Hóta kyrrsetningu á bresku skipi á móti Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. júlí 2019 07:30 Breskir sjóliðar við kyrrsetningu Grace 1. Nordicphotos/AFP Yfirvöld í Íran eru afar ósátt við að breskir sjóliðar hafi kyrrsett íranskt olíuflutningaskip við Gíbraltar fyrr í vikunni. Það gerðu Bretar vegna gruns um að íranska skipið væri að flytja olíu til Sýrlands, í trássi við viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins. Mohsen Rezayee, fyrrverandi yfirmaður írönsku Byltingavarðasveitarinnar og nú meðlimur ráðgjafaráðs æðstaklerksins Ali Khamenei, sagði á Twitter í gær að þótt Íran hafi aldrei átt frumkvæði að átökum frá byltingu hafi ríkið aldrei hikað við að svara fyrir sig. „Ef Bretar skila ekki íranska olíuflutningaskipinu er það skylda Írana að kyrrsetja breskt olíuflutningaskip á móti,“ tísti Rezayee. Að því er breska ríkisútvarpið greindi frá var flogið með um þrjátíu breska sjóliða til Gíbraltar til þess að kyrrsetja skipið. Yfirvöld á Gíbraltar báðu um aðstoðina við að kyrrsetja skipið, er heitir Grace 1. Íranska ríkisstjórnin álítur kyrrsetninguna ólöglega. Á meðan samband Írans og Bandaríkjanna hefur versnað stöðugt undanfarin misseri virðist þetta mál til þess fallið að gera slíkt hið sama fyrir sambandið við Breta. Mostafa Kavakebian, sem leiðir vináttunefnd þingmanna bæði Írans og Bretlands, sagði á Twitter að kyrrsetningin væri „í raun sjórán og ólögleg aðgerð gegn Íran“. Breska utanríkisráðuneytið hafnar því alfarið að um sjórán hafi verið að ræða. Bandaríski þjóðaröryggisráðgjafinn John Bolton var kátur. „Frábærar fréttir: Bretar kyrrsettu olíuflutningaskipið Grace 1, sem var hlaðið íranskri olíu á leið til Sýrlands,“ tísti Bolton. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Bretland Íran Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Yfirvöld í Íran eru afar ósátt við að breskir sjóliðar hafi kyrrsett íranskt olíuflutningaskip við Gíbraltar fyrr í vikunni. Það gerðu Bretar vegna gruns um að íranska skipið væri að flytja olíu til Sýrlands, í trássi við viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins. Mohsen Rezayee, fyrrverandi yfirmaður írönsku Byltingavarðasveitarinnar og nú meðlimur ráðgjafaráðs æðstaklerksins Ali Khamenei, sagði á Twitter í gær að þótt Íran hafi aldrei átt frumkvæði að átökum frá byltingu hafi ríkið aldrei hikað við að svara fyrir sig. „Ef Bretar skila ekki íranska olíuflutningaskipinu er það skylda Írana að kyrrsetja breskt olíuflutningaskip á móti,“ tísti Rezayee. Að því er breska ríkisútvarpið greindi frá var flogið með um þrjátíu breska sjóliða til Gíbraltar til þess að kyrrsetja skipið. Yfirvöld á Gíbraltar báðu um aðstoðina við að kyrrsetja skipið, er heitir Grace 1. Íranska ríkisstjórnin álítur kyrrsetninguna ólöglega. Á meðan samband Írans og Bandaríkjanna hefur versnað stöðugt undanfarin misseri virðist þetta mál til þess fallið að gera slíkt hið sama fyrir sambandið við Breta. Mostafa Kavakebian, sem leiðir vináttunefnd þingmanna bæði Írans og Bretlands, sagði á Twitter að kyrrsetningin væri „í raun sjórán og ólögleg aðgerð gegn Íran“. Breska utanríkisráðuneytið hafnar því alfarið að um sjórán hafi verið að ræða. Bandaríski þjóðaröryggisráðgjafinn John Bolton var kátur. „Frábærar fréttir: Bretar kyrrsettu olíuflutningaskipið Grace 1, sem var hlaðið íranskri olíu á leið til Sýrlands,“ tísti Bolton.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Bretland Íran Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira