Lítið lært Hörður Ægisson skrifar 7. júní 2019 07:00 Eina stærstu frétt vikunnar var að finna í tilkynningu Seðlabankans á mánudagsmorgun um nýjar tölur um greiðslujöfnuð við útlönd og erlenda stöðu þjóðarbúsins. Á fyrstu þremur mánuðum ársins batnaði hrein staða þjóðarbúsins um hvorki meira né minna en 270 milljarða og er núna jákvæð sem nemur 21 prósenti af landsframleiðslu. Aldrei hefur staðan verið betri í lýðveldissögunni – Íslendingar hafa ávallt verið lántakendur við útlönd – og er hún nú ein sú hagfelldasta í allri Evrópu. Ástæða er til að ætla að þessi breyting sé varanleg sem endurspeglar þá kerfisbreytingu sem hefur orðið á grunngerð hagkerfisins. Þetta átti samt ekki að vera hægt. Litið aftur til ársins 2013, þegar erlend staða þjóðarbúsins var neikvæð um þúsund milljarða og raunverulegar áhyggjur voru um sjálfbærni skuldastöðunnar ef illa færi við losun hafta, áttu fáir von á þessum árangri. Þá einskorðaðist leið sumra, einkum stjórnmála- og embættismanna, við það að fara bónleiðina til Evrópska seðlabankans og slá þar risalán í evrum til að hleypa krónueignum erlendra kröfuhafa úr landi. Sem betur fer var önnur leið farin. Vel heppnuð áætlun um afnám hafta, byggð á sérsniðnum innlendum lausnum, breytti stöðunni á einni nóttu þegar kröfuhafar samþykktu að framselja krónueignir að virði meira en 500 milljarðar endurgjaldslaust til ríkisins – og um leið tóku væntingar innlendra og erlendra fjárfesta, ásamt fyrirtækjum og almenningi, stakkaskiptum gagnvart framtíð hagkerfisins. Nú telja hins vegar sumir að á sama tíma og þessi umskipti hafa orðið á hagkerfinu þá hafi umræðan um þriðja orkupakkann opnað upp á gátt spurninguna um hvort Ísland eigi heima í ESB. Þetta er furðulegt stöðumat. Verkefnið er að verja og betrumbæta EES-samninginn, okkar mikilvægasta alþjóðasamning, gegn þeim öflum sem nú skynja að þau kunni að hafa pólitíska stundarhagsmuni af því að grafa undan honum. Það er aftur á móti sannarlega ekki að setja enn á ný aðild að ESB á dagskrá, sem myndi valda djúpstæðum ágreiningi í samfélaginu, og þá um leið upptöku evru, sem væri meiriháttar glapræði. Stundum mætti halda að þeir hinir sömu, sem ætti að vera kunnugt um mikla og afgerandi andstöðu þjóðarinnar gegn slíkri vegferð, hafi lítið lært af reynslu síðustu ára heldur snúist málið orðið meira nánast um þráhyggju en raunhæft mat á því hvar íslenskum hagsmunum sé best borgið. Ísland, hvar hagkerfið hvílir á fáum stoðum sem kallar á sveigjanlegt gengisfyrirkomulag og á því fátt sameiginlegt með evrusvæðinu, á ekkert erindi í ESB. Eftir fordæmalausa efnahagsuppsveiflu hefur þjóðarbúið sjaldan staðið á sterkari stoðum. Sú staðreynd að Ísland er orðið að stórum lánveitenda við útlönd er aðeins eitt, ásamt meðal annars myndarlegum gjaldeyrisforða og litlum skuldum ríkissjóðs, af styrkleikamerkjum hagkerfisins. Ólíkt mörgum Evrópuríkjum, sem hafa yfir að ráða takmörkuðum úrræðum með vextina við núllið og eru föst í spennitreyju óburðugs myntbandalags, erum við vel í stakk búin til að takast á við skammvinnan efnahagssamdrátt. Við skulum nýta okkur þá stöðu, í stað þess að þrátta um eitthvað sem seint mun verða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Eina stærstu frétt vikunnar var að finna í tilkynningu Seðlabankans á mánudagsmorgun um nýjar tölur um greiðslujöfnuð við útlönd og erlenda stöðu þjóðarbúsins. Á fyrstu þremur mánuðum ársins batnaði hrein staða þjóðarbúsins um hvorki meira né minna en 270 milljarða og er núna jákvæð sem nemur 21 prósenti af landsframleiðslu. Aldrei hefur staðan verið betri í lýðveldissögunni – Íslendingar hafa ávallt verið lántakendur við útlönd – og er hún nú ein sú hagfelldasta í allri Evrópu. Ástæða er til að ætla að þessi breyting sé varanleg sem endurspeglar þá kerfisbreytingu sem hefur orðið á grunngerð hagkerfisins. Þetta átti samt ekki að vera hægt. Litið aftur til ársins 2013, þegar erlend staða þjóðarbúsins var neikvæð um þúsund milljarða og raunverulegar áhyggjur voru um sjálfbærni skuldastöðunnar ef illa færi við losun hafta, áttu fáir von á þessum árangri. Þá einskorðaðist leið sumra, einkum stjórnmála- og embættismanna, við það að fara bónleiðina til Evrópska seðlabankans og slá þar risalán í evrum til að hleypa krónueignum erlendra kröfuhafa úr landi. Sem betur fer var önnur leið farin. Vel heppnuð áætlun um afnám hafta, byggð á sérsniðnum innlendum lausnum, breytti stöðunni á einni nóttu þegar kröfuhafar samþykktu að framselja krónueignir að virði meira en 500 milljarðar endurgjaldslaust til ríkisins – og um leið tóku væntingar innlendra og erlendra fjárfesta, ásamt fyrirtækjum og almenningi, stakkaskiptum gagnvart framtíð hagkerfisins. Nú telja hins vegar sumir að á sama tíma og þessi umskipti hafa orðið á hagkerfinu þá hafi umræðan um þriðja orkupakkann opnað upp á gátt spurninguna um hvort Ísland eigi heima í ESB. Þetta er furðulegt stöðumat. Verkefnið er að verja og betrumbæta EES-samninginn, okkar mikilvægasta alþjóðasamning, gegn þeim öflum sem nú skynja að þau kunni að hafa pólitíska stundarhagsmuni af því að grafa undan honum. Það er aftur á móti sannarlega ekki að setja enn á ný aðild að ESB á dagskrá, sem myndi valda djúpstæðum ágreiningi í samfélaginu, og þá um leið upptöku evru, sem væri meiriháttar glapræði. Stundum mætti halda að þeir hinir sömu, sem ætti að vera kunnugt um mikla og afgerandi andstöðu þjóðarinnar gegn slíkri vegferð, hafi lítið lært af reynslu síðustu ára heldur snúist málið orðið meira nánast um þráhyggju en raunhæft mat á því hvar íslenskum hagsmunum sé best borgið. Ísland, hvar hagkerfið hvílir á fáum stoðum sem kallar á sveigjanlegt gengisfyrirkomulag og á því fátt sameiginlegt með evrusvæðinu, á ekkert erindi í ESB. Eftir fordæmalausa efnahagsuppsveiflu hefur þjóðarbúið sjaldan staðið á sterkari stoðum. Sú staðreynd að Ísland er orðið að stórum lánveitenda við útlönd er aðeins eitt, ásamt meðal annars myndarlegum gjaldeyrisforða og litlum skuldum ríkissjóðs, af styrkleikamerkjum hagkerfisins. Ólíkt mörgum Evrópuríkjum, sem hafa yfir að ráða takmörkuðum úrræðum með vextina við núllið og eru föst í spennitreyju óburðugs myntbandalags, erum við vel í stakk búin til að takast á við skammvinnan efnahagssamdrátt. Við skulum nýta okkur þá stöðu, í stað þess að þrátta um eitthvað sem seint mun verða.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun