Stóraukin aðsókn í kennaranám Guðríður Arnardóttir skrifar 22. maí 2019 08:15 Þau ánægjulegu tíðindi berast nú að aðsókn í kennaranám hefur stóraukist þar sem heildarfjöldi umsækjenda um M.Ed nám hefur aukist úr 186 í 264. Þetta er aukning um ríflega 40%. Án efa má þakka aðgerðaráætlun stjórnvalda um þennan aukna áhuga þar sem fimmta árið verður nú launað starfsnám að hluta, nemar munu njóta sérkjara hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna og síðast en ekki síst geta kennaranemar sótt um allt að 800 þúsund króna námsstyrk. Lofa skal það sem vel er gert og hér má glögglega sjá að skýr markmið og raunhæfar aðgerðir skila okkur strax árangri. Fyrir Alþingi liggur hins vegar frumvarp um breytingar á lögum um menntun og ráðningu kennara. Umdeilt frumvarp sem er um margt gallað. Meðal annars er gert ráð fyrir einu leyfisbréfi kennara í leik-, grunn- og framhaldsskóla með tilheyrandi gjaldfellingu sérhæfingar á þessum þremur skólastigum. Framhaldsskólakennarar hafa bent á að frumvarpið þarfnist vandaðri rýni og alls ekki óvíst að sátt megi skapa meðal kennarastéttanna um ný frumvarpsdrög á nýju þingi á komandi hausti. Félag framhaldsskólakennara ásamt okkar helstu sérfræðingum í menntun kennara hafa eindregið varað við frumvarpinu og teljum við það þokkalega byrjun á máli sem þarf að vinna betur. En Alþingi getur án afleiðinga frestað afgreiðslu frumvarpsins og gefið okkur svigrúm til að rýna það frekar og skoða þá ágalla sem á málinu eru. Aðgerðaáætlun mennta- og menningarmálaráðherra stendur óhögguð hvort sem er enda um sjálfstæða aðgerð að ræða.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Sjá meira
Þau ánægjulegu tíðindi berast nú að aðsókn í kennaranám hefur stóraukist þar sem heildarfjöldi umsækjenda um M.Ed nám hefur aukist úr 186 í 264. Þetta er aukning um ríflega 40%. Án efa má þakka aðgerðaráætlun stjórnvalda um þennan aukna áhuga þar sem fimmta árið verður nú launað starfsnám að hluta, nemar munu njóta sérkjara hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna og síðast en ekki síst geta kennaranemar sótt um allt að 800 þúsund króna námsstyrk. Lofa skal það sem vel er gert og hér má glögglega sjá að skýr markmið og raunhæfar aðgerðir skila okkur strax árangri. Fyrir Alþingi liggur hins vegar frumvarp um breytingar á lögum um menntun og ráðningu kennara. Umdeilt frumvarp sem er um margt gallað. Meðal annars er gert ráð fyrir einu leyfisbréfi kennara í leik-, grunn- og framhaldsskóla með tilheyrandi gjaldfellingu sérhæfingar á þessum þremur skólastigum. Framhaldsskólakennarar hafa bent á að frumvarpið þarfnist vandaðri rýni og alls ekki óvíst að sátt megi skapa meðal kennarastéttanna um ný frumvarpsdrög á nýju þingi á komandi hausti. Félag framhaldsskólakennara ásamt okkar helstu sérfræðingum í menntun kennara hafa eindregið varað við frumvarpinu og teljum við það þokkalega byrjun á máli sem þarf að vinna betur. En Alþingi getur án afleiðinga frestað afgreiðslu frumvarpsins og gefið okkur svigrúm til að rýna það frekar og skoða þá ágalla sem á málinu eru. Aðgerðaáætlun mennta- og menningarmálaráðherra stendur óhögguð hvort sem er enda um sjálfstæða aðgerð að ræða.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar