Í byrjun mánaðarins komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að Isavia hefði heimild samkvæmt loftferðarlögum til þess að kyrrsetja Airbus vélar ALC við gjaldþrot WOW air vegna skuldar flugfélagsins við Isavia, um tvo milljarða króna.
Var það niðurstaða dómsins að Isavia væri heimilt að hamla för flugvélarinnar TF-GPA frá Keflavíkurflugvelli á meðan gjöld tengd þeirri flugvél væru ógreidd en ekki vegna ógreiddra annarra gjalda WOW air við Isavia vegna flugvéla í eigu þriðja aðila. Isavia kærði úrskurðinn til Landsréttar.
Reiddu fram milljónirnar og lögðu fram aðra aðfararbeiðni
Eftir að úrskurður héraðsdóms lá fyrir greiddi reiddi ALC Isavia um 87 milljónir króna sem flugvélaleigan taldi að væri sá hluti skuldar Wow air sem væri tilkominn vegna þotunnar. Þá lagði það fram aðra aðfararbeiðni um að fá þotuna afhenta en þeirri aðfararbeiðni var vísað frá í dag.![](https://www.visir.is/i/802E915A2EEE0274B94F9F5DE95E4C6BD5CF87BEF08AEDCF9F1EC6946AF525E3_390x0.jpg)
Isavia, um tvo milljarða króna.
Sjá einnig: „Við viljum mjög gjarnan að þessi flugvél fari að fljúga sem allra fyrst“
Í úrskurði héraðsdóms frá því í dag, sem Vísir hefur undir höndum, segir að þar sem niðurstaða í fyrra máli ALC gegn Isavia hafi verið staðfest í Landsrétti verði að vísa seinni aðfararbeiðninni frá dómi með vísan til 2. mgr. 116. greinar laga um meðferð einkamála þar sem segir að krafa sem hafi verið dæmd að efni til verði ekki borin aftur undir sama eða hliðsettan dómstól framar en segir í lögum þessum. Nýju máli um slíka kröfu skuli vísað frá dómi.
Eftir að niðurstaða Landsréttar lá fyrir sagði Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC, í samtali við Vísi að fyrirtækið liti svo á Isavia megi þannig halda flugvélinni, TF-GPA, fyrir allri skuld WOW air við Isavia, sem nemur sem fyrr segir tveimur milljörðum króna. ALC þurfi því að reiða fram milljarðana til að losa þotuna.