Chelsea áfrýjar banninu til Alþjóða íþróttadómstólsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2019 08:30 Leikmenn Chelsea fagna eftir sigur liðsins í Evrópudeildinni á dögunum. Getty/Etsuo Hara Chelsea hefur ákveðið að fara lengra með félagsskiptabann sitt en FIFA dæmdi enska úrvalsdeildarliðið í bann fram til janúar 2020. Chelsea hefur áfrýjað banninu sínu til Alþjóða íþróttadómstólsins í Sviss en hann heitir fullu nafni Court of Arbitration for Sport sem er vanalega skammstafað CAS.Chelsea have taken their appeal against a two-window transfer ban imposed by Fifa to the Court of Arbitration for Sport. Read more: https://t.co/x4vLjbx6HRpic.twitter.com/xg5INJbk1b — BBC Sport (@BBCSport) June 7, 2019Samkvæmt banninu hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu þá má Chelsea ekki kaupa nýja leikmenn í næstu tveimur félagsskiptagluggum. Chelsea áfrýjað fyrst til FIFA en komst ekkert áleiðis þar. Bannið kemur til vegna rannsóknar FIFA á samningagerð Chelsea við erlenda leikmenn sem ekki voru orðnir átján ára.BREAKING: Chelsea have appealed against their two-window transfer ban pic.twitter.com/s6RhtVmy2B — B/R Football (@brfootball) June 7, 2019Félagsskiptaglugginn lokar 8. ágúst næstkomandi og Alþjóða íþróttadómstóllinn getur ekki sagt til um það hvenær hann mun taka málið fyrir. Þetta gæti skapað Chelsea tíma til að undirbúa sig fyrir bannið með að kaupa nýja leikmenn á meðan málið er í meðferð hjá Alþjóða íþróttadómstólnum. Alþjóða íþróttadómstóllinn er gerðardómur með höfuðstöðvar í Lausanne í Sviss. CAS er sjálfstæður dómstóll og er æðsta dómstig sem fjallar um lögfræðileg álitaefni og ágreining á sviði íþrótta á heimsvísu. Dómstóllinn er því flestum tilvikum lokadómstig ákvarðana og úrskurða innan íþróttahreyfingarinnar.Chelsea keypti Christian Pulisic frá BorussiaDortmund fyrir 58 milljónir punda í janúar en kláraði tímabilið í láni hjá þýska liðinu. Allt bendir til þess að Chelsea sé að selja Belgíumanninn Eden Hazard til RealMadrid og þá hefur knattspyrnustjórinn MaurizioSarri sagt að það verði ekki auðvelt að berjast við ManchesterCity og Liverpool fái Chelsea ekki til sín nýja leikmenn.Chelsea áfrýjar ekki aðeins banninu heldur einnig sekt upp á 460 þúsund pund sem samsvara 72,3 milljónum íslenskra króna.Chelsea er reyndar í þeirri lúxusstöðu að geta kallað til sín fullt af leikmönnum úr láni eða mönnum eins og Tammy Abraham (Aston Villa), MichyBatshuayi (CrystalPalace), AlvaroMorata (AtleticoMadrid), Victor Moses (Fenerbahce), Kenedy (Newcastle), TiemoueBakayoko (ACMilan) og Kurt Zouma (Everton). Það eru líka margir yngri leikmenn á láni. England Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Sjá meira
Chelsea hefur ákveðið að fara lengra með félagsskiptabann sitt en FIFA dæmdi enska úrvalsdeildarliðið í bann fram til janúar 2020. Chelsea hefur áfrýjað banninu sínu til Alþjóða íþróttadómstólsins í Sviss en hann heitir fullu nafni Court of Arbitration for Sport sem er vanalega skammstafað CAS.Chelsea have taken their appeal against a two-window transfer ban imposed by Fifa to the Court of Arbitration for Sport. Read more: https://t.co/x4vLjbx6HRpic.twitter.com/xg5INJbk1b — BBC Sport (@BBCSport) June 7, 2019Samkvæmt banninu hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu þá má Chelsea ekki kaupa nýja leikmenn í næstu tveimur félagsskiptagluggum. Chelsea áfrýjað fyrst til FIFA en komst ekkert áleiðis þar. Bannið kemur til vegna rannsóknar FIFA á samningagerð Chelsea við erlenda leikmenn sem ekki voru orðnir átján ára.BREAKING: Chelsea have appealed against their two-window transfer ban pic.twitter.com/s6RhtVmy2B — B/R Football (@brfootball) June 7, 2019Félagsskiptaglugginn lokar 8. ágúst næstkomandi og Alþjóða íþróttadómstóllinn getur ekki sagt til um það hvenær hann mun taka málið fyrir. Þetta gæti skapað Chelsea tíma til að undirbúa sig fyrir bannið með að kaupa nýja leikmenn á meðan málið er í meðferð hjá Alþjóða íþróttadómstólnum. Alþjóða íþróttadómstóllinn er gerðardómur með höfuðstöðvar í Lausanne í Sviss. CAS er sjálfstæður dómstóll og er æðsta dómstig sem fjallar um lögfræðileg álitaefni og ágreining á sviði íþrótta á heimsvísu. Dómstóllinn er því flestum tilvikum lokadómstig ákvarðana og úrskurða innan íþróttahreyfingarinnar.Chelsea keypti Christian Pulisic frá BorussiaDortmund fyrir 58 milljónir punda í janúar en kláraði tímabilið í láni hjá þýska liðinu. Allt bendir til þess að Chelsea sé að selja Belgíumanninn Eden Hazard til RealMadrid og þá hefur knattspyrnustjórinn MaurizioSarri sagt að það verði ekki auðvelt að berjast við ManchesterCity og Liverpool fái Chelsea ekki til sín nýja leikmenn.Chelsea áfrýjar ekki aðeins banninu heldur einnig sekt upp á 460 þúsund pund sem samsvara 72,3 milljónum íslenskra króna.Chelsea er reyndar í þeirri lúxusstöðu að geta kallað til sín fullt af leikmönnum úr láni eða mönnum eins og Tammy Abraham (Aston Villa), MichyBatshuayi (CrystalPalace), AlvaroMorata (AtleticoMadrid), Victor Moses (Fenerbahce), Kenedy (Newcastle), TiemoueBakayoko (ACMilan) og Kurt Zouma (Everton). Það eru líka margir yngri leikmenn á láni.
England Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Sjá meira