Segir niðurstöðu í máli Procar sýna að í lagi sé að svindla á Íslandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. júní 2019 10:14 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Vilhelm Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að niðurstaða Samgöngustofu í máli bílaleigunnar Procar þess efnis að hún haldi starfsleyfi sínu feli í sér skýr skilaboð um að í lagi sé að svindla á Íslandi. Það vakti mikla athygli þegar fréttaskýringaþátturinn Kveikur greindi frá því fyrr á árinu að bílaleigan hafði átt við kílómetramæla hundruð bíla sinna áður en þeir voru seldir á bílasölum yfir nokkurra ára tímabil. Málið er nú á borði héraðssaksóknara vegna umfangs þess.Í gær var greint frá því að Samgöngustofa hafi ákveðið að bílaleigan yrði ekki svipt starfsleyfi sínu vegna málsins þar sem tillögur þess að úrbótum hafi verið metnar fullnægjandi. Í stuttri færslu á Facebook segir Jóhannes Þór að þessi niðurstaða sé „algerlega óásættanleg.“ „Eftir að hafa beðið mánuðum saman eftir niðurstöðu í málinu - sem eitt og sér hefur skapað töluverð samkeppnisvandamál fyrir bílaleigur á Íslandi sem fara að lögum og eðlilegum viðskiptaháttum, er komið í ljós að Samgöngustofa telur ekki ástæðu til að beita afleiðingum gagnvart umfangsmiklum, einbeittum og opinberlega viðurkenndum svikum þessa fyrirtækis sem augljóst er að hafa bæði skekkt samkeppni á markaðnum og valdið fjölda einkaaðila og fyrirtækja miklum vanda og fjárhagstjóni,“ skrifar Jóhannes Þór. Ákvörðunin sendi slæm skilaboð og veiki traust á Samgöngustofu. „[Á] sama tíma og bílaleigufyrirtækin sjálf og hagsmunasamtök þeirra hafa kallað eftir skýrum afleiðingum til að koma í veg fyrir slíka hegðun á markaðnum og raunar sýnt það í verki strax og upp komst um svikin. Hér er því orðið morgunljóst að fyrirtækin eru mun ábyrgari en eftirlitsstofnunin sem þau falla undir,“ skrifar Jóhannes Þór en Procar var vikið úr Samtökum ferðaþjónustunnar vegna málsins. „Þessi niðurstaða Samgöngustofu sendir skýr skilaboð - það er í lagi að svindla á Íslandi.“ Bílaleigur Bílar Ferðamennska á Íslandi Neytendur Tengdar fréttir Ráðast í aðgerðir eftir svik Procar Bílgreinasambandið mun innan tíðar opna fyrir aðgang að ökutækjaskrá þar sem hægt verður að kanna hvort tiltekinn bíll hafi verið til umráða hjá bílaleigu en í eigu fjármögnunarfyrirtækis. 26. febrúar 2019 10:38 Procar heldur starfsleyfinu Bílaleigan Procar verður ekki svipt starfsleyfi en samgöngustofa mat tillögur fyrirtækisins að útbótum fullnægjandi. 4. júní 2019 19:25 Biðjast afsökunar á að hafa breytt kílómetrastöðu bílanna Forsvarsmenn bílaleigunnar Procar hyggjast fá óháðan aðila til úrskurða um sanngjarnar bætur til þeirra sem keyptu bíla með ranga kílómetraskráningu hjá fyrirtækinu og þeir biðja viðskiptavini, almenning og starfsfólk afsökunar. 12. febrúar 2019 22:55 Samtök ferðaþjónustunnar vilja eftirlitsúttekt á öllum bílaleigum Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem farið er fram á að eftirlitsúttekt verði gerð til þess að eyða óvissu um sölu notaðra bílaeigubíla. 13. febrúar 2019 18:17 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að niðurstaða Samgöngustofu í máli bílaleigunnar Procar þess efnis að hún haldi starfsleyfi sínu feli í sér skýr skilaboð um að í lagi sé að svindla á Íslandi. Það vakti mikla athygli þegar fréttaskýringaþátturinn Kveikur greindi frá því fyrr á árinu að bílaleigan hafði átt við kílómetramæla hundruð bíla sinna áður en þeir voru seldir á bílasölum yfir nokkurra ára tímabil. Málið er nú á borði héraðssaksóknara vegna umfangs þess.Í gær var greint frá því að Samgöngustofa hafi ákveðið að bílaleigan yrði ekki svipt starfsleyfi sínu vegna málsins þar sem tillögur þess að úrbótum hafi verið metnar fullnægjandi. Í stuttri færslu á Facebook segir Jóhannes Þór að þessi niðurstaða sé „algerlega óásættanleg.“ „Eftir að hafa beðið mánuðum saman eftir niðurstöðu í málinu - sem eitt og sér hefur skapað töluverð samkeppnisvandamál fyrir bílaleigur á Íslandi sem fara að lögum og eðlilegum viðskiptaháttum, er komið í ljós að Samgöngustofa telur ekki ástæðu til að beita afleiðingum gagnvart umfangsmiklum, einbeittum og opinberlega viðurkenndum svikum þessa fyrirtækis sem augljóst er að hafa bæði skekkt samkeppni á markaðnum og valdið fjölda einkaaðila og fyrirtækja miklum vanda og fjárhagstjóni,“ skrifar Jóhannes Þór. Ákvörðunin sendi slæm skilaboð og veiki traust á Samgöngustofu. „[Á] sama tíma og bílaleigufyrirtækin sjálf og hagsmunasamtök þeirra hafa kallað eftir skýrum afleiðingum til að koma í veg fyrir slíka hegðun á markaðnum og raunar sýnt það í verki strax og upp komst um svikin. Hér er því orðið morgunljóst að fyrirtækin eru mun ábyrgari en eftirlitsstofnunin sem þau falla undir,“ skrifar Jóhannes Þór en Procar var vikið úr Samtökum ferðaþjónustunnar vegna málsins. „Þessi niðurstaða Samgöngustofu sendir skýr skilaboð - það er í lagi að svindla á Íslandi.“
Bílaleigur Bílar Ferðamennska á Íslandi Neytendur Tengdar fréttir Ráðast í aðgerðir eftir svik Procar Bílgreinasambandið mun innan tíðar opna fyrir aðgang að ökutækjaskrá þar sem hægt verður að kanna hvort tiltekinn bíll hafi verið til umráða hjá bílaleigu en í eigu fjármögnunarfyrirtækis. 26. febrúar 2019 10:38 Procar heldur starfsleyfinu Bílaleigan Procar verður ekki svipt starfsleyfi en samgöngustofa mat tillögur fyrirtækisins að útbótum fullnægjandi. 4. júní 2019 19:25 Biðjast afsökunar á að hafa breytt kílómetrastöðu bílanna Forsvarsmenn bílaleigunnar Procar hyggjast fá óháðan aðila til úrskurða um sanngjarnar bætur til þeirra sem keyptu bíla með ranga kílómetraskráningu hjá fyrirtækinu og þeir biðja viðskiptavini, almenning og starfsfólk afsökunar. 12. febrúar 2019 22:55 Samtök ferðaþjónustunnar vilja eftirlitsúttekt á öllum bílaleigum Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem farið er fram á að eftirlitsúttekt verði gerð til þess að eyða óvissu um sölu notaðra bílaeigubíla. 13. febrúar 2019 18:17 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Ráðast í aðgerðir eftir svik Procar Bílgreinasambandið mun innan tíðar opna fyrir aðgang að ökutækjaskrá þar sem hægt verður að kanna hvort tiltekinn bíll hafi verið til umráða hjá bílaleigu en í eigu fjármögnunarfyrirtækis. 26. febrúar 2019 10:38
Procar heldur starfsleyfinu Bílaleigan Procar verður ekki svipt starfsleyfi en samgöngustofa mat tillögur fyrirtækisins að útbótum fullnægjandi. 4. júní 2019 19:25
Biðjast afsökunar á að hafa breytt kílómetrastöðu bílanna Forsvarsmenn bílaleigunnar Procar hyggjast fá óháðan aðila til úrskurða um sanngjarnar bætur til þeirra sem keyptu bíla með ranga kílómetraskráningu hjá fyrirtækinu og þeir biðja viðskiptavini, almenning og starfsfólk afsökunar. 12. febrúar 2019 22:55
Samtök ferðaþjónustunnar vilja eftirlitsúttekt á öllum bílaleigum Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem farið er fram á að eftirlitsúttekt verði gerð til þess að eyða óvissu um sölu notaðra bílaeigubíla. 13. febrúar 2019 18:17