Þúsundir mótmæltu flugbanni Rússa Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. júní 2019 14:30 Mótmælin hafa að mestu verið friðsamleg. Ap/Zurab Tsertsvadze Þúsundir mótmælenda komu saman þriðja daginn í röð í Tblisi, höfuðborg Georgíu, til þess að mótmæla afskiptum Rússa af málefnum Georgíu. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, tilkynnti á föstudag að búið væri að aflýsa öllum flugferðum frá Rússlandi til Georgíu sem er vinsæll áfangastaður rússneskra ferðamanna.Ballið byrjaði á fimmtudaginn þegar hópur mótmælenda kom saman til þess að mótmæla því að rússneska þingmanninum Sergei Gavrilov var boðið að halda ræðu á fundi í þinginu. Pútín svaraði með því að fella niður öll flug rússneskra flugfélaga til Georgíu, að eigin sögn til að vernda þjóðaröryggi Rússlands. Ríkisfjölmiðlar í Rússlandi hafa sagt að mótmælin sé runnin undan rifjum vestrænna aðila sem hafi það að markmiði að tala niður Rússland. Samskipti ríkjanna hafa verið í miklum lægðardal um árabil, eftir stutta innrás Rússlands í Georgíu árið 2008.Mótmælin hafa að mestu verið friðsamleg en þó hafa nokkur hundruð slasast í átökum við lögreglu. Mótmælin beinast einkum að rússneskum yfirvöldum en einnig að ríkisstjórn Georgíu sem mótmælendur telja að sé of hliðholl yfirvöldum í Moskvu. Slagsmál brutust út í gær eftir að mótmælin færðust frá georgíska þinginu yfir til höfuðstöðva Draumaflokksins sem fer með völdin í landinu. Talið er að með flugbanninu vilja yfirvöld í Rússlandi hafa áhrif á efnahag Georgíu en ferðamennska er mikilvæg atvinnugrein þar í landi og þar gegna ferðamenn frá Rússlandi lykilhlutverki. Fréttir af flugi Georgía Rússland Tengdar fréttir Táragasi og gúmmíkúlum beitt á mótmælendur eftir ávarp rússnesks þingmanns Lögregla í Tbilisi höfuðborg Georgíu hefur í kvöld beitt táragasi og skotið gúmmíkúlum til að hafa hemil á mótmælendum sem reyndu að brjótast inn í þinghúsið eftir að rússneskur þingmaður ávarpaði þar samkomu í dag. 20. júní 2019 23:10 Putin bannar flug á milli Rússlands og Georgíu Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefur tímabundið bannað georgískum flugfélögum að fljúga til Rússlands en spenna á milli ríkjanna tveggja hefur farið vaxandi undanfarið. 22. júní 2019 18:09 Georgíumenn kalla eftir kosningum Georgíumenn mótmæltu fyrir utan þinghúsið í Tbilisi, höfuðborgar landsins, annan daginn í röð og kölluðu eftir breytingum í stjórn landsins, afsögn innanríkisráðherra og nýrra þingkosninga. 21. júní 2019 21:07 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Þúsundir mótmælenda komu saman þriðja daginn í röð í Tblisi, höfuðborg Georgíu, til þess að mótmæla afskiptum Rússa af málefnum Georgíu. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, tilkynnti á föstudag að búið væri að aflýsa öllum flugferðum frá Rússlandi til Georgíu sem er vinsæll áfangastaður rússneskra ferðamanna.Ballið byrjaði á fimmtudaginn þegar hópur mótmælenda kom saman til þess að mótmæla því að rússneska þingmanninum Sergei Gavrilov var boðið að halda ræðu á fundi í þinginu. Pútín svaraði með því að fella niður öll flug rússneskra flugfélaga til Georgíu, að eigin sögn til að vernda þjóðaröryggi Rússlands. Ríkisfjölmiðlar í Rússlandi hafa sagt að mótmælin sé runnin undan rifjum vestrænna aðila sem hafi það að markmiði að tala niður Rússland. Samskipti ríkjanna hafa verið í miklum lægðardal um árabil, eftir stutta innrás Rússlands í Georgíu árið 2008.Mótmælin hafa að mestu verið friðsamleg en þó hafa nokkur hundruð slasast í átökum við lögreglu. Mótmælin beinast einkum að rússneskum yfirvöldum en einnig að ríkisstjórn Georgíu sem mótmælendur telja að sé of hliðholl yfirvöldum í Moskvu. Slagsmál brutust út í gær eftir að mótmælin færðust frá georgíska þinginu yfir til höfuðstöðva Draumaflokksins sem fer með völdin í landinu. Talið er að með flugbanninu vilja yfirvöld í Rússlandi hafa áhrif á efnahag Georgíu en ferðamennska er mikilvæg atvinnugrein þar í landi og þar gegna ferðamenn frá Rússlandi lykilhlutverki.
Fréttir af flugi Georgía Rússland Tengdar fréttir Táragasi og gúmmíkúlum beitt á mótmælendur eftir ávarp rússnesks þingmanns Lögregla í Tbilisi höfuðborg Georgíu hefur í kvöld beitt táragasi og skotið gúmmíkúlum til að hafa hemil á mótmælendum sem reyndu að brjótast inn í þinghúsið eftir að rússneskur þingmaður ávarpaði þar samkomu í dag. 20. júní 2019 23:10 Putin bannar flug á milli Rússlands og Georgíu Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefur tímabundið bannað georgískum flugfélögum að fljúga til Rússlands en spenna á milli ríkjanna tveggja hefur farið vaxandi undanfarið. 22. júní 2019 18:09 Georgíumenn kalla eftir kosningum Georgíumenn mótmæltu fyrir utan þinghúsið í Tbilisi, höfuðborgar landsins, annan daginn í röð og kölluðu eftir breytingum í stjórn landsins, afsögn innanríkisráðherra og nýrra þingkosninga. 21. júní 2019 21:07 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Táragasi og gúmmíkúlum beitt á mótmælendur eftir ávarp rússnesks þingmanns Lögregla í Tbilisi höfuðborg Georgíu hefur í kvöld beitt táragasi og skotið gúmmíkúlum til að hafa hemil á mótmælendum sem reyndu að brjótast inn í þinghúsið eftir að rússneskur þingmaður ávarpaði þar samkomu í dag. 20. júní 2019 23:10
Putin bannar flug á milli Rússlands og Georgíu Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefur tímabundið bannað georgískum flugfélögum að fljúga til Rússlands en spenna á milli ríkjanna tveggja hefur farið vaxandi undanfarið. 22. júní 2019 18:09
Georgíumenn kalla eftir kosningum Georgíumenn mótmæltu fyrir utan þinghúsið í Tbilisi, höfuðborgar landsins, annan daginn í röð og kölluðu eftir breytingum í stjórn landsins, afsögn innanríkisráðherra og nýrra þingkosninga. 21. júní 2019 21:07