Reddast þetta bara? Bjarnheiður Hallsdóttir og Jóhannes Þór Skúlason skrifa skrifar 28. maí 2019 19:27 Álit og spádómar um ferðaþjónustu í þjóðfélagsumræðunni litast nú af tveimur möntrum. Fyrri mantran lýtur að því að samdráttur í ferðaþjónustu verði skammvinnur og að viðsnúningur verði strax á næsta ári. Svo rammt kveður að þessu að greiningardeildir keppast nú við að setja þetta fram hver á fætur annarri. Fagfólk í ferðaþjónustu, sem þekkir markaðinn og gangverk atvinnugreinarinnar, á mjög bágt með að skilja þessa framsetningu. Frá þeirra sjónarhóli og reynslu er ekkert sem bendir til þess að slíkur viðsnúningur verði til af sjálfu sér. Þvert á móti virðast allar breytur í jöfnunni benda til þess að niðursveiflan verði lengri en spáð er. Vert er að spyrja þá sem telja að viðsnúningurinn komi af sjálfur sér á næsta ári hvaða breytingar séu i farvatninu sem muni örva atvinnugreinina?Margir mínusar verða ekki plús Það er ekki fyrirsjáanlegt að flugframboð aukist, þvert á móti eru flugfélög nú fremur að draga úr vegna minni eftirspurnar og tæknivandamála. Isavia hefur ekki uppfært farþegaspá sína þrátt fyrir að mikil þörf sé á – því er ekki við neitt marktækt að miða í þeim efnum eins og staðan er í dag. Miklar líkur eru á að verð á flugsætum til Íslands hækki ofan í þá staðreynd að Ísland er orðinn dýrasti áfangastaður Evrópu og líklega einn af þremur dýrustu áfangastöðum heims. Þrátt fyrir augljósa þörf hafa stjórnvöld ekki boðað neinar aðgerðir, hvorki markaðsaðgerðir né aðrar, til að bregðast við breyttu ástandi í greininni. Í stað þess að leggja aukna áherslu á stoðkerfi atvinnugreinarinnar hefur ríkisstjórnin boðað rúmlega 500 milljóna lækkun á framlögum til málefnasviðs ferðaþjónustu í fjármálaáætlun. Vonandi verður sú skyssa leiðrétt við afgreiðslu áætlunarinnar á næstu dögum – það er lágmarksviðbragð við þeirri stöðu sem upp er komin í atvinnugreininni og efnahagslífinu í heild. Ekkert bendir til þess að gengi krónunnar eigi eftir að veikjast sem gæti vegið á móti erfiðu starfsumhverfi útflutningsfyrirtækja. Síðari mantran er að vöxtur undanfarinna ára hafi ekki verið sjálfbær og það sé í raun gott að nú gefist andrými til að skipuleggja, hagræða, byggja upp innviði og þjappa saman í greininni. Þetta var að hluta til rétt á meðan aðeins var um að ræða minni vöxt, eða lítils háttar fækkun – þ.e. breytingu úr örum vexti í eðlilegan. Samanlögð áhrif falls WOW air, gengisáhrifa, aukins kostnaðar, vandamála tengdum MAX flugvélum Boeing, hækkun flugfargjalda, verðlagsáhrifa og almennt minnkandi eftirspurnar á lykilmörkuðum hafa hins vegar gjörbreytt myndinni. Þessi samanlögðu áhrif munu hafa miklu meiri áhrif á ferðaþjónustuna og þjóðarbúið í heild sinni en greiningaraðilar og stjórnvöld virðast gera sér grein fyrir. Augljóst er að niðursveiflan er miklu skarpari en talið var fyrstu mánuði ársins. Sameiningar og stórfelldar hagræðingaraðgerðir í rekstri eru ekki valkostur hjá stórum hluta ferðaþjónustufyrirtækja, sem eru flest lítil og í besta falli meðalstór – rekin af einyrkjum og fjölskyldum. Það verða ekki yfirtökur eða sameiningar á litlum gistiheimilum á landsbyggðinni ef illa gengur. Þau leggja einfaldlega upp laupana.Hvað er raunverulega að gerast? Í dag bendir flest til að a.m.k. 14% fækkun ferðamanna til Íslands verði staðreynd. Það þýðir um 100 milljarða króna tapaðar gjaldeyristekjur fyrir samfélagið – um fimmfaldur loðnubrestur. Ef horft er til afkomu er aprílmánuður versti ferðaþjónustumánuður frá því fyrir gosið í Eyjafjallajökli árið 2010. Staðan í ferðaþjónustunni er gjörbreytt frá því fyrir 6 mánuðum síðan. Upplýsingar SAF frá fyrirtækjum í ferðaþjónustu sýna að samdráttur er fyrirsjáanlegur hjá öllum tegundum ferðaþjónustufyrirtækja, misjafn eftir greinum og landfræðilegri legu, en allt upp í 40-50% miðað við síðasta ár. Mikill samdráttur er í bókunum inn í sumarið hjá hótelum í Reykjavík, um 12-40% miðað við árið í fyrra. Svipaða sögu er að segja af svæðum utan höfuðborgarsvæðisins og það er skýrt hættumerki að jafnvel fyrirtæki á suðausturlandi í nálægð við eina helstu náttúruperlu og ferðamannasegul landsins finna nú fyrir verulegum samdrætti. Afbókanir á hópferðum eru orðnar tíðar eða að hópar minnka. Samdráttur hjá hvalaskoðunarfyrirtækjum nemur tugum prósenta. Svo nefnd lausatraffík ferðamanna er þegar orðin mun minni en verið hefur og það hefur fljótvirk áhrif á fyrirtæki um allt land. Hópferðafyrirtæki, ferðaskrifstofur og fleiri glíma við erlenda aðila sem undirbjóða markaðinn í krafti félagslegra undirboða og skattasniðgöngu og launahækkanir munu hækka kostnað og auka rekstrarvandann. Ljóst er að samanlagt mun þetta leiða til uppsagna í greininni og jafnvel alvarlegri afleiðinga. Ef þessi þróun heldur áfram munu fyrirtæki leitast við að færa starfsemi frá Íslandi og til annarra landa, þó óljúft sé, þar sem rekstrarumhverfið er hagstæðara, og klippa út íslenska milliliði. Það myndi hafa í för með sér að virðisaukinn – verðmætasköpunin – færist þá til annarra landa en Íslands. Þetta er myndin af stöðunni eins og hún birtist fyrirtækjum í ferðaþjónustu í dag og inn í næstu mánuði. Forsvarsmenn fyrirtækja í ferðaþjónustu hafa því miklar áhyggjur af komandi mánuðum, ekki síst næsta hausti og vetri. Útlitið á landsbyggðinni er ekki síst slæmt, sérstaklega utan hringvegarins.Meiri endurfjárfesting ríkisins í ferðaþjónustu skilar betri niðurstöðu fyrir alla Allt sýnir þetta hvað gögn og greiningar á ferðaþjónustunni sem atvinnugrein, uppbyggingu hennar og áhrifum er ábótavant. Greiningaraðilar sitja því miður uppi með að þurfa að veifa votum fingri upp í vindinn til að giska á hvaðan hann blæs þegar kemur að því að greina stöðu greinarinnar, líklega þróun og afleiðingar fyrir þjóðarbúið. Enn og aftur verður þörfin á framlögum til stoðkerfis greinarinnar æpandi, svo að hægt verði að taka stefnumarkandi ákvarðanir á grundvelli áreiðanlegra gagna, greininga og rannsókna. Í fyrirtækjarekstri þykir það góð þumalputtaregla að þegar eftirspurn minnkar sé orku og fjármagni forgangsraðað í nýsköpun, vöruþróun og markaðssetningu. Það sama á vel við þegar ferðamannalandið Ísland glímir við niðursveiflu af ýmsum samverkandi ástæðum. Ferðaþjónusta er þjóðhagslega orðin ein mikilvægasta atvinnugreinin og stjórnvöld verða því að sýna viðbrögð í samræmi við það. Auknir fjármunir og skýr viðbrögð við stöðunni eru fjárfesting sem mun skila sér í minni öldudal og hraðari uppsveiflu til baka. Og enginn getur efast um að það muni koma öllu samfélaginu til góða.Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnarJóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðamennska á Íslandi Jóhannes Þór Skúlason Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Sjá meira
Álit og spádómar um ferðaþjónustu í þjóðfélagsumræðunni litast nú af tveimur möntrum. Fyrri mantran lýtur að því að samdráttur í ferðaþjónustu verði skammvinnur og að viðsnúningur verði strax á næsta ári. Svo rammt kveður að þessu að greiningardeildir keppast nú við að setja þetta fram hver á fætur annarri. Fagfólk í ferðaþjónustu, sem þekkir markaðinn og gangverk atvinnugreinarinnar, á mjög bágt með að skilja þessa framsetningu. Frá þeirra sjónarhóli og reynslu er ekkert sem bendir til þess að slíkur viðsnúningur verði til af sjálfu sér. Þvert á móti virðast allar breytur í jöfnunni benda til þess að niðursveiflan verði lengri en spáð er. Vert er að spyrja þá sem telja að viðsnúningurinn komi af sjálfur sér á næsta ári hvaða breytingar séu i farvatninu sem muni örva atvinnugreinina?Margir mínusar verða ekki plús Það er ekki fyrirsjáanlegt að flugframboð aukist, þvert á móti eru flugfélög nú fremur að draga úr vegna minni eftirspurnar og tæknivandamála. Isavia hefur ekki uppfært farþegaspá sína þrátt fyrir að mikil þörf sé á – því er ekki við neitt marktækt að miða í þeim efnum eins og staðan er í dag. Miklar líkur eru á að verð á flugsætum til Íslands hækki ofan í þá staðreynd að Ísland er orðinn dýrasti áfangastaður Evrópu og líklega einn af þremur dýrustu áfangastöðum heims. Þrátt fyrir augljósa þörf hafa stjórnvöld ekki boðað neinar aðgerðir, hvorki markaðsaðgerðir né aðrar, til að bregðast við breyttu ástandi í greininni. Í stað þess að leggja aukna áherslu á stoðkerfi atvinnugreinarinnar hefur ríkisstjórnin boðað rúmlega 500 milljóna lækkun á framlögum til málefnasviðs ferðaþjónustu í fjármálaáætlun. Vonandi verður sú skyssa leiðrétt við afgreiðslu áætlunarinnar á næstu dögum – það er lágmarksviðbragð við þeirri stöðu sem upp er komin í atvinnugreininni og efnahagslífinu í heild. Ekkert bendir til þess að gengi krónunnar eigi eftir að veikjast sem gæti vegið á móti erfiðu starfsumhverfi útflutningsfyrirtækja. Síðari mantran er að vöxtur undanfarinna ára hafi ekki verið sjálfbær og það sé í raun gott að nú gefist andrými til að skipuleggja, hagræða, byggja upp innviði og þjappa saman í greininni. Þetta var að hluta til rétt á meðan aðeins var um að ræða minni vöxt, eða lítils háttar fækkun – þ.e. breytingu úr örum vexti í eðlilegan. Samanlögð áhrif falls WOW air, gengisáhrifa, aukins kostnaðar, vandamála tengdum MAX flugvélum Boeing, hækkun flugfargjalda, verðlagsáhrifa og almennt minnkandi eftirspurnar á lykilmörkuðum hafa hins vegar gjörbreytt myndinni. Þessi samanlögðu áhrif munu hafa miklu meiri áhrif á ferðaþjónustuna og þjóðarbúið í heild sinni en greiningaraðilar og stjórnvöld virðast gera sér grein fyrir. Augljóst er að niðursveiflan er miklu skarpari en talið var fyrstu mánuði ársins. Sameiningar og stórfelldar hagræðingaraðgerðir í rekstri eru ekki valkostur hjá stórum hluta ferðaþjónustufyrirtækja, sem eru flest lítil og í besta falli meðalstór – rekin af einyrkjum og fjölskyldum. Það verða ekki yfirtökur eða sameiningar á litlum gistiheimilum á landsbyggðinni ef illa gengur. Þau leggja einfaldlega upp laupana.Hvað er raunverulega að gerast? Í dag bendir flest til að a.m.k. 14% fækkun ferðamanna til Íslands verði staðreynd. Það þýðir um 100 milljarða króna tapaðar gjaldeyristekjur fyrir samfélagið – um fimmfaldur loðnubrestur. Ef horft er til afkomu er aprílmánuður versti ferðaþjónustumánuður frá því fyrir gosið í Eyjafjallajökli árið 2010. Staðan í ferðaþjónustunni er gjörbreytt frá því fyrir 6 mánuðum síðan. Upplýsingar SAF frá fyrirtækjum í ferðaþjónustu sýna að samdráttur er fyrirsjáanlegur hjá öllum tegundum ferðaþjónustufyrirtækja, misjafn eftir greinum og landfræðilegri legu, en allt upp í 40-50% miðað við síðasta ár. Mikill samdráttur er í bókunum inn í sumarið hjá hótelum í Reykjavík, um 12-40% miðað við árið í fyrra. Svipaða sögu er að segja af svæðum utan höfuðborgarsvæðisins og það er skýrt hættumerki að jafnvel fyrirtæki á suðausturlandi í nálægð við eina helstu náttúruperlu og ferðamannasegul landsins finna nú fyrir verulegum samdrætti. Afbókanir á hópferðum eru orðnar tíðar eða að hópar minnka. Samdráttur hjá hvalaskoðunarfyrirtækjum nemur tugum prósenta. Svo nefnd lausatraffík ferðamanna er þegar orðin mun minni en verið hefur og það hefur fljótvirk áhrif á fyrirtæki um allt land. Hópferðafyrirtæki, ferðaskrifstofur og fleiri glíma við erlenda aðila sem undirbjóða markaðinn í krafti félagslegra undirboða og skattasniðgöngu og launahækkanir munu hækka kostnað og auka rekstrarvandann. Ljóst er að samanlagt mun þetta leiða til uppsagna í greininni og jafnvel alvarlegri afleiðinga. Ef þessi þróun heldur áfram munu fyrirtæki leitast við að færa starfsemi frá Íslandi og til annarra landa, þó óljúft sé, þar sem rekstrarumhverfið er hagstæðara, og klippa út íslenska milliliði. Það myndi hafa í för með sér að virðisaukinn – verðmætasköpunin – færist þá til annarra landa en Íslands. Þetta er myndin af stöðunni eins og hún birtist fyrirtækjum í ferðaþjónustu í dag og inn í næstu mánuði. Forsvarsmenn fyrirtækja í ferðaþjónustu hafa því miklar áhyggjur af komandi mánuðum, ekki síst næsta hausti og vetri. Útlitið á landsbyggðinni er ekki síst slæmt, sérstaklega utan hringvegarins.Meiri endurfjárfesting ríkisins í ferðaþjónustu skilar betri niðurstöðu fyrir alla Allt sýnir þetta hvað gögn og greiningar á ferðaþjónustunni sem atvinnugrein, uppbyggingu hennar og áhrifum er ábótavant. Greiningaraðilar sitja því miður uppi með að þurfa að veifa votum fingri upp í vindinn til að giska á hvaðan hann blæs þegar kemur að því að greina stöðu greinarinnar, líklega þróun og afleiðingar fyrir þjóðarbúið. Enn og aftur verður þörfin á framlögum til stoðkerfis greinarinnar æpandi, svo að hægt verði að taka stefnumarkandi ákvarðanir á grundvelli áreiðanlegra gagna, greininga og rannsókna. Í fyrirtækjarekstri þykir það góð þumalputtaregla að þegar eftirspurn minnkar sé orku og fjármagni forgangsraðað í nýsköpun, vöruþróun og markaðssetningu. Það sama á vel við þegar ferðamannalandið Ísland glímir við niðursveiflu af ýmsum samverkandi ástæðum. Ferðaþjónusta er þjóðhagslega orðin ein mikilvægasta atvinnugreinin og stjórnvöld verða því að sýna viðbrögð í samræmi við það. Auknir fjármunir og skýr viðbrögð við stöðunni eru fjárfesting sem mun skila sér í minni öldudal og hraðari uppsveiflu til baka. Og enginn getur efast um að það muni koma öllu samfélaginu til góða.Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnarJóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun