Matvælastofnun varar við neyslu á efninu vegna þess að magn B6 vítamíns í ráðlögðum daglegum neysluskammti fæðubótarefnisins fer yfir efri þol-/öryggismörk sem ákvörðuð eru af vísindanefndum Matvælaöryggisstofnunar Evrópu (EFSA).
Fram kemur í tilkynningu MAST vegna innköllunarinnar að ráðlagður daglegur neysluskammtur fyrir fæðubótarefnið er 1 til 2 töflur á dag en í einni töflu eru 15 mg af B6 vítamíni.
„Samkvæmt áliti vísindanefnda EFSA eru efri þol-/öryggismörk fyrir B6 vítamín 25 mg á dag fyrir fullorðna,“ segir í tilkynningunni.

• Vörumerki: Nutra
• Vöruheiti: B sterkar- B vítamín extra sterkar
• Strikanúmer: 5690350054645
• Best fyrir: Allar dagsetningar
• Framleiðsluland: England
• Dreifing: Allar verslanir Bónuss, Hagkaupa og Super1
Viðskiptavinum Bónus, Hagkaups og Super1 sem keypt hafa vöruna er bent á að þeir geta skilað henni í verslunina þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu.