Segir Trump ekki gera betur en Alexander mikli og Gengis Kan Kjartan Kjartansson skrifar 20. maí 2019 16:12 Zarif, utanríkisráðherra Írans. Vísir/EPA Utanríkisráðherra Írans stingur upp á því að Donald Trump Bandaríkjaforseti komi fram af virðingu eftir að hann tísti um gereyðingu landsins í gær. Ráðherrann segir að Trump eigi ekki eftir að verða meira ágengt en öðrum innrásarmönnum eins og Alexander mikla og Gengis Kan. Vaxandi spenna hefur einkennt samband Bandaríkjanna og Íran undanfarin misseri, ekki síst eftir að Trump Bandaríkjaforseti sagði Bandaríkin frá kjarnorkusamningi heimsveldanna við Íran. Trump sendi nýlega fleiri herskip og flugvélar í Persaflóa og vísuðu bandarísk stjórnvöld til óskilgreindrar íranskrar ógnar. Nú um helgina tísti Trump svo skyndilega hótun í garð Írana þess efnis að þeir skyldu hætta að ógna Bandaríkjunum. „Ef Íran vill berjast verða það opinber endalok Írans. Hótið aldrei Bandaríkjunum aftur!“ tísti Bandaríkjaforseti í gær. Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, þótti lítið til ummæla Trump koma og sagði það sem hann kallaði „B-liðið“ egna forsetann út í stríð. Með „B-liðinu“ virðist Zarif eiga við þjóðaröryggisráðgjafa Trump, John Bolton, Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, og Mohammad bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu. „Donald Trump vonast til þess að ná því sem Alexander [mikla], Gengis [Kan] og öðrum innrásarmönnum tókst ekki. Íranir hafa staðið uppréttir í árþúsundir á meðan allir innrásarmenn hafa horfið. Efnahagsleg hryðjuverk og þjóðarmorðsögranir munu ekki binda enda á Íran,“ tísti Zarif „Prófaðu virðingu, hún virkar!“ sagði utanríkisráðherrann ennfremur. Þess ber þó að geta að bæði Alexander mikli og Gengis Kan lögðu undir sig Persíu, forvera Írans, þó að veldi þeirra hafi síðar liðast í sundur.Goaded by #B_Team, @realdonaldTrump hopes to achieve what Alexander, Genghis & other aggressors failed to do. Iranians have stood tall for millennia while aggressors all gone. #EconomicTerrorism & genocidal taunts won't "end Iran". #NeverThreatenAnIranian. Try respect—it works!— Javad Zarif (@JZarif) May 20, 2019 Bandaríkin Donald Trump Íran Tengdar fréttir Virtist hóta því að gjöreyðileggja Íran Bandaríkjaforseti sendi Írönum skilaboð í gegnum Twitter þar sem hann virðist hóta því að gjöreyðileggja ríkið, hætti það ekki að ögra Bandaríkjunum. 20. maí 2019 08:31 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira
Utanríkisráðherra Írans stingur upp á því að Donald Trump Bandaríkjaforseti komi fram af virðingu eftir að hann tísti um gereyðingu landsins í gær. Ráðherrann segir að Trump eigi ekki eftir að verða meira ágengt en öðrum innrásarmönnum eins og Alexander mikla og Gengis Kan. Vaxandi spenna hefur einkennt samband Bandaríkjanna og Íran undanfarin misseri, ekki síst eftir að Trump Bandaríkjaforseti sagði Bandaríkin frá kjarnorkusamningi heimsveldanna við Íran. Trump sendi nýlega fleiri herskip og flugvélar í Persaflóa og vísuðu bandarísk stjórnvöld til óskilgreindrar íranskrar ógnar. Nú um helgina tísti Trump svo skyndilega hótun í garð Írana þess efnis að þeir skyldu hætta að ógna Bandaríkjunum. „Ef Íran vill berjast verða það opinber endalok Írans. Hótið aldrei Bandaríkjunum aftur!“ tísti Bandaríkjaforseti í gær. Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, þótti lítið til ummæla Trump koma og sagði það sem hann kallaði „B-liðið“ egna forsetann út í stríð. Með „B-liðinu“ virðist Zarif eiga við þjóðaröryggisráðgjafa Trump, John Bolton, Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, og Mohammad bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu. „Donald Trump vonast til þess að ná því sem Alexander [mikla], Gengis [Kan] og öðrum innrásarmönnum tókst ekki. Íranir hafa staðið uppréttir í árþúsundir á meðan allir innrásarmenn hafa horfið. Efnahagsleg hryðjuverk og þjóðarmorðsögranir munu ekki binda enda á Íran,“ tísti Zarif „Prófaðu virðingu, hún virkar!“ sagði utanríkisráðherrann ennfremur. Þess ber þó að geta að bæði Alexander mikli og Gengis Kan lögðu undir sig Persíu, forvera Írans, þó að veldi þeirra hafi síðar liðast í sundur.Goaded by #B_Team, @realdonaldTrump hopes to achieve what Alexander, Genghis & other aggressors failed to do. Iranians have stood tall for millennia while aggressors all gone. #EconomicTerrorism & genocidal taunts won't "end Iran". #NeverThreatenAnIranian. Try respect—it works!— Javad Zarif (@JZarif) May 20, 2019
Bandaríkin Donald Trump Íran Tengdar fréttir Virtist hóta því að gjöreyðileggja Íran Bandaríkjaforseti sendi Írönum skilaboð í gegnum Twitter þar sem hann virðist hóta því að gjöreyðileggja ríkið, hætti það ekki að ögra Bandaríkjunum. 20. maí 2019 08:31 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira
Virtist hóta því að gjöreyðileggja Íran Bandaríkjaforseti sendi Írönum skilaboð í gegnum Twitter þar sem hann virðist hóta því að gjöreyðileggja ríkið, hætti það ekki að ögra Bandaríkjunum. 20. maí 2019 08:31