forseti framkvæmdastjórnarinnar. Þá liggur ekkert samkomulag fyrir um önnur embætti sem eru að losna. 1. júlí 2019 12:15