Þróa sjálfvirka sævængi til að láta vindinn draga skip áfram Kristján Már Unnarsson skrifar 19. júní 2019 16:42 Með sævængjum er hugmyndin að láta vindorku hjálpa til við að knýja skipin áfram. Teikning/Airseas. „Sævængir þýða byltingu fyrir siglingar og fyrir umhverfið,“ sagði Akira Misaki, forstjóri japanska skipafélagsins K-line, við undirritun samnings við fyrirtækið Airseas, dótturfélag Airbus, um nýjan seglbúnað fyrir skip, byggðan á flugtækni. Samningurinn var undirritaður á flugsýningunni í París í gær og felur í sér tuttugu ára þróunarverkefni. Sævængur er einskonar sjálfvirkur flugdreki sem nýtir eiginleika svifvængs. Byrjað verður á því að koma sævæng fyrir á einu flutningaskipi og láta þannig vindinn hjálpa til við að draga það áfram. Með því að nýta vindorku með þessum hætti er talið unnt að draga úr losun koltvísýrings viðkomandi skips um 20 prósent. Í framhaldi af tilraunum hyggst K-line, eða Kawasaki Kisen Kaisha, eins og skipafélagið heitir formlega, kaupa fimmtíu sævængi á skip sín. „Með því að nýta flugtækni sævængja minnkum við umhverfisfótspor skipa okkar um 5.200 tonn koltvísýrings á ári. Þetta mun stuðla að því markmiði okkar að draga úr losun koltvísýrings um helming fyrir árið 2050,“ sagði Misaki, forstjóri K-line. Airseas-fyrirtækið hóf þróun sævængsins árið 2016 og prófaði frumgerðina á sjó í árslok 2017. Það hyggst sjálft fyrir árslok 2020 koma fyrir 500 fermetra sævæng á 150 metra löngu flutningaskipi, sem siglir yfir Atlantshafið á leiðinni milli Saint-Nazaire í Frakklandi og Mobile í Alabama í Bandaríkunum. Japanska skipafélagið áformar að hafa 1.000 fermetra sævængi á sínum skipum og er stefnt að því að sá fyrsti verði kominn í notkun árið 2021. Markmið Airbus er að fyrir árið 2025 verði yfir eitthundrað skip dregin áfram á sævængjum. Airbus Samgöngur Umhverfismál Mest lesið „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
„Sævængir þýða byltingu fyrir siglingar og fyrir umhverfið,“ sagði Akira Misaki, forstjóri japanska skipafélagsins K-line, við undirritun samnings við fyrirtækið Airseas, dótturfélag Airbus, um nýjan seglbúnað fyrir skip, byggðan á flugtækni. Samningurinn var undirritaður á flugsýningunni í París í gær og felur í sér tuttugu ára þróunarverkefni. Sævængur er einskonar sjálfvirkur flugdreki sem nýtir eiginleika svifvængs. Byrjað verður á því að koma sævæng fyrir á einu flutningaskipi og láta þannig vindinn hjálpa til við að draga það áfram. Með því að nýta vindorku með þessum hætti er talið unnt að draga úr losun koltvísýrings viðkomandi skips um 20 prósent. Í framhaldi af tilraunum hyggst K-line, eða Kawasaki Kisen Kaisha, eins og skipafélagið heitir formlega, kaupa fimmtíu sævængi á skip sín. „Með því að nýta flugtækni sævængja minnkum við umhverfisfótspor skipa okkar um 5.200 tonn koltvísýrings á ári. Þetta mun stuðla að því markmiði okkar að draga úr losun koltvísýrings um helming fyrir árið 2050,“ sagði Misaki, forstjóri K-line. Airseas-fyrirtækið hóf þróun sævængsins árið 2016 og prófaði frumgerðina á sjó í árslok 2017. Það hyggst sjálft fyrir árslok 2020 koma fyrir 500 fermetra sævæng á 150 metra löngu flutningaskipi, sem siglir yfir Atlantshafið á leiðinni milli Saint-Nazaire í Frakklandi og Mobile í Alabama í Bandaríkunum. Japanska skipafélagið áformar að hafa 1.000 fermetra sævængi á sínum skipum og er stefnt að því að sá fyrsti verði kominn í notkun árið 2021. Markmið Airbus er að fyrir árið 2025 verði yfir eitthundrað skip dregin áfram á sævængjum.
Airbus Samgöngur Umhverfismál Mest lesið „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira