Við ráðum vel við þetta Björn Berg Gunnarsson skrifar 29. maí 2019 05:00 Vaxtalækkun Seðlabankans á dögunum var almennt fagnað og vel tekið. Ein helsta ástæða lækkunarinnar eru umtalsvert verri horfur í efnahagslífinu með tilheyrandi atvinnuleysi, samdrætti og veikingu krónunnar. Lægri vextir munu milda höggið en við ættum að fara okkur hægt í fagnaðarlátunum við þessar aðstæður. Í nýjustu hagspá Seðlabanka Íslands er gert ráð fyrir að hagkerfið dragist saman um 0,4% á árinu og vegur þar þyngst umtalsverð fækkun ferðamanna og loðnubrestur. En góðu fréttirnar eru að við eigum fyrir þessu öllu saman. Með belti og axlabönd Eftir 7 ára samfellt hagvaxtarskeið er ákaflega ánægjulegt að því ljúki, um sinn, án nokkurrar teljandi þynnku. Vöxturinn hefur ekki verið tekinn að láni, ekki hefur verið gengið með ósjálfbærum hætti á auðlindir og hér eru allar aðstæður til að hagvöxtur verði aftur ásættanlegur strax á næsta ári. Heimili, fyrirtæki og sveitarfélög hafa haldið að sér höndum í skuldsetningu, sparnaður aukist og Seðlabankinn er barmafullur af gjaldeyri. Þar að auki eigum við umtalsverðar eignir umfram skuldir erlendis. Við höfum því heilmikið svigrúm fyrir einstaka magurt ár. Í fyrrasumar voru heimili og fyrirtæki þegar farin að undirbúa sig fyrir mögulegt bakslag. Hratt dró úr vexti einkaneyslu og fjárfestingaráformum. Þessu ber að fagna, jafnvel af enn meiri innlifun en 0,5 prósentustiga vaxtalækkun, enda merki um að við sýnum talsvert meiri ráðdeild en oft áður. En hvað ætlum við að gera þegar hjól atvinnulífsins spóla aftur af stað? Vöðum við fram úr okkur með skuldsetningu og óhóflegum launahækkunum og fylgir nýr seðlabankastjóri og peningastefnunefnd á harðaspretti með ítrekuðum vaxtahækkunum og allt springur í loft upp? Undanfarinn áratugur gefur í það minnsta ástæðu til nokkurrar bjartsýni varðandi hluta þessara þátta. Það skyldi þó aldrei verða að hófsemi og skynsemi verði hér allsráðandi á nýju hagvaxtarskeiði, með lágum vöxtum öllum til heilla? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Vaxtalækkun Seðlabankans á dögunum var almennt fagnað og vel tekið. Ein helsta ástæða lækkunarinnar eru umtalsvert verri horfur í efnahagslífinu með tilheyrandi atvinnuleysi, samdrætti og veikingu krónunnar. Lægri vextir munu milda höggið en við ættum að fara okkur hægt í fagnaðarlátunum við þessar aðstæður. Í nýjustu hagspá Seðlabanka Íslands er gert ráð fyrir að hagkerfið dragist saman um 0,4% á árinu og vegur þar þyngst umtalsverð fækkun ferðamanna og loðnubrestur. En góðu fréttirnar eru að við eigum fyrir þessu öllu saman. Með belti og axlabönd Eftir 7 ára samfellt hagvaxtarskeið er ákaflega ánægjulegt að því ljúki, um sinn, án nokkurrar teljandi þynnku. Vöxturinn hefur ekki verið tekinn að láni, ekki hefur verið gengið með ósjálfbærum hætti á auðlindir og hér eru allar aðstæður til að hagvöxtur verði aftur ásættanlegur strax á næsta ári. Heimili, fyrirtæki og sveitarfélög hafa haldið að sér höndum í skuldsetningu, sparnaður aukist og Seðlabankinn er barmafullur af gjaldeyri. Þar að auki eigum við umtalsverðar eignir umfram skuldir erlendis. Við höfum því heilmikið svigrúm fyrir einstaka magurt ár. Í fyrrasumar voru heimili og fyrirtæki þegar farin að undirbúa sig fyrir mögulegt bakslag. Hratt dró úr vexti einkaneyslu og fjárfestingaráformum. Þessu ber að fagna, jafnvel af enn meiri innlifun en 0,5 prósentustiga vaxtalækkun, enda merki um að við sýnum talsvert meiri ráðdeild en oft áður. En hvað ætlum við að gera þegar hjól atvinnulífsins spóla aftur af stað? Vöðum við fram úr okkur með skuldsetningu og óhóflegum launahækkunum og fylgir nýr seðlabankastjóri og peningastefnunefnd á harðaspretti með ítrekuðum vaxtahækkunum og allt springur í loft upp? Undanfarinn áratugur gefur í það minnsta ástæðu til nokkurrar bjartsýni varðandi hluta þessara þátta. Það skyldi þó aldrei verða að hófsemi og skynsemi verði hér allsráðandi á nýju hagvaxtarskeiði, með lágum vöxtum öllum til heilla?
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar