Foreldrar verða að fylgja börnum til að sækja armböndin Jakob Bjarnar skrifar 20. júní 2019 11:17 Frá Secret Solstice-hátíðinni en á ýmsu hefur gengið við undirbúning hennar þetta árið. VÍSIR/Andri Marinó Samkvæmt skilyrðum frá Reykjavíkurborg er áskilið að tónleikagestir undir átján ára aldri, á Secret Solstice-tónlistarhátíðina sem haldin verður nú um helgina, verði í fylgt með fullorðnum þegar þeir sækja armböndin sem er ávísun á aðgang að svæðinu. Þá verður skilríkja krafist. Þessi ákvörðun tengist svo hertri öryggisgæslu sem verður á hátíðinni. Jón Bjarni Steinsson upplýsingafulltrúi hátíðarinnar segir þetta allt vera í góðu samstarfi milli tónleikahaldara og borgar. „Við viljum gjarnan losna við þennan unglingadrykkjustimpil og leggja áherslu á það að vera fjölskylduhátíð,“ segir Jón Bjarni. Þarna sé meðal annars verið að bregðast við athugasemdum íbúa í hverfinu.Ófyrirséðir atburðir settu strik í reikninginn Jón Bjarni segir miðasölu ganga vel. Þannig sé að stærsti hluti hennar eigi sér ávallt stað daginn fyrir og á degi hátíðar. „Við erum á svipuðum stað með miðasölu og í fyrra. Nema, nú er veðurspáin töluvert betri,“ segir Jón Bjarni harla kátur. En, hann hefur staðið í ströngu vegna ófyrirséðra atburða svo sem þeirra að tveir listamenn forfölluðust og þá þurfti að fá menn í þeirra stað. Það gekk að óskum eftir nokkurn atgang.Pusha T á tónleikum. Rapparinn kem á síðustu stundu inn í dagskránna.Vísir/getty Inngangurinn að svæðinu er á milli Laugardalsvallar og Þróttar og afhending armbanda er frá klukkan 14 til 20 fimmtudaginn 20. júní og frá klukkan 12 til 22:30 alla hátíðardagana. „Við hvetjum fólk til þess að sækja armbönd strax á fimmtudeginum eða mæta tímanlega þann dag sem mætt er á hátíðina þar sem mikið álag verður við afhendingu eftir því sem líður á daginn.Löggild skilríki takk fyrir Í tilkynningu benda aðstandendur sérstaklega á að fólki verði ekki undir neinum kringumstæðum hleypt inná svæðið sé það ekki með skilríki sem passa við nafn á aðgangsmiða. „Debet og kreditkort teljast ekki sem skilríki í því samhengi – til löggildra skilríkja teljast ökuskirteini og vegabréf. Eina undantekningin á þeirri reglur eru börn og ungmenni í fylgd foreldra sinna.“ Og þá er ítrekað þetta sem áður sagði að yngri en 18 ára fá ekki afhent armbönd nema í fylgd með foreldrum eða öðrum sem fara með forræði þeirra. „Gestir hátíðarinnar sem ekki hafa náð 18 ára aldri þurfa að vera í fylgd með foreldrum sínum eða öðrum sem fara með forræði þeirra þegar þeir koma og sækja armbönd. Viðkomandi mun jafnframt þurfa að skrifa undir yfirlýsingu þess efnis að þeir verði í fylgd einhvers á þeirra vegum sem náð hefur 20 ára aldri á meðan hátíðinni stendur ef þeir fylgja þeim ekki sjálf.“ Reykjavík Secret Solstice Tónlist Tengdar fréttir Pusha T hleypur í skarðið á Solstice vegna vegabréfsvandræða Rae Sremmurd Enn eru hrókeringar á tónlistarhátíðinni Secret Solstice. 19. júní 2019 19:50 Búast við um 12 þúsund manns á Secret Solstice Meðlimir Black Eyed Peas og Robert Plant ráðgera að dvelja nokkra daga á Íslandi. 19. júní 2019 16:03 Jonas Blue kemur í stað Martin Garrix á Secret Solstice Enski DJ-inn Jonas Blue mun stíga í skarðið sem ökklabrot hollenska plötusnúðarins Martin Garrix skildi eftir sig á Secret Solstice tónlistarhátíðinni sem fram fer seinna í mánuðinum. 13. júní 2019 14:27 Koma Ritu Oru á Secret Solstice í uppnámi Breska söngkonan er ein skærasta stjarnan á dagskrá Secret Solstice. 19. júní 2019 10:53 Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira
Samkvæmt skilyrðum frá Reykjavíkurborg er áskilið að tónleikagestir undir átján ára aldri, á Secret Solstice-tónlistarhátíðina sem haldin verður nú um helgina, verði í fylgt með fullorðnum þegar þeir sækja armböndin sem er ávísun á aðgang að svæðinu. Þá verður skilríkja krafist. Þessi ákvörðun tengist svo hertri öryggisgæslu sem verður á hátíðinni. Jón Bjarni Steinsson upplýsingafulltrúi hátíðarinnar segir þetta allt vera í góðu samstarfi milli tónleikahaldara og borgar. „Við viljum gjarnan losna við þennan unglingadrykkjustimpil og leggja áherslu á það að vera fjölskylduhátíð,“ segir Jón Bjarni. Þarna sé meðal annars verið að bregðast við athugasemdum íbúa í hverfinu.Ófyrirséðir atburðir settu strik í reikninginn Jón Bjarni segir miðasölu ganga vel. Þannig sé að stærsti hluti hennar eigi sér ávallt stað daginn fyrir og á degi hátíðar. „Við erum á svipuðum stað með miðasölu og í fyrra. Nema, nú er veðurspáin töluvert betri,“ segir Jón Bjarni harla kátur. En, hann hefur staðið í ströngu vegna ófyrirséðra atburða svo sem þeirra að tveir listamenn forfölluðust og þá þurfti að fá menn í þeirra stað. Það gekk að óskum eftir nokkurn atgang.Pusha T á tónleikum. Rapparinn kem á síðustu stundu inn í dagskránna.Vísir/getty Inngangurinn að svæðinu er á milli Laugardalsvallar og Þróttar og afhending armbanda er frá klukkan 14 til 20 fimmtudaginn 20. júní og frá klukkan 12 til 22:30 alla hátíðardagana. „Við hvetjum fólk til þess að sækja armbönd strax á fimmtudeginum eða mæta tímanlega þann dag sem mætt er á hátíðina þar sem mikið álag verður við afhendingu eftir því sem líður á daginn.Löggild skilríki takk fyrir Í tilkynningu benda aðstandendur sérstaklega á að fólki verði ekki undir neinum kringumstæðum hleypt inná svæðið sé það ekki með skilríki sem passa við nafn á aðgangsmiða. „Debet og kreditkort teljast ekki sem skilríki í því samhengi – til löggildra skilríkja teljast ökuskirteini og vegabréf. Eina undantekningin á þeirri reglur eru börn og ungmenni í fylgd foreldra sinna.“ Og þá er ítrekað þetta sem áður sagði að yngri en 18 ára fá ekki afhent armbönd nema í fylgd með foreldrum eða öðrum sem fara með forræði þeirra. „Gestir hátíðarinnar sem ekki hafa náð 18 ára aldri þurfa að vera í fylgd með foreldrum sínum eða öðrum sem fara með forræði þeirra þegar þeir koma og sækja armbönd. Viðkomandi mun jafnframt þurfa að skrifa undir yfirlýsingu þess efnis að þeir verði í fylgd einhvers á þeirra vegum sem náð hefur 20 ára aldri á meðan hátíðinni stendur ef þeir fylgja þeim ekki sjálf.“
Reykjavík Secret Solstice Tónlist Tengdar fréttir Pusha T hleypur í skarðið á Solstice vegna vegabréfsvandræða Rae Sremmurd Enn eru hrókeringar á tónlistarhátíðinni Secret Solstice. 19. júní 2019 19:50 Búast við um 12 þúsund manns á Secret Solstice Meðlimir Black Eyed Peas og Robert Plant ráðgera að dvelja nokkra daga á Íslandi. 19. júní 2019 16:03 Jonas Blue kemur í stað Martin Garrix á Secret Solstice Enski DJ-inn Jonas Blue mun stíga í skarðið sem ökklabrot hollenska plötusnúðarins Martin Garrix skildi eftir sig á Secret Solstice tónlistarhátíðinni sem fram fer seinna í mánuðinum. 13. júní 2019 14:27 Koma Ritu Oru á Secret Solstice í uppnámi Breska söngkonan er ein skærasta stjarnan á dagskrá Secret Solstice. 19. júní 2019 10:53 Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira
Pusha T hleypur í skarðið á Solstice vegna vegabréfsvandræða Rae Sremmurd Enn eru hrókeringar á tónlistarhátíðinni Secret Solstice. 19. júní 2019 19:50
Búast við um 12 þúsund manns á Secret Solstice Meðlimir Black Eyed Peas og Robert Plant ráðgera að dvelja nokkra daga á Íslandi. 19. júní 2019 16:03
Jonas Blue kemur í stað Martin Garrix á Secret Solstice Enski DJ-inn Jonas Blue mun stíga í skarðið sem ökklabrot hollenska plötusnúðarins Martin Garrix skildi eftir sig á Secret Solstice tónlistarhátíðinni sem fram fer seinna í mánuðinum. 13. júní 2019 14:27
Koma Ritu Oru á Secret Solstice í uppnámi Breska söngkonan er ein skærasta stjarnan á dagskrá Secret Solstice. 19. júní 2019 10:53