Kóalabirnir nú taldir vera svo gott sem útdauðir PK skrifar 24. maí 2019 06:00 Kóalabirnir eru af mörgum taldir einkennandi fyrir ástralskt dýralíf. Þessi kóalabjörn tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty Í fréttatilkynningu Australian Koala Foundation (AKF) greinir frá því að stærð kóalabjarnastofnsins í Ástralíu sé orðin svo takmörkuð að stofnunin sjái nú fram á algjöra útrýmingu dýrategundarinnar. AKF hefur fylgst með 128 sýslum í Ástralíu síðan 2010 og segja það vera áfall að í 41 sýslu af þessum 128 sé nú enga kóalabirni að finna. „AKF telur að fjöldi kóalabjarna í Ástralíu sé ekki meiri en 80.000, sem er um eitt prósent af þeim átta milljón sem veiddir voru fyrir feld sinn og sendir til London á árunum 1890 til 1927,“ segir Deborah Tabart, framkvæmdastjóri AKF. Í bréfum til Scotts Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, og leiðtoga stjórnarandstöðunnar segir AKF örlög kóalabjarnanna vera í þeirra höndum, en AKF hefur ekki fengið svar samkvæmt áðurnefndri fréttatilkynningu. Tabart er gagnrýnin á núgildandi löggjöf um kóalabirnina og segir viðurstyggilegasta hluta hennar vera þá staðreynd að fyrirtækjum á svæðinu sé gefið leyfi til þess að taka – sem Tabart segir vera fegrunarheiti á að drepa – kóalabirni úr trjám sem á að höggva. Tabart skorar á forsætisráðherra Ástralíu að samþykkja nýtt lagafrumvarp sem kallast Koala Protection Act, frumvarp sem mun vernda bæði birnina og skógana sem þeir lifa í. Frumvarpið er byggt á svipaðri löggjöf í Bandaríkjunum um verndun skallaarnarins. Ljóst er að án tafarlausra aðgerða sér AKF fram á yfirvofandi útrýmingu kóalabjarnanna. „Einkennisdýr áströlsku ferðaþjónustunnar er að deyja út og nei, dýragarðar eru ekki lausnin. Lausnin er að bjarga búsvæði þeirra.“ Ástralía Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Í fréttatilkynningu Australian Koala Foundation (AKF) greinir frá því að stærð kóalabjarnastofnsins í Ástralíu sé orðin svo takmörkuð að stofnunin sjái nú fram á algjöra útrýmingu dýrategundarinnar. AKF hefur fylgst með 128 sýslum í Ástralíu síðan 2010 og segja það vera áfall að í 41 sýslu af þessum 128 sé nú enga kóalabirni að finna. „AKF telur að fjöldi kóalabjarna í Ástralíu sé ekki meiri en 80.000, sem er um eitt prósent af þeim átta milljón sem veiddir voru fyrir feld sinn og sendir til London á árunum 1890 til 1927,“ segir Deborah Tabart, framkvæmdastjóri AKF. Í bréfum til Scotts Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, og leiðtoga stjórnarandstöðunnar segir AKF örlög kóalabjarnanna vera í þeirra höndum, en AKF hefur ekki fengið svar samkvæmt áðurnefndri fréttatilkynningu. Tabart er gagnrýnin á núgildandi löggjöf um kóalabirnina og segir viðurstyggilegasta hluta hennar vera þá staðreynd að fyrirtækjum á svæðinu sé gefið leyfi til þess að taka – sem Tabart segir vera fegrunarheiti á að drepa – kóalabirni úr trjám sem á að höggva. Tabart skorar á forsætisráðherra Ástralíu að samþykkja nýtt lagafrumvarp sem kallast Koala Protection Act, frumvarp sem mun vernda bæði birnina og skógana sem þeir lifa í. Frumvarpið er byggt á svipaðri löggjöf í Bandaríkjunum um verndun skallaarnarins. Ljóst er að án tafarlausra aðgerða sér AKF fram á yfirvofandi útrýmingu kóalabjarnanna. „Einkennisdýr áströlsku ferðaþjónustunnar er að deyja út og nei, dýragarðar eru ekki lausnin. Lausnin er að bjarga búsvæði þeirra.“
Ástralía Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira