Þetta eru fín kaflaskil í lífinu Kristinn Páll Teitsson skrifar 27. maí 2019 07:00 Freydís Halla, hér fremst sem fánaberi Íslands á Vetrarólympíuleikunum í Pyeonchang árið 2018 þar sem hún lenti í 41. sæti í svigi. Nordicphotos/getty Ein fremsta skíðakona landsins undanfarin ár, Freydís Halla Einarsdóttir, tilkynnti það á dögunum að keppnisskíðin væru á leiðinni á hilluna í bili þrátt fyrir að hún sé aðeins 24 ára gömul. Freydís fór sautján ára í fyrsta sinn á HM og vann sex alþjóðleg FIS-mót erlendis. Hún náði efst í 165. sæti heimslistans í svigi og varð sjö sinnum Íslandsmeistari á ferlinum. „Nei, samt er tilfinningin bara góð, ég er búin að hugsa þetta í vetur og komst að þessari niðurstöðu,“ segir Freydís hlæjandi þegar undirritaður ber undir hana að þetta sé enginn aldur til að hætta í afreksíþróttum. Freydís er komin heim eftir að hafa verið undanfarin ár við nám í Plymouth State-háskólanum í Bandaríkjunum þar sem hún lærði þjálfunar- og lífeðlisfræði (e. exercise physiology) ásamt því að æfa og keppa fyrir skíðalið skólans. Aðspurð segir Freydís að hún hafi verið að hugsa hvert næsta skref yrði eftir háskólanámið og tók hún ákvörðun um að leggja keppnisskíðin á hilluna í bili. „Þetta var engin skyndiákvörðun, ég er búin að hugsa vel um þetta. Ég vissi að þegar ég væri búin að útskrifast þá gæti ég ekki lengur verið að skíða og keppa fyrir háskólann eins og síðustu fjögur ár. Sá möguleiki sem ég hafði til að halda áfram var að flytja aftur til Íslands og vera með landsliðinu en því fylgir mikill kostnaður og ferðalög. Það er eitthvað sem ég hef gert áður og ég var ekki tilbúin að fara í það aftur og tók því þessa ákvörðun. Maður þarf að gefa sér mikinn tíma og afla penings til að halda áfram á hæsta stigi og ég hafði ekki áhuga á að halda því áfram að svo stöddu. Þetta eru fín kaflaskil í lífinu til að hefja eitthvað nýtt,“ segir Freydís sem er að skoða möguleikann á að fá vinnu vestanhafs. Freydís segist ekki vera búin að ákveða hvort hún bjóðist til að aðstoða Skíðasamband Íslands í ljósi menntunar sinnar og reynslu. „Ég er ekki búin að ákveða neitt en það er aldrei að vita. Ég mun halda áfram að skíða eitthvað sem áhugamaður og leika mér í fjallinu. Ég mun hjálpa til ef Skíðasambandið óskar eftir því að fá aðstoð en annars er ekkert komið á hreint,“ segir Freydís sem útilokar ekki að hún taki þátt í móti á Íslandi á næsta tímabili. „Það er aldrei að vita, ef mann er farið að klæja í að komast á skíði, nema ég taki þátt í móti á Íslandi en kannski verður enginn áhugi og ég fer sem áhorfandi,“ segir Freydís létt. Freydís á ekki erfitt með að svara hver hápunktur ferilsins sé. „Það eru Ólympíuleikarnir, það er eitt af því stærsta sem ég tek með mér úr ferlinum. Að hafa fengið að fara þangað til Suður-Kóreu og upplifa allt annað en ég þekkti áður ofan á að fá að keppa á stærsta sviði íþróttanna,“ segir Freydís sem var fánaberi á Vetrarólympíuleikunum í Pyeonchang. „Það var ofboðslegur heiður og mögnuð upplifun. Það er eitthvað sem ég mun alltaf muna eftir og taka með mér.“ Þá fór Freydís fjórum sinnum á HM og náði silfurverðlaunum á HM unglinga árið 2011. „Ég fékk silfur í mínum aldursflokki sem er skemmtilegt og eftirminnilegt. Sú sem vann, Petra Vlhová, er núna ein af bestu skíðakonum heims og það er gaman að hafa verið að berjast við hana á svona móti.“kristinnpall@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Sænsku meistararnir örugglega áfram Í beinni: Breiðablik - Egnatia | Meistaradeildarkvöld á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sjá meira
Ein fremsta skíðakona landsins undanfarin ár, Freydís Halla Einarsdóttir, tilkynnti það á dögunum að keppnisskíðin væru á leiðinni á hilluna í bili þrátt fyrir að hún sé aðeins 24 ára gömul. Freydís fór sautján ára í fyrsta sinn á HM og vann sex alþjóðleg FIS-mót erlendis. Hún náði efst í 165. sæti heimslistans í svigi og varð sjö sinnum Íslandsmeistari á ferlinum. „Nei, samt er tilfinningin bara góð, ég er búin að hugsa þetta í vetur og komst að þessari niðurstöðu,“ segir Freydís hlæjandi þegar undirritaður ber undir hana að þetta sé enginn aldur til að hætta í afreksíþróttum. Freydís er komin heim eftir að hafa verið undanfarin ár við nám í Plymouth State-háskólanum í Bandaríkjunum þar sem hún lærði þjálfunar- og lífeðlisfræði (e. exercise physiology) ásamt því að æfa og keppa fyrir skíðalið skólans. Aðspurð segir Freydís að hún hafi verið að hugsa hvert næsta skref yrði eftir háskólanámið og tók hún ákvörðun um að leggja keppnisskíðin á hilluna í bili. „Þetta var engin skyndiákvörðun, ég er búin að hugsa vel um þetta. Ég vissi að þegar ég væri búin að útskrifast þá gæti ég ekki lengur verið að skíða og keppa fyrir háskólann eins og síðustu fjögur ár. Sá möguleiki sem ég hafði til að halda áfram var að flytja aftur til Íslands og vera með landsliðinu en því fylgir mikill kostnaður og ferðalög. Það er eitthvað sem ég hef gert áður og ég var ekki tilbúin að fara í það aftur og tók því þessa ákvörðun. Maður þarf að gefa sér mikinn tíma og afla penings til að halda áfram á hæsta stigi og ég hafði ekki áhuga á að halda því áfram að svo stöddu. Þetta eru fín kaflaskil í lífinu til að hefja eitthvað nýtt,“ segir Freydís sem er að skoða möguleikann á að fá vinnu vestanhafs. Freydís segist ekki vera búin að ákveða hvort hún bjóðist til að aðstoða Skíðasamband Íslands í ljósi menntunar sinnar og reynslu. „Ég er ekki búin að ákveða neitt en það er aldrei að vita. Ég mun halda áfram að skíða eitthvað sem áhugamaður og leika mér í fjallinu. Ég mun hjálpa til ef Skíðasambandið óskar eftir því að fá aðstoð en annars er ekkert komið á hreint,“ segir Freydís sem útilokar ekki að hún taki þátt í móti á Íslandi á næsta tímabili. „Það er aldrei að vita, ef mann er farið að klæja í að komast á skíði, nema ég taki þátt í móti á Íslandi en kannski verður enginn áhugi og ég fer sem áhorfandi,“ segir Freydís létt. Freydís á ekki erfitt með að svara hver hápunktur ferilsins sé. „Það eru Ólympíuleikarnir, það er eitt af því stærsta sem ég tek með mér úr ferlinum. Að hafa fengið að fara þangað til Suður-Kóreu og upplifa allt annað en ég þekkti áður ofan á að fá að keppa á stærsta sviði íþróttanna,“ segir Freydís sem var fánaberi á Vetrarólympíuleikunum í Pyeonchang. „Það var ofboðslegur heiður og mögnuð upplifun. Það er eitthvað sem ég mun alltaf muna eftir og taka með mér.“ Þá fór Freydís fjórum sinnum á HM og náði silfurverðlaunum á HM unglinga árið 2011. „Ég fékk silfur í mínum aldursflokki sem er skemmtilegt og eftirminnilegt. Sú sem vann, Petra Vlhová, er núna ein af bestu skíðakonum heims og það er gaman að hafa verið að berjast við hana á svona móti.“kristinnpall@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Sænsku meistararnir örugglega áfram Í beinni: Breiðablik - Egnatia | Meistaradeildarkvöld á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sjá meira