Segir Trump ekki gera betur en Alexander mikli og Gengis Kan Kjartan Kjartansson skrifar 20. maí 2019 16:12 Zarif, utanríkisráðherra Írans. Vísir/EPA Utanríkisráðherra Írans stingur upp á því að Donald Trump Bandaríkjaforseti komi fram af virðingu eftir að hann tísti um gereyðingu landsins í gær. Ráðherrann segir að Trump eigi ekki eftir að verða meira ágengt en öðrum innrásarmönnum eins og Alexander mikla og Gengis Kan. Vaxandi spenna hefur einkennt samband Bandaríkjanna og Íran undanfarin misseri, ekki síst eftir að Trump Bandaríkjaforseti sagði Bandaríkin frá kjarnorkusamningi heimsveldanna við Íran. Trump sendi nýlega fleiri herskip og flugvélar í Persaflóa og vísuðu bandarísk stjórnvöld til óskilgreindrar íranskrar ógnar. Nú um helgina tísti Trump svo skyndilega hótun í garð Írana þess efnis að þeir skyldu hætta að ógna Bandaríkjunum. „Ef Íran vill berjast verða það opinber endalok Írans. Hótið aldrei Bandaríkjunum aftur!“ tísti Bandaríkjaforseti í gær. Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, þótti lítið til ummæla Trump koma og sagði það sem hann kallaði „B-liðið“ egna forsetann út í stríð. Með „B-liðinu“ virðist Zarif eiga við þjóðaröryggisráðgjafa Trump, John Bolton, Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, og Mohammad bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu. „Donald Trump vonast til þess að ná því sem Alexander [mikla], Gengis [Kan] og öðrum innrásarmönnum tókst ekki. Íranir hafa staðið uppréttir í árþúsundir á meðan allir innrásarmenn hafa horfið. Efnahagsleg hryðjuverk og þjóðarmorðsögranir munu ekki binda enda á Íran,“ tísti Zarif „Prófaðu virðingu, hún virkar!“ sagði utanríkisráðherrann ennfremur. Þess ber þó að geta að bæði Alexander mikli og Gengis Kan lögðu undir sig Persíu, forvera Írans, þó að veldi þeirra hafi síðar liðast í sundur.Goaded by #B_Team, @realdonaldTrump hopes to achieve what Alexander, Genghis & other aggressors failed to do. Iranians have stood tall for millennia while aggressors all gone. #EconomicTerrorism & genocidal taunts won't "end Iran". #NeverThreatenAnIranian. Try respect—it works!— Javad Zarif (@JZarif) May 20, 2019 Bandaríkin Donald Trump Íran Tengdar fréttir Virtist hóta því að gjöreyðileggja Íran Bandaríkjaforseti sendi Írönum skilaboð í gegnum Twitter þar sem hann virðist hóta því að gjöreyðileggja ríkið, hætti það ekki að ögra Bandaríkjunum. 20. maí 2019 08:31 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Utanríkisráðherra Írans stingur upp á því að Donald Trump Bandaríkjaforseti komi fram af virðingu eftir að hann tísti um gereyðingu landsins í gær. Ráðherrann segir að Trump eigi ekki eftir að verða meira ágengt en öðrum innrásarmönnum eins og Alexander mikla og Gengis Kan. Vaxandi spenna hefur einkennt samband Bandaríkjanna og Íran undanfarin misseri, ekki síst eftir að Trump Bandaríkjaforseti sagði Bandaríkin frá kjarnorkusamningi heimsveldanna við Íran. Trump sendi nýlega fleiri herskip og flugvélar í Persaflóa og vísuðu bandarísk stjórnvöld til óskilgreindrar íranskrar ógnar. Nú um helgina tísti Trump svo skyndilega hótun í garð Írana þess efnis að þeir skyldu hætta að ógna Bandaríkjunum. „Ef Íran vill berjast verða það opinber endalok Írans. Hótið aldrei Bandaríkjunum aftur!“ tísti Bandaríkjaforseti í gær. Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, þótti lítið til ummæla Trump koma og sagði það sem hann kallaði „B-liðið“ egna forsetann út í stríð. Með „B-liðinu“ virðist Zarif eiga við þjóðaröryggisráðgjafa Trump, John Bolton, Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, og Mohammad bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu. „Donald Trump vonast til þess að ná því sem Alexander [mikla], Gengis [Kan] og öðrum innrásarmönnum tókst ekki. Íranir hafa staðið uppréttir í árþúsundir á meðan allir innrásarmenn hafa horfið. Efnahagsleg hryðjuverk og þjóðarmorðsögranir munu ekki binda enda á Íran,“ tísti Zarif „Prófaðu virðingu, hún virkar!“ sagði utanríkisráðherrann ennfremur. Þess ber þó að geta að bæði Alexander mikli og Gengis Kan lögðu undir sig Persíu, forvera Írans, þó að veldi þeirra hafi síðar liðast í sundur.Goaded by #B_Team, @realdonaldTrump hopes to achieve what Alexander, Genghis & other aggressors failed to do. Iranians have stood tall for millennia while aggressors all gone. #EconomicTerrorism & genocidal taunts won't "end Iran". #NeverThreatenAnIranian. Try respect—it works!— Javad Zarif (@JZarif) May 20, 2019
Bandaríkin Donald Trump Íran Tengdar fréttir Virtist hóta því að gjöreyðileggja Íran Bandaríkjaforseti sendi Írönum skilaboð í gegnum Twitter þar sem hann virðist hóta því að gjöreyðileggja ríkið, hætti það ekki að ögra Bandaríkjunum. 20. maí 2019 08:31 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Virtist hóta því að gjöreyðileggja Íran Bandaríkjaforseti sendi Írönum skilaboð í gegnum Twitter þar sem hann virðist hóta því að gjöreyðileggja ríkið, hætti það ekki að ögra Bandaríkjunum. 20. maí 2019 08:31