Ríkið viðurkennir fyrir ESA að Fríhöfnin sé einokunarverslun Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 25. maí 2019 07:15 Frá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Andri Marinó Samkeppni Íslensk stjórnvöld hafa fallist á rök ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, um að Fríhöfnin sé ríkiseinkasala og þurfi þar af leiðandi að innleiða nýtt verklag til að tryggja að vörum og heildsölum verði ekki mismunað. Þá þarf að tryggja jafnræði í auglýsingum og kynningum á áfengistegundum. Þetta kemur fram í bréfi sem fjármála- og efnahagsráðuneytið sendi ESA þar sem greint er frá því að stjórnvöld hafi endurskoðað afstöðu sína til málsins og fallist nú á málflutning eftirlitsstofnunarinnar. Bréfið var sent um miðjan apríl, aðeins um einum og hálfum mánuði eftir að ráðuneytið sendi annað bréf þar sem rökum ESA var andmælt. Forsagan er sú að ESA barst kvörtun árið 2016 frá íslenskum áfengisinnflytjanda sem sagði að Fríhöfnin hefði ekki tekið upp neinar hlutlægar eða gegnsæjar reglur um innkaup. Reglurnar virtust handahófskenndar og þar af leiðandi hefði fyrirtækið ekki getað komið vörum sínum í hillur Fríhafnarinnar. Niðurstaða ESA var sú að sala áfengis í verslunum Fríhafnarinnar bryti í bága við EES-samninginn, nánar tiltekið 16. grein samningsins. Í raun væri ríkiseinokun í Fríhöfninni og hefði ekki tekið upp gegnsæjar reglur sem tryggðu að engum heildsölum væri mismunað í tengslum við innkaup og vöruúrval. Þá bendir ESA á að aðeins ákveðnar vörur séu auglýstar á vefsíðu Fríhafnarinnar. Svo virðist sem Fríhöfninni beri ekki skylda, samkvæmt núverandi fyrirkomulagi, til að tryggja að auglýsingar séu óháðar upprunalandi vörunnar og að nýjar vörur séu kynntar neytendum. Það er jafnframt brot á 16. grein samningsins að mati ESA. Rök ESA voru að Fríhöfnin væri í fullri eigu ríkisins í gegnum Isavia og hefði einkasölurétt á áfengi í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli. Auk þess gerði einkasölurétturinn henni kleift að hafa veruleg áhrif á innflutning á áfengi frá öðrum löndum á EES-svæðinu til Íslands. Bent var á að hlutdeild Fríhafnarinnar í áfengissölu á Íslandi væri 14 prósent. „Breytingarnar munu hafa þau áhrif að settar verða reglur um vöruval og innkaup Fríhafnarinnar á áfengi sem taka mið af eftirspurn kaupenda en eiga jafnframt að tryggja framleiðendum og birgjum möguleika á að koma vörum í sölu í tollfrjálsri verslun. Þetta er gert til að tryggja gagnsæi og jafnræði aðila sem vilja koma vörum í sölu í Fríhöfninni. Vinna við gerð reglnanna er á byrjunarstigi. Í júní fundar ráðuneytið með ESA þar sem farið verður yfir fyrstu drög að reglunum,“ segir í svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Birtist í Fréttablaðinu Keflavíkurflugvöllur Neytendur Samkeppnismál Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Samkeppni Íslensk stjórnvöld hafa fallist á rök ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, um að Fríhöfnin sé ríkiseinkasala og þurfi þar af leiðandi að innleiða nýtt verklag til að tryggja að vörum og heildsölum verði ekki mismunað. Þá þarf að tryggja jafnræði í auglýsingum og kynningum á áfengistegundum. Þetta kemur fram í bréfi sem fjármála- og efnahagsráðuneytið sendi ESA þar sem greint er frá því að stjórnvöld hafi endurskoðað afstöðu sína til málsins og fallist nú á málflutning eftirlitsstofnunarinnar. Bréfið var sent um miðjan apríl, aðeins um einum og hálfum mánuði eftir að ráðuneytið sendi annað bréf þar sem rökum ESA var andmælt. Forsagan er sú að ESA barst kvörtun árið 2016 frá íslenskum áfengisinnflytjanda sem sagði að Fríhöfnin hefði ekki tekið upp neinar hlutlægar eða gegnsæjar reglur um innkaup. Reglurnar virtust handahófskenndar og þar af leiðandi hefði fyrirtækið ekki getað komið vörum sínum í hillur Fríhafnarinnar. Niðurstaða ESA var sú að sala áfengis í verslunum Fríhafnarinnar bryti í bága við EES-samninginn, nánar tiltekið 16. grein samningsins. Í raun væri ríkiseinokun í Fríhöfninni og hefði ekki tekið upp gegnsæjar reglur sem tryggðu að engum heildsölum væri mismunað í tengslum við innkaup og vöruúrval. Þá bendir ESA á að aðeins ákveðnar vörur séu auglýstar á vefsíðu Fríhafnarinnar. Svo virðist sem Fríhöfninni beri ekki skylda, samkvæmt núverandi fyrirkomulagi, til að tryggja að auglýsingar séu óháðar upprunalandi vörunnar og að nýjar vörur séu kynntar neytendum. Það er jafnframt brot á 16. grein samningsins að mati ESA. Rök ESA voru að Fríhöfnin væri í fullri eigu ríkisins í gegnum Isavia og hefði einkasölurétt á áfengi í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli. Auk þess gerði einkasölurétturinn henni kleift að hafa veruleg áhrif á innflutning á áfengi frá öðrum löndum á EES-svæðinu til Íslands. Bent var á að hlutdeild Fríhafnarinnar í áfengissölu á Íslandi væri 14 prósent. „Breytingarnar munu hafa þau áhrif að settar verða reglur um vöruval og innkaup Fríhafnarinnar á áfengi sem taka mið af eftirspurn kaupenda en eiga jafnframt að tryggja framleiðendum og birgjum möguleika á að koma vörum í sölu í tollfrjálsri verslun. Þetta er gert til að tryggja gagnsæi og jafnræði aðila sem vilja koma vörum í sölu í Fríhöfninni. Vinna við gerð reglnanna er á byrjunarstigi. Í júní fundar ráðuneytið með ESA þar sem farið verður yfir fyrstu drög að reglunum,“ segir í svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins.
Birtist í Fréttablaðinu Keflavíkurflugvöllur Neytendur Samkeppnismál Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira