Við eigum brjóstin okkar Anna-Bryndís Zingsheim skrifar 7. júlí 2019 11:00 Af hverju má ég ekki? Þessari spurningu velti ég fyrir mér rétt áður en hot yoga tíminn minn byrjar. Því karlmennirnir í kringum mig fara úr bolunum, og ekkert sýnist sjálfsagðara. Í grunninn, þá sé ég enga ástæða af hverju ég mætti ekki heldur láta bringuna mína sjást. Ef við lítum fram hjá menningu, siðferði, og venjum þá er þar engin ástæða. Það er nefnilega þannig, að ég á varla neinn topp né langar mig til að kaupa mér fleiri. Oft gleymi ég toppnum á morgnanna eftir að ég byrja að hjóla í vinnuna, verð síðan að snúa aftur og ná í hann fyrir yoga tímann. Ekkert rosalega mikið vesen, en vesen þó. En það sem er raunverulega á bak við þessari hugsun er allt annað. Það er sagan hvernig ég lærði að elska brjóstin mín. Á unglingsárunum mínum í Þýskalandi átti ég mjög erfitt að samþykkja líkama minn. Og þá sérstaklega þegar það kom að litlu brjóstunum mínum, sem hafa ekki stækkað síðan þá (og hafa svo sem aldrei). Ég eyddi óratíma að leita eftir bestu ráðum við hvernig ég skyldi nú fara að því að stækka blessuðu brjóstin. Hvílík tíma- og orkusóun. Síðan flutti ég til Íslands. Án alls gríns, þá fékk ég í fyrsta skipti á ævinni að sjá heilt úrval af allskonar brjóstum, og það í búningsklefanum í sundi. Einu brjóstin sem ég hafði fengið að sjá áður voru úr bíómyndum, því búningsklefar í Þýskalandi eru einstaklingsklefar. Alls staðar var verið að fela brjóst, því alls staðar annars staðar var verið að gera þau að bönnuðum hlut. Eitthvað sem er kynferðislegt og á einungis heima í svefnherberginu eða í erótískum senum. En brjóst eru hversdagsleg, venjuleg, öðruvísi, stór, lítil, og öll falleg á sinn hátt því þau hafa sinn tilgang. Eftir að ég áttaði mig á því, byrjaði ég að elska brjóstin mín. Og ég verð að segja, það er ótrúleg tilfinning. Ég vildi að allar konur gætu fengið að upplifa þetta.En ég ákveð að ég ætli að gera þetta. Ég ætla að mæta í hot yoga tíma, fara úr bolnum og láta eins og ekkert sé sjálfsagðara. Þegar tíminn nálgast verð ég hræddari og hræddari. Ekki af því að einhver gæti farið að þræta við mig um að gjöra svo vel og vera ekki svona athyglissjúk. Ekki af því að einhverjum öðrum gæti finnst þetta óþægilegt (fyrirgefið ef brjóstin mín eru svona ógnvekjandi). Það var af því að útkoman úr þessari litlu tilraun minni gæti farið í þveröfuga átt.Því það yrði mögulega sett bann á að koma ber að ofan í salinn, bæði fyrir konur og karla. Til eru fjölmörg dæmi um að róttækar aðgerðir sem þessa hafa haft það í för með sér að hræða andstæðinga enn meira fyrir breytingum (t.a.m. LGBT+ hreyfingar í Brasilíu). En þetta á ekki að vera aðgerð einungis fyrir sjálfan mig, heldur ætti þetta að vera fyrir okkur. Svo ég hætti við. Ég geri mér fulla grein fyrir því að það eru til mikilvægari málefni í heiminum, en augun mín táruðust þó þegar ég sat í yoga tímanum í bol, í kringum mennina sem máttu þetta. Einn daginn vonandi, hugsaði ég.Spurningin mikla og mórallinn úr þessari frásögn er einfaldlega: Af hverju mega brjóst kvenna ekki einfaldlega vera mjólkurkirtlar, fita, húð og geirvörtur? Af hverju þurfa brjóst kvenna að vera skilgreind sem kynferðislegir hlutir? Ég, allavega, vil geta ákveðið það sjálf. Takk fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein #FreeTheNipple Mest lesið Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Af hverju má ég ekki? Þessari spurningu velti ég fyrir mér rétt áður en hot yoga tíminn minn byrjar. Því karlmennirnir í kringum mig fara úr bolunum, og ekkert sýnist sjálfsagðara. Í grunninn, þá sé ég enga ástæða af hverju ég mætti ekki heldur láta bringuna mína sjást. Ef við lítum fram hjá menningu, siðferði, og venjum þá er þar engin ástæða. Það er nefnilega þannig, að ég á varla neinn topp né langar mig til að kaupa mér fleiri. Oft gleymi ég toppnum á morgnanna eftir að ég byrja að hjóla í vinnuna, verð síðan að snúa aftur og ná í hann fyrir yoga tímann. Ekkert rosalega mikið vesen, en vesen þó. En það sem er raunverulega á bak við þessari hugsun er allt annað. Það er sagan hvernig ég lærði að elska brjóstin mín. Á unglingsárunum mínum í Þýskalandi átti ég mjög erfitt að samþykkja líkama minn. Og þá sérstaklega þegar það kom að litlu brjóstunum mínum, sem hafa ekki stækkað síðan þá (og hafa svo sem aldrei). Ég eyddi óratíma að leita eftir bestu ráðum við hvernig ég skyldi nú fara að því að stækka blessuðu brjóstin. Hvílík tíma- og orkusóun. Síðan flutti ég til Íslands. Án alls gríns, þá fékk ég í fyrsta skipti á ævinni að sjá heilt úrval af allskonar brjóstum, og það í búningsklefanum í sundi. Einu brjóstin sem ég hafði fengið að sjá áður voru úr bíómyndum, því búningsklefar í Þýskalandi eru einstaklingsklefar. Alls staðar var verið að fela brjóst, því alls staðar annars staðar var verið að gera þau að bönnuðum hlut. Eitthvað sem er kynferðislegt og á einungis heima í svefnherberginu eða í erótískum senum. En brjóst eru hversdagsleg, venjuleg, öðruvísi, stór, lítil, og öll falleg á sinn hátt því þau hafa sinn tilgang. Eftir að ég áttaði mig á því, byrjaði ég að elska brjóstin mín. Og ég verð að segja, það er ótrúleg tilfinning. Ég vildi að allar konur gætu fengið að upplifa þetta.En ég ákveð að ég ætli að gera þetta. Ég ætla að mæta í hot yoga tíma, fara úr bolnum og láta eins og ekkert sé sjálfsagðara. Þegar tíminn nálgast verð ég hræddari og hræddari. Ekki af því að einhver gæti farið að þræta við mig um að gjöra svo vel og vera ekki svona athyglissjúk. Ekki af því að einhverjum öðrum gæti finnst þetta óþægilegt (fyrirgefið ef brjóstin mín eru svona ógnvekjandi). Það var af því að útkoman úr þessari litlu tilraun minni gæti farið í þveröfuga átt.Því það yrði mögulega sett bann á að koma ber að ofan í salinn, bæði fyrir konur og karla. Til eru fjölmörg dæmi um að róttækar aðgerðir sem þessa hafa haft það í för með sér að hræða andstæðinga enn meira fyrir breytingum (t.a.m. LGBT+ hreyfingar í Brasilíu). En þetta á ekki að vera aðgerð einungis fyrir sjálfan mig, heldur ætti þetta að vera fyrir okkur. Svo ég hætti við. Ég geri mér fulla grein fyrir því að það eru til mikilvægari málefni í heiminum, en augun mín táruðust þó þegar ég sat í yoga tímanum í bol, í kringum mennina sem máttu þetta. Einn daginn vonandi, hugsaði ég.Spurningin mikla og mórallinn úr þessari frásögn er einfaldlega: Af hverju mega brjóst kvenna ekki einfaldlega vera mjólkurkirtlar, fita, húð og geirvörtur? Af hverju þurfa brjóst kvenna að vera skilgreind sem kynferðislegir hlutir? Ég, allavega, vil geta ákveðið það sjálf. Takk fyrir.
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar