Veðrið ekki alveg í takt við langtímaspá Einars sem boðaði bleytu í sumar Birgir Olgeirsson skrifar 12. júní 2019 14:28 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Myndin er samsett. Það stefnir í met sólskinsstunda í Reykjavík í júní mánuði ef fram fer sem horfir. Það sem af er júní mánuði eru sólskinsstundirnar 171,3, eða 8,3 stundum meira en mest hefur áður mælst sömu daga árið 1924.Þessi staðreyndin gerir langtímaveðurspá Einar Sveinbjörnssonar veðurfræðings frá því í maí nokkuð athyglisverða en hann brást ekki illa við því þegar Vísir bar hana undir hann í dag. Í langtímaveðurspá Einars var gert ráð fyrir að veðurlag sumarsins myndi einkennast af þokkalegum hlýindum en Einar spáði hins vegar fyrir meiri úrkomu að jafnaði í þessari þriggja mánaða spá sem náði yfir júní, júlí og ágúst. Bjartviðri hefur hins vegar verið víðs vegar um landið það sem af er sumri.Sumarið byrjar ekki í takt við spána „Þessi spá sem þú vísar í er byggð á gögnum sem ég las úr fyrir júní, júlí og ágúst. Þau bentu eindregið til að það yrði hlýtt í heildina en heldur meiri bleyta en venjan er um norðvestanvert landið,“ segir Einar. Hann bendir reyndar að í dag sé 12. júní og því er ekki einn sjötti liðinn af þessu tímabili sem hann spáði fyrir um. „En tímabilið byrjar vissulega þannig að það er ekki í tak við spána,“ segir Einar. Tekur hann fram að þessar langtímaspár eru meira settar fram til gaman heldur en alvöru. „Það er ekki hægt að treysta langtímaspám á sama hátt og maður getur treyst tveggja til þriggja daga spánni,“ segir Einar. Eru langtímaspár byggðar á vangaveltum um frávik í yfirborðshita sjávar og hafís og hvernig það getur mögulega haft áhrif á loftstraumana í kringum landið. „Stundum sér maður ekkert út úr þessum spám en það sem sást í þessum gögnum fyrir sumarið er ekkert í líkingu við það sem við höfum verið að sjá í veðrinu að undanförnu. Það hefur verið mjög hár loftþrýstingur yfir Íslandi frá því í byrjun maí, vel yfir meðallagi,“ segir Einar en háum loftþrýstingi á vorin fylgja margar sólskinsstundir og minni úrkoma.Fyrirstöðuhæðin öðruvísi í ár Það sem veldur þessu er svokölluð fyrirstöðuhæð sem hefur myndast nærri landinu og haldið kyrr fyrir, og þá frekar yfir Grænlandi. Í fyrra voru einnig fyrirstöðuhæðir en þær voru þá meira yfir Bretlandseyjum og Skandinavíu. Ísland var vestan megin við fyrirstöðuhæðina sem varð þess valdandi að ríkjandi vestanvindar færðu lægðir til Íslands. „Sumpart er þetta tilviljun og aðrir þættir sem við áttum okkur ekki sem stýra þessu. Við þekkjum ekki alltaf orsakasamhengið.“ Margir hafa talað um sumarið í fyrra sem rigningasumarið mikla en Einar segir það ekki hafa verið svo. Óþurrkar og kuldi voru ríkjandi framan af á Suðurlandi en bændur náðu þó ágætum heyjum. Það rigndi ekki heldur upp á hvern einasta daga líkt og gerði þegar rigningarsumur stóðu yfir í gamla daga.Gæti dregið til tíðinda í kringum sumarsólstöður Í ár hefur sumarið boðið upp á bjartviðri víða um land en mögulega síst á Norðausturlandi þar sem var mikil veðurblíða í fyrra. Sumarið hefur ekki verið neitt sérlega hlýtt framan af þó svo það hafi verið bjart. Heldur hefur kólnað á nóttunni og næturfrost tíð. Næstu fimm til sex eru horfur á þann veg að háþrýstisvæðið verður enn viðloðandi landið með tilheyrandi bjartviðri en um sumarsólstöðurnar upp úr 20. júní gæti veðrið skipt um gír. Veður Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Sjá meira
Það stefnir í met sólskinsstunda í Reykjavík í júní mánuði ef fram fer sem horfir. Það sem af er júní mánuði eru sólskinsstundirnar 171,3, eða 8,3 stundum meira en mest hefur áður mælst sömu daga árið 1924.Þessi staðreyndin gerir langtímaveðurspá Einar Sveinbjörnssonar veðurfræðings frá því í maí nokkuð athyglisverða en hann brást ekki illa við því þegar Vísir bar hana undir hann í dag. Í langtímaveðurspá Einars var gert ráð fyrir að veðurlag sumarsins myndi einkennast af þokkalegum hlýindum en Einar spáði hins vegar fyrir meiri úrkomu að jafnaði í þessari þriggja mánaða spá sem náði yfir júní, júlí og ágúst. Bjartviðri hefur hins vegar verið víðs vegar um landið það sem af er sumri.Sumarið byrjar ekki í takt við spána „Þessi spá sem þú vísar í er byggð á gögnum sem ég las úr fyrir júní, júlí og ágúst. Þau bentu eindregið til að það yrði hlýtt í heildina en heldur meiri bleyta en venjan er um norðvestanvert landið,“ segir Einar. Hann bendir reyndar að í dag sé 12. júní og því er ekki einn sjötti liðinn af þessu tímabili sem hann spáði fyrir um. „En tímabilið byrjar vissulega þannig að það er ekki í tak við spána,“ segir Einar. Tekur hann fram að þessar langtímaspár eru meira settar fram til gaman heldur en alvöru. „Það er ekki hægt að treysta langtímaspám á sama hátt og maður getur treyst tveggja til þriggja daga spánni,“ segir Einar. Eru langtímaspár byggðar á vangaveltum um frávik í yfirborðshita sjávar og hafís og hvernig það getur mögulega haft áhrif á loftstraumana í kringum landið. „Stundum sér maður ekkert út úr þessum spám en það sem sást í þessum gögnum fyrir sumarið er ekkert í líkingu við það sem við höfum verið að sjá í veðrinu að undanförnu. Það hefur verið mjög hár loftþrýstingur yfir Íslandi frá því í byrjun maí, vel yfir meðallagi,“ segir Einar en háum loftþrýstingi á vorin fylgja margar sólskinsstundir og minni úrkoma.Fyrirstöðuhæðin öðruvísi í ár Það sem veldur þessu er svokölluð fyrirstöðuhæð sem hefur myndast nærri landinu og haldið kyrr fyrir, og þá frekar yfir Grænlandi. Í fyrra voru einnig fyrirstöðuhæðir en þær voru þá meira yfir Bretlandseyjum og Skandinavíu. Ísland var vestan megin við fyrirstöðuhæðina sem varð þess valdandi að ríkjandi vestanvindar færðu lægðir til Íslands. „Sumpart er þetta tilviljun og aðrir þættir sem við áttum okkur ekki sem stýra þessu. Við þekkjum ekki alltaf orsakasamhengið.“ Margir hafa talað um sumarið í fyrra sem rigningasumarið mikla en Einar segir það ekki hafa verið svo. Óþurrkar og kuldi voru ríkjandi framan af á Suðurlandi en bændur náðu þó ágætum heyjum. Það rigndi ekki heldur upp á hvern einasta daga líkt og gerði þegar rigningarsumur stóðu yfir í gamla daga.Gæti dregið til tíðinda í kringum sumarsólstöður Í ár hefur sumarið boðið upp á bjartviðri víða um land en mögulega síst á Norðausturlandi þar sem var mikil veðurblíða í fyrra. Sumarið hefur ekki verið neitt sérlega hlýtt framan af þó svo það hafi verið bjart. Heldur hefur kólnað á nóttunni og næturfrost tíð. Næstu fimm til sex eru horfur á þann veg að háþrýstisvæðið verður enn viðloðandi landið með tilheyrandi bjartviðri en um sumarsólstöðurnar upp úr 20. júní gæti veðrið skipt um gír.
Veður Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Sjá meira