Kaupþingsmenn vilja endurupptöku Al-Thani málsins eftir niðurstöðu MDE Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júní 2019 14:30 Ólafur, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson birtust í athyglisverðu viðtali á Stöð 2, meðan þeir dvöldu á Kvíabryggju. Vísir Magnús Guðmundsson, einn sakborninga í Al-Thani málinu, segir það liggja beint við að óska eftir endurupptöku málsins. Þetta segir Magnús í kjölfar niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í morgun þess efnis að Hæstaréttardómarinn Árni Kolbeinsson hafi verið vanhæfur til að dæma í málinu vegna fjölskyldutengsla. Íslenska ríkið þarf að greiða Sigurði Einarssyni, Hreiðari Má Sigurðssyni, Magnúsi Guðmundssyni og Ólafi Ólafssyni tvö þúsund evrur hverjum vegna málskostnaðar.Þungir dómar Fjórmenningarnir hlutu þunga dóma í Hæstarétti árið 2015 vegna Al-Thani málsins svokallaða en það á rætur að rekja til hlutabréfakaupa sheikh Mohammad Bin Khalifa Al-Thani hlut í Kaupþingi banka fyrir 25,7 milljarða, króna með láni frá bankanum, 22. september árið 2008. Fyrir þessa upphæð fengust 5,01 prósent í bankanum á þeim tíma. Embætti sérstaks saksóknara hélt því fram að um sýndarviðskipti hafi verið að ræða. Kærðu þeir málið til Mannréttindadómstóls Evrópu þar sem þeir töldu að að brotið hafi verið á rétti þeirra til réttlátrar málsmeðferðar auk þess sem að þeir efuðust um óhlutdrægni Hæstaréttardómarans Árna Kolbeinssonar í málinu. Eiginkona hans starfaði hjá Fjármálaeftirlitinu á sama tíma og það rannsakaði Kaupþing auk þess sem að sonur hans starfaði í lögfræðideild bankans fyrir hrun og fyrir skilanefnd bankans eftir hrun. Er það niðurstaða Mannréttindadómstólsins að brotið hafi verið á rétti fjórmenninganna þar sem þeir, eða lögmenn þeirra, hafi ekki verið látnir vita af tengslum sonar dómarans við Kaupþing eða þrotabú Kaupþings, því hafi þeir ekki fengið tækifæri til þess að andmæla því að Árni tæki sæti sem dómari í málinu. Voru þessi fjölskyldutengsl nægjanleg til að draga óhlutdrægni dómarans í málinu í efa, að því er fram kemur í úrskurði Mannréttindadómstólsins.Að öðru leyti telur dómstóllinn að málsmeðferðin í málinu hafi verið réttlát og var öðrum kröfum fjórmenninganna ýmist vísað frá eða hafnað.Raunhæft úrræði til að leita réttar síns „Þessi niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu um að íslenskir dómstólar hafi brotið gegn mannréttindum, sem mér eru tryggð samkvæmt íslenskum lögum og Mannréttindasáttmála Evrópu, er gríðarlega mikilvæg,“ segir Magnús í tilkynningu til fréttastofu. „Með þessum dómi á ég loks rétt til raunhæfs úrræðis til að leita réttar míns samkvæmt íslenskum lögum. Mannréttindasáttmálinn tryggir að hver sá sem sem réttur er brotinn á eða frelsi hans skert, sem verndað er af sáttmálanum, skuli eiga raunhæfa leið til að ná fram rétti sínum fyrir opinberu stjórnvaldi.“ Íslenska ríkið hafi sérstaklega heitið því með aðild sinni að Mannréttindadómstól Evrópu að hlíta endanlegum dómi hans. Nú liggi beint við að óska eftir endurupptöku og leggja þá fram ný mikilvæg gögn sem ekki hafi legið fyrir við meðferð málsins á fyrri stigum og endurmat á ýmsum atriðum er tengjast málinu. Ólafur Ólafsson tekur í svipaðan streng í tilkynningu. „Niðurstaða Mannréttindadómstólsins sýnir fram á að ég naut ekki réttlátrar málsmeðferðar og úrlausnar fyrir óvilhöllum dómstólum, sem er einn af hornsteinum réttarríkisins. Þetta staðfestir athugasemdir sem ég hef gert við meðferð málsins á öllum stigum þess; íslenskir dómarar hafa ekki gætt að hæfi sínu og setið í dómi þar sem vafi leikur á hlutleysi þeirra,“ segir Ólafur.Fegurð en hættur í fámenninu Í viðleitni til að sanna sakleysi sitt hafi hann ítrekað rekist á veggi þar sem samtvinnuð hagsmunagæsla óskilgreindra afla í dómskerfinu hafi komið í veg fyrir að hægt sé að leiða hið sanna í ljós. „Fegurðin við Ísland felst meðal annars í fámenninu en við þær aðstæður verður sérstaklega að gæta að hlutleysi í viðkvæmum málum vegna náinna tengsla í litlu samfélagi. Mannréttindadómstóllinn staðfestir að það er sannarlega brot á mannréttindum þegar vanhæfur dómari situr í dómi. Þetta er fullnaðarsigur,“ segir Ólafur. Hreiðar Már hefur talað á svipuðum nótum í samtali við aðra miðla.Að neðan má sjá viðtal við Ólaf, Sigurð Einarsson og Magnús þegar þeir afplánuðu á Kvíabryggju. Dómsmál Dómstólar Íslenskir bankar Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Sjá meira
Magnús Guðmundsson, einn sakborninga í Al-Thani málinu, segir það liggja beint við að óska eftir endurupptöku málsins. Þetta segir Magnús í kjölfar niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í morgun þess efnis að Hæstaréttardómarinn Árni Kolbeinsson hafi verið vanhæfur til að dæma í málinu vegna fjölskyldutengsla. Íslenska ríkið þarf að greiða Sigurði Einarssyni, Hreiðari Má Sigurðssyni, Magnúsi Guðmundssyni og Ólafi Ólafssyni tvö þúsund evrur hverjum vegna málskostnaðar.Þungir dómar Fjórmenningarnir hlutu þunga dóma í Hæstarétti árið 2015 vegna Al-Thani málsins svokallaða en það á rætur að rekja til hlutabréfakaupa sheikh Mohammad Bin Khalifa Al-Thani hlut í Kaupþingi banka fyrir 25,7 milljarða, króna með láni frá bankanum, 22. september árið 2008. Fyrir þessa upphæð fengust 5,01 prósent í bankanum á þeim tíma. Embætti sérstaks saksóknara hélt því fram að um sýndarviðskipti hafi verið að ræða. Kærðu þeir málið til Mannréttindadómstóls Evrópu þar sem þeir töldu að að brotið hafi verið á rétti þeirra til réttlátrar málsmeðferðar auk þess sem að þeir efuðust um óhlutdrægni Hæstaréttardómarans Árna Kolbeinssonar í málinu. Eiginkona hans starfaði hjá Fjármálaeftirlitinu á sama tíma og það rannsakaði Kaupþing auk þess sem að sonur hans starfaði í lögfræðideild bankans fyrir hrun og fyrir skilanefnd bankans eftir hrun. Er það niðurstaða Mannréttindadómstólsins að brotið hafi verið á rétti fjórmenninganna þar sem þeir, eða lögmenn þeirra, hafi ekki verið látnir vita af tengslum sonar dómarans við Kaupþing eða þrotabú Kaupþings, því hafi þeir ekki fengið tækifæri til þess að andmæla því að Árni tæki sæti sem dómari í málinu. Voru þessi fjölskyldutengsl nægjanleg til að draga óhlutdrægni dómarans í málinu í efa, að því er fram kemur í úrskurði Mannréttindadómstólsins.Að öðru leyti telur dómstóllinn að málsmeðferðin í málinu hafi verið réttlát og var öðrum kröfum fjórmenninganna ýmist vísað frá eða hafnað.Raunhæft úrræði til að leita réttar síns „Þessi niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu um að íslenskir dómstólar hafi brotið gegn mannréttindum, sem mér eru tryggð samkvæmt íslenskum lögum og Mannréttindasáttmála Evrópu, er gríðarlega mikilvæg,“ segir Magnús í tilkynningu til fréttastofu. „Með þessum dómi á ég loks rétt til raunhæfs úrræðis til að leita réttar míns samkvæmt íslenskum lögum. Mannréttindasáttmálinn tryggir að hver sá sem sem réttur er brotinn á eða frelsi hans skert, sem verndað er af sáttmálanum, skuli eiga raunhæfa leið til að ná fram rétti sínum fyrir opinberu stjórnvaldi.“ Íslenska ríkið hafi sérstaklega heitið því með aðild sinni að Mannréttindadómstól Evrópu að hlíta endanlegum dómi hans. Nú liggi beint við að óska eftir endurupptöku og leggja þá fram ný mikilvæg gögn sem ekki hafi legið fyrir við meðferð málsins á fyrri stigum og endurmat á ýmsum atriðum er tengjast málinu. Ólafur Ólafsson tekur í svipaðan streng í tilkynningu. „Niðurstaða Mannréttindadómstólsins sýnir fram á að ég naut ekki réttlátrar málsmeðferðar og úrlausnar fyrir óvilhöllum dómstólum, sem er einn af hornsteinum réttarríkisins. Þetta staðfestir athugasemdir sem ég hef gert við meðferð málsins á öllum stigum þess; íslenskir dómarar hafa ekki gætt að hæfi sínu og setið í dómi þar sem vafi leikur á hlutleysi þeirra,“ segir Ólafur.Fegurð en hættur í fámenninu Í viðleitni til að sanna sakleysi sitt hafi hann ítrekað rekist á veggi þar sem samtvinnuð hagsmunagæsla óskilgreindra afla í dómskerfinu hafi komið í veg fyrir að hægt sé að leiða hið sanna í ljós. „Fegurðin við Ísland felst meðal annars í fámenninu en við þær aðstæður verður sérstaklega að gæta að hlutleysi í viðkvæmum málum vegna náinna tengsla í litlu samfélagi. Mannréttindadómstóllinn staðfestir að það er sannarlega brot á mannréttindum þegar vanhæfur dómari situr í dómi. Þetta er fullnaðarsigur,“ segir Ólafur. Hreiðar Már hefur talað á svipuðum nótum í samtali við aðra miðla.Að neðan má sjá viðtal við Ólaf, Sigurð Einarsson og Magnús þegar þeir afplánuðu á Kvíabryggju.
Dómsmál Dómstólar Íslenskir bankar Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Sjá meira
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent