Gengi Bitcoin í hæstu hæðum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. júní 2019 11:15 Bitcoin er vinsæl rafmynt. vísir/getty Gengi rafmyntarinnar Bitcoin er nú það hæsta sem það hefur verið í fimmtán mánuði en gengið fór upp um tíu prósent um helgina. Ein Bitcoin jafngildir nú tæplega 11 þúsund Bandaríkjadölum. Sérfræðingar telja að þessa miklu hækkun megi rekja til aukinnar bjartsýni varðandi rafmyntir í kjölfar þess að Facebook kynnti rafmynt sína Libru í liðinni viku. Í frétt Reuters um málið er rætt við sérfræðinginn Mati Greenspan. Hann segir að hækkun á gengi Bitcoin nú sýni að fjárfestar telji áform Facebook um sinn eigin rafgjaldmiðil vísbendingu um að fleiri stórfyrirtæki taki upp rafmyntir. „Þeir trúa því að Libran muni gera almenning meðvitaðri um málið og sjá þetta sem hliðið sem muni opna á möguleikann að taka upp rafmyntir,“ segir Greenspan. Aðrir sérfræðingar tengja hækkunina við tollastríð Bandaríkjanna og Kína og segja fjárfesta líta til Bitcoin sem nokkurs konar varnar gegn hruni hefðbundinna gjaldmiðla. Rafmyntir Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gengi rafmyntarinnar Bitcoin er nú það hæsta sem það hefur verið í fimmtán mánuði en gengið fór upp um tíu prósent um helgina. Ein Bitcoin jafngildir nú tæplega 11 þúsund Bandaríkjadölum. Sérfræðingar telja að þessa miklu hækkun megi rekja til aukinnar bjartsýni varðandi rafmyntir í kjölfar þess að Facebook kynnti rafmynt sína Libru í liðinni viku. Í frétt Reuters um málið er rætt við sérfræðinginn Mati Greenspan. Hann segir að hækkun á gengi Bitcoin nú sýni að fjárfestar telji áform Facebook um sinn eigin rafgjaldmiðil vísbendingu um að fleiri stórfyrirtæki taki upp rafmyntir. „Þeir trúa því að Libran muni gera almenning meðvitaðri um málið og sjá þetta sem hliðið sem muni opna á möguleikann að taka upp rafmyntir,“ segir Greenspan. Aðrir sérfræðingar tengja hækkunina við tollastríð Bandaríkjanna og Kína og segja fjárfesta líta til Bitcoin sem nokkurs konar varnar gegn hruni hefðbundinna gjaldmiðla.
Rafmyntir Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira