Hvað er næsta Game of Thrones? Björn Berg Gunnarsson skrifar 22. maí 2019 07:00 Reiknað er með að heildarkostnaður við framleiðslu síðustu þáttaraðar Game of Thrones, sem lauk nú á sunnudaginn, hafi numið um 90 milljónum dollara, eða 11 milljörðum króna. Kostnaður hvers þáttar er með því mesta sem sést hefur og í fljótu bragði virðist sem læknaþættirnir ER séu einir um að hafa verið dýrari þegar mest lét. Þó að Game of Thrones hafi nú lokið göngu sinni er framleiðsla rándýrra sjónvarpsþátta rétt að byrja, enda vilja allir eignast sitt eigið Game of Thrones. Þannig er Jeff Bezos, eigandi Amazon, sagður hafa komist að orði í aðdraganda þess að greiddar voru 250 milljónir dollara fyrir framleiðslurétt þáttaraðar sem byggð verður á Hringadróttinssögu. Reiknað er með að framleiðslukostnaður þáttanna nemi um 750 milljónum dollara til viðbótar sem gerir þá tæplega tvöfalt dýrari en Game of Thrones. Disney ætlar sér auk þess stóra sneið af sjónvarpskökunni þegar nýrri streymisveitu fyrirtækisins, Disney+, verður hleypt af stokkunum í haust. Þá verða meðal annars Star Wars þættirnir um manninn frá Mandalore frumsýndir og mun hver hinna tíu þátta kosta 10 milljónir dollara. Með tilkomu Disney+ missir Netflix vinsælt dagskrárefni af veitu sinni en bætir upp fyrir það með því að verja hátt í 2.000 milljörðum króna í kaup á efni í ár. Apple hefur innreið sína á markaðinn með streymisveitu í haust og verður um 250 milljörðum króna varið til efniskaupa. En hvað er næsta Game of Thrones? Líklega er svarið Game of Thrones. Það ætti ekki að koma á óvart að HBO mun áfram veðja á vinsældir hugarheims George R. R. Martin. Nú er kappinn að skrifa nýja þætti og reiknað er með að kostnaður við framleiðslu hvers þeirra verði á við dýrustu þáttaraðir. Star Wars, Game of Thrones og Lord of the Rings. Það er ekki beint verið að finna upp hjólið, en það verður öllum sama um það þegar tekjurnar streyma inn.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Game of Thrones Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Reiknað er með að heildarkostnaður við framleiðslu síðustu þáttaraðar Game of Thrones, sem lauk nú á sunnudaginn, hafi numið um 90 milljónum dollara, eða 11 milljörðum króna. Kostnaður hvers þáttar er með því mesta sem sést hefur og í fljótu bragði virðist sem læknaþættirnir ER séu einir um að hafa verið dýrari þegar mest lét. Þó að Game of Thrones hafi nú lokið göngu sinni er framleiðsla rándýrra sjónvarpsþátta rétt að byrja, enda vilja allir eignast sitt eigið Game of Thrones. Þannig er Jeff Bezos, eigandi Amazon, sagður hafa komist að orði í aðdraganda þess að greiddar voru 250 milljónir dollara fyrir framleiðslurétt þáttaraðar sem byggð verður á Hringadróttinssögu. Reiknað er með að framleiðslukostnaður þáttanna nemi um 750 milljónum dollara til viðbótar sem gerir þá tæplega tvöfalt dýrari en Game of Thrones. Disney ætlar sér auk þess stóra sneið af sjónvarpskökunni þegar nýrri streymisveitu fyrirtækisins, Disney+, verður hleypt af stokkunum í haust. Þá verða meðal annars Star Wars þættirnir um manninn frá Mandalore frumsýndir og mun hver hinna tíu þátta kosta 10 milljónir dollara. Með tilkomu Disney+ missir Netflix vinsælt dagskrárefni af veitu sinni en bætir upp fyrir það með því að verja hátt í 2.000 milljörðum króna í kaup á efni í ár. Apple hefur innreið sína á markaðinn með streymisveitu í haust og verður um 250 milljörðum króna varið til efniskaupa. En hvað er næsta Game of Thrones? Líklega er svarið Game of Thrones. Það ætti ekki að koma á óvart að HBO mun áfram veðja á vinsældir hugarheims George R. R. Martin. Nú er kappinn að skrifa nýja þætti og reiknað er með að kostnaður við framleiðslu hvers þeirra verði á við dýrustu þáttaraðir. Star Wars, Game of Thrones og Lord of the Rings. Það er ekki beint verið að finna upp hjólið, en það verður öllum sama um það þegar tekjurnar streyma inn.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar