Enski boltinn

Helsta ósk City á miðjuna vill fara frá Atletico

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Rodri heitir fullu nafni Rodrigo Hernández Cascante og er 22 ára miðjumaður
Rodri heitir fullu nafni Rodrigo Hernández Cascante og er 22 ára miðjumaður vísir/getty
Spænski miðjumaðurinn Rodri, sem bæði Manchester City og Bayern München hafa augastað á, hefur beðið um að fara frá Atletico Madrid.

Miðjumaðurinn fékk viku til þess að ákveða hvað hann vildi gera eftir að bæði City og Bayern létu það í ljós að þau væru tilbúin til þess að borga upp samning hans.

Rodri tilkynnti Atletico í dag að hann vildi fara frá félaginu eftir því sem fram kemur í frétt Sky Sports.

Samkvæmt Sky er Rodri efstur á óskalista City þegar kemur að miðjumönnum og er hann hugsaður sem samkeppni fyrir, og þegar fram líða stundir arftaki, Fernandinho.

Rodri fór til Atletico frá Villarreal fyrir 22 milljónir punda síðasta sumar en það mun kosta City 62,5 milljónir að kaupa upp samning hans.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×