Stjórnvöld verði að bregðast við málum flóttabarna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 3. júlí 2019 20:09 Talsmaður Rauða krossins segir að börn á flótta séu í jafnvel í verri aðstæðum í Grikklandi eftir að þau hafa hlotið alþjóðlega vernd heldur en á meðan þau eru í hælisferlinu. Hagsmunir barnanna séu ekki hafðir að leiðarljósi í málum afganskra barna sem á að vísa aftur til Grikklands á næstu dögum. Stjórnvöld verði að bregðast við. Óhætt er að segja að mikið reiði hafi brotist út í samfélaginu vegna mála afganskra barna sem til stendur að vísa úr landi til Grikklands. Þar á meðal eru afgönsku drengirnir Mahdi og Ali Sarwary sem vísa átti úr landi fyrr í vikunni ásamt föður þeirra en það er vegna þess að þeir hafa nú þegar fengið vernd í Grikklandi. Brottvísun þeirra var frestað vegna mikils kvíða hjá öðrum drengnum. Einnig hefur fyrirhuguð brottvísun Zeinab Safari og fjölskyldu hennar, einnig til Grikklands, vakið hörð viðbrögð. Stjórnvöld hafa fengið það óþvegið á samfélagsmiðlum, ekki síst Vinstri grænir sem sakaðir eru um hræsni. Árið 2010 var tekin pólitísk ákvörðun hér á landi um það að hætta að senda hælisleitendur aftur til Grikklands vegna þess að aðstæður þóttu ekki fullnægjandi. Það sama á hins vegar ekki við um þá sem nú þegar hafa fengið vernd þar í landi. „Það er margt sem að bendir til þess að aðstæður þeirra séu síst betri og jafnvel stundum verri heldur en hælisleitenda af því að þegar að hælismeðferð sleppir þá er sú litla og takmarkaða þjónusta sem var í boði ekki lengur til staðar og það er raunveruleiki flestra að þau lenda bara á götunni,“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri mannúðarsviðs Rauða Krossins.Mál séu metin með hagsmuni barnanna að leiðarljósi „Að okkar mati er það ólík aðstaða að vera inni í hæliskerfinu í Grikklandi og vera að sækja um alþjóðlega vernd, eða hafa farið í gegn um kerfið og fengið alþjóðlega vernd og hafa búið um tíma í Grikklandi,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunnar. Hvert mál sé þó metið sérstaklega og alltaf með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. „Við teljum að það hafi ekki verið gert á fullnægjandi hátt. Ef það hefði verið gert þá hefði niðurstaðan verið sú að það hefði verið börnunum fyrir bestu að vera í Íslandi þar sem að þau upplifa öryggi og ekki þá óöryggi og fátækt og heimilisleysi sem þau annars byggju við á Grikklandi,“ segir Atli. „Sé niðurstaðan sú að barnið eigi að snúa aftur með foreldri sínu þá er það augljóslega niðurstaðan að það hafi ekkert verið sem að mælti gegn því,“ segir Þorsteinn. Boðað hefur verið til mótmæla við Hallgrímskirkju á morgun vegna málanna. „Við förum bara eftir þeim lögum sem gilda hverju sinni og eins og staðan er í dag þá eru þetta lögin og þau stjórnvöld sem bera ábyrgð á því að taka þessar ákvarðanir hafa tekið sínar ákvarðanir,“ segir Þorsteinn. „Eðlilegt væri að það yrði tekin ákvörðun um það af hérlendum stjórnvöldum að hætta alfarið endursendingum til Grikklands. Þá ákvörðun væri hægt að taka á mjög skömmum tíma, þess vegna á allra næstu dögum, ef ekki í dag,“ segir Atli. Félagsmál Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Talsmaður Rauða krossins segir að börn á flótta séu í jafnvel í verri aðstæðum í Grikklandi eftir að þau hafa hlotið alþjóðlega vernd heldur en á meðan þau eru í hælisferlinu. Hagsmunir barnanna séu ekki hafðir að leiðarljósi í málum afganskra barna sem á að vísa aftur til Grikklands á næstu dögum. Stjórnvöld verði að bregðast við. Óhætt er að segja að mikið reiði hafi brotist út í samfélaginu vegna mála afganskra barna sem til stendur að vísa úr landi til Grikklands. Þar á meðal eru afgönsku drengirnir Mahdi og Ali Sarwary sem vísa átti úr landi fyrr í vikunni ásamt föður þeirra en það er vegna þess að þeir hafa nú þegar fengið vernd í Grikklandi. Brottvísun þeirra var frestað vegna mikils kvíða hjá öðrum drengnum. Einnig hefur fyrirhuguð brottvísun Zeinab Safari og fjölskyldu hennar, einnig til Grikklands, vakið hörð viðbrögð. Stjórnvöld hafa fengið það óþvegið á samfélagsmiðlum, ekki síst Vinstri grænir sem sakaðir eru um hræsni. Árið 2010 var tekin pólitísk ákvörðun hér á landi um það að hætta að senda hælisleitendur aftur til Grikklands vegna þess að aðstæður þóttu ekki fullnægjandi. Það sama á hins vegar ekki við um þá sem nú þegar hafa fengið vernd þar í landi. „Það er margt sem að bendir til þess að aðstæður þeirra séu síst betri og jafnvel stundum verri heldur en hælisleitenda af því að þegar að hælismeðferð sleppir þá er sú litla og takmarkaða þjónusta sem var í boði ekki lengur til staðar og það er raunveruleiki flestra að þau lenda bara á götunni,“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri mannúðarsviðs Rauða Krossins.Mál séu metin með hagsmuni barnanna að leiðarljósi „Að okkar mati er það ólík aðstaða að vera inni í hæliskerfinu í Grikklandi og vera að sækja um alþjóðlega vernd, eða hafa farið í gegn um kerfið og fengið alþjóðlega vernd og hafa búið um tíma í Grikklandi,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunnar. Hvert mál sé þó metið sérstaklega og alltaf með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. „Við teljum að það hafi ekki verið gert á fullnægjandi hátt. Ef það hefði verið gert þá hefði niðurstaðan verið sú að það hefði verið börnunum fyrir bestu að vera í Íslandi þar sem að þau upplifa öryggi og ekki þá óöryggi og fátækt og heimilisleysi sem þau annars byggju við á Grikklandi,“ segir Atli. „Sé niðurstaðan sú að barnið eigi að snúa aftur með foreldri sínu þá er það augljóslega niðurstaðan að það hafi ekkert verið sem að mælti gegn því,“ segir Þorsteinn. Boðað hefur verið til mótmæla við Hallgrímskirkju á morgun vegna málanna. „Við förum bara eftir þeim lögum sem gilda hverju sinni og eins og staðan er í dag þá eru þetta lögin og þau stjórnvöld sem bera ábyrgð á því að taka þessar ákvarðanir hafa tekið sínar ákvarðanir,“ segir Þorsteinn. „Eðlilegt væri að það yrði tekin ákvörðun um það af hérlendum stjórnvöldum að hætta alfarið endursendingum til Grikklands. Þá ákvörðun væri hægt að taka á mjög skömmum tíma, þess vegna á allra næstu dögum, ef ekki í dag,“ segir Atli.
Félagsmál Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira