Airbus fengið 226 pantanir frá ellefu félögum í nýju þotuna Kristján Már Unnarsson skrifar 20. júní 2019 16:54 Indigo Partners pöntuðu 50 þotur af gerðinni A321XLR, þar á meðal fyrir Wizzair, sem flýgur til Íslands. Teikning/Airbus. Airbus segir að stjarna flugsýningarinnar í París hafi klárlega verið hin nýja A321XLR. Ákvörðun um að hefja framleiðslu hennar var kynnt á mánudag en hún verður langdrægasta útgáfan af A-321 línu evrópska flugvélaframleiðandans. Airbus segir ellefu flugfélög hafa pantað alls 226 vélar. Þar af séu 99 vélar þar sem flugfélög uppfæra eldri pöntun á A321 yfir í XLR. Sjá nánar hér: Nýjasta þotan frá Airbus gæti orðið framtíðarvél Icelandair Meðal þeirra félaga, sem búin eru að tryggja sér pláss í framleiðsluröðinni, eru American Airlines með 50 þotur, Indigo Partners með 50 þotur, þar á meðal fyrir Wizzair, og Qantas með 36 þotur. Forstjóri American, Robert Isom, segir að Airbus-vélarnar muni leysa af hólmi 34 Boeing 757-200 þotur félagsins. Jafnframt opni þær tækifæri á nýjum flugleiðum, sem menn hafi til þessa ekki látið sig dreyma um.American Airlines pantaði 50 þotur frá Airbus af nýju gerðinni. Þetta stærsta flugfélag heims hóf Íslandsflug í fyrrasumar.Teikning/Airbus.Airbus segist hafa fundið fyrir sterkri eftirspurn á kaupstefnunni í París og hafi gert nýja samninga um alls 363 þotur. Þannig hafi A220-þotan einnig slegið í gegn og 85 slíkar verið pantaðar. Hún hét áður Bombardier CS og kemur í tveimur lengdum sem taka á bilinu 100-150 farþega. Slík vél af lengri gerðinni CS300 lenti á Reykjavíkurflugvelli haustið 2016. Sjá nánar hér: Hljóðlátasta þota heims þurfti hálfa flugbrautina Þá segist Airbus hafa fengið pantanir í 24 breiðþotur af gerðinni A330. Stöð 2 fjallaði um nýju Airbus A321XLR-þotuna í fréttum í fyrrakvöld: Airbus Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hljóðlátasta þota heims þurfti hálfa flugbrautina Nýjasta stolt kanadískrar flugvélaframleiðslu, stærsta farþegaþota Bombardier, millilenti í Reykjavík eftir flugprófanir og sýningarflug í Evrópu. 7. október 2016 21:43 Nýjasta þotan frá Airbus gæti orðið framtíðarvél Icelandair Airbus kynnti í dag ákvörðun um að hefja framleiðslu á langdrægustu farþegaþotu heims í flokki mjórra véla með einn farrýmisgang, Airbus A321XLR. 17. júní 2019 23:05 Næstu stórkaup Icelandair gætu orðið í þessari þotu Ráðamenn Icelandair stefna að ákvörðun fyrir áramót um framtíðarskipan flugflotans sem gæti falið í sér stórfelld flugvélakaup. Ný langdræg farþegaþota Airbus er meðal þeirra sem helst koma til greina. 18. júní 2019 22:14 Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Airbus segir að stjarna flugsýningarinnar í París hafi klárlega verið hin nýja A321XLR. Ákvörðun um að hefja framleiðslu hennar var kynnt á mánudag en hún verður langdrægasta útgáfan af A-321 línu evrópska flugvélaframleiðandans. Airbus segir ellefu flugfélög hafa pantað alls 226 vélar. Þar af séu 99 vélar þar sem flugfélög uppfæra eldri pöntun á A321 yfir í XLR. Sjá nánar hér: Nýjasta þotan frá Airbus gæti orðið framtíðarvél Icelandair Meðal þeirra félaga, sem búin eru að tryggja sér pláss í framleiðsluröðinni, eru American Airlines með 50 þotur, Indigo Partners með 50 þotur, þar á meðal fyrir Wizzair, og Qantas með 36 þotur. Forstjóri American, Robert Isom, segir að Airbus-vélarnar muni leysa af hólmi 34 Boeing 757-200 þotur félagsins. Jafnframt opni þær tækifæri á nýjum flugleiðum, sem menn hafi til þessa ekki látið sig dreyma um.American Airlines pantaði 50 þotur frá Airbus af nýju gerðinni. Þetta stærsta flugfélag heims hóf Íslandsflug í fyrrasumar.Teikning/Airbus.Airbus segist hafa fundið fyrir sterkri eftirspurn á kaupstefnunni í París og hafi gert nýja samninga um alls 363 þotur. Þannig hafi A220-þotan einnig slegið í gegn og 85 slíkar verið pantaðar. Hún hét áður Bombardier CS og kemur í tveimur lengdum sem taka á bilinu 100-150 farþega. Slík vél af lengri gerðinni CS300 lenti á Reykjavíkurflugvelli haustið 2016. Sjá nánar hér: Hljóðlátasta þota heims þurfti hálfa flugbrautina Þá segist Airbus hafa fengið pantanir í 24 breiðþotur af gerðinni A330. Stöð 2 fjallaði um nýju Airbus A321XLR-þotuna í fréttum í fyrrakvöld:
Airbus Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hljóðlátasta þota heims þurfti hálfa flugbrautina Nýjasta stolt kanadískrar flugvélaframleiðslu, stærsta farþegaþota Bombardier, millilenti í Reykjavík eftir flugprófanir og sýningarflug í Evrópu. 7. október 2016 21:43 Nýjasta þotan frá Airbus gæti orðið framtíðarvél Icelandair Airbus kynnti í dag ákvörðun um að hefja framleiðslu á langdrægustu farþegaþotu heims í flokki mjórra véla með einn farrýmisgang, Airbus A321XLR. 17. júní 2019 23:05 Næstu stórkaup Icelandair gætu orðið í þessari þotu Ráðamenn Icelandair stefna að ákvörðun fyrir áramót um framtíðarskipan flugflotans sem gæti falið í sér stórfelld flugvélakaup. Ný langdræg farþegaþota Airbus er meðal þeirra sem helst koma til greina. 18. júní 2019 22:14 Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Hljóðlátasta þota heims þurfti hálfa flugbrautina Nýjasta stolt kanadískrar flugvélaframleiðslu, stærsta farþegaþota Bombardier, millilenti í Reykjavík eftir flugprófanir og sýningarflug í Evrópu. 7. október 2016 21:43
Nýjasta þotan frá Airbus gæti orðið framtíðarvél Icelandair Airbus kynnti í dag ákvörðun um að hefja framleiðslu á langdrægustu farþegaþotu heims í flokki mjórra véla með einn farrýmisgang, Airbus A321XLR. 17. júní 2019 23:05
Næstu stórkaup Icelandair gætu orðið í þessari þotu Ráðamenn Icelandair stefna að ákvörðun fyrir áramót um framtíðarskipan flugflotans sem gæti falið í sér stórfelld flugvélakaup. Ný langdræg farþegaþota Airbus er meðal þeirra sem helst koma til greina. 18. júní 2019 22:14