Myndbönd af átökunum láku á netið í gærkvöldi og í morgun þar sem sést að stuðningsmenn í treyju Englands hentu drykkjum og lausum hlutum í átt að lögreglunni.
England spilar við Holland í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar í kvöld en átökin áttu sér stað á stuðningsmannasvæði í Porto þar sem hinn undanúrslitaleikurinn, milli Portúgals og Sviss, var sýndur á risaskjá.
BREAKING: The FA have released a statement condemning the behaviour of England supporters involved in trouble in Porto, calling them "an embarrassment to the team".
— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 6, 2019
„Enska knattspyrnusambandið fordæmir það sem gerðist í Porto í gær. Þeir sem áttu í hlut geta ekki verið sannir stuðningsmenn Englands og eru ekki velkomnir í fótboltann,“ sagði enska knattspyrnusambandið í tilkynningu.
„Þeir eru til skammar fyrir liðið og þá þúsundir stuðningsmanna Englands sem haga sér vel. Við munum kanna málið í samstarfi við ensku fótboltalögregluna.“
Flautað verður til leiks í Guimaraes klukkan 18.45 í kvöld en leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöðvar 2 Sport. Sigurvegarinn mætir Portúgal í úrslitaleiknum á sunnudag.