Smitaðist af hundaæði eftir að hafa bjargað hvolpi á Filippseyjum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. maí 2019 08:26 Birgitte Kallestad var 24 ára gömul þegar hún lést úr hundaæði. Unga konan sem lést úr hundaæði fyrr í vikunni í Noregi hét Birgitte Kallestad og var 24 ára gömul. Hún smitaðist af veirunni eftir að hafa bjargað hvolpi á meðan hún var í fríi á Filippseyjum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu Kallestad en þau segjast senda tilkynninguna frá sér til að kveða niður orðróma um það sem gerðist og segja frá því hvað átti sér stað í raun. „Birgitte ferðaðist til Filippseyja í febrúar með nokkrum vinum sínum. Í eitt skipti þegar þau voru á ferðinni á vespum sáu þau hjálparvana hvolp út í vegkanti. Birgitte tók hvolpinn í körfuna sína og fór með hann heim. Hún þreif hann og klappaði honum og á endanum hændist hvolpurinn að henni,“ segir í tilkynningu fjölskyldunnar. Kallestad og vinir hennar léku við hundinn en á endanum fór hann aðeins að glefsa í þau. Hann glefsaði í fingur þegar þau voru að leika sér og allir fengu lítil sár á hendurnar vegna þess.Taldi ekki þurfa að gera meira en að sótthreinsa sárin „Birgitte, sem sjálf var heilbrigðisstarfsmaður, gerði allt sem hún þurfti vegna sáranna. Þau voru ekki stærri en svo að það þurfti aðeins að sótthreinsa þau. Hún taldi ekki að hún þyrfti að leita til læknis vegna þeirra,“ segir fjölskyldan. Kallestad veiktist síðan eftir að hún kom heim til Noregs en enginn tengdi veikindin við litlu sárin sem hún hafði fengið eftir glefsur hvolpsins á Filippseyjum. „Veikindin ágerðust á meðan læknarnir reyndu að finna út úr því hvað væri að. Hún fór nokkrum sinnum á bráðamóttökuna og var að lokum lögð inn á spítala. Einn læknirinn taldi að einkennin líktust einkennum hundaæðis,“ segir fjölskylda Kallestad. Hvorki Kallestad né vinir hennar sem ferðuðust með henni voru bólusett fyrir hundaæði áður en þau fóru til Filippseyja. Ástæðan er að sú bólusetning er ekki á lista yfir nauðsynlegar bólusetningar fyrir ferð til Filippseyja nema viðkomandi hyggist ferðast til svæða þar sem hreinlæti er ábótavant. „Elsku Birgitte okkar elskaði dýr. Við óttumst að þetta geti komið fyrir aðra sem eru góðhjartaðir eins og hún. Við viljum að þessi bólusetning verði sett inn þar sem minnsta hætta getur verið á hundaæði. Við viljum líka að fólk verði meðvitað um hættuna. Ef við náum þessu þá getur andlát sólargeislans okkar bjargað öðrum,“ segir í tilkynningu fjölskyldunnar. Noregur Tengdar fréttir Ung kona lést úr hundaæði í Noregi Tvítug kona lést úr hundaæði á sjúkrahúsi í Førde í vesturhluta Noregs í gærkvöldi. 7. maí 2019 08:09 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Unga konan sem lést úr hundaæði fyrr í vikunni í Noregi hét Birgitte Kallestad og var 24 ára gömul. Hún smitaðist af veirunni eftir að hafa bjargað hvolpi á meðan hún var í fríi á Filippseyjum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu Kallestad en þau segjast senda tilkynninguna frá sér til að kveða niður orðróma um það sem gerðist og segja frá því hvað átti sér stað í raun. „Birgitte ferðaðist til Filippseyja í febrúar með nokkrum vinum sínum. Í eitt skipti þegar þau voru á ferðinni á vespum sáu þau hjálparvana hvolp út í vegkanti. Birgitte tók hvolpinn í körfuna sína og fór með hann heim. Hún þreif hann og klappaði honum og á endanum hændist hvolpurinn að henni,“ segir í tilkynningu fjölskyldunnar. Kallestad og vinir hennar léku við hundinn en á endanum fór hann aðeins að glefsa í þau. Hann glefsaði í fingur þegar þau voru að leika sér og allir fengu lítil sár á hendurnar vegna þess.Taldi ekki þurfa að gera meira en að sótthreinsa sárin „Birgitte, sem sjálf var heilbrigðisstarfsmaður, gerði allt sem hún þurfti vegna sáranna. Þau voru ekki stærri en svo að það þurfti aðeins að sótthreinsa þau. Hún taldi ekki að hún þyrfti að leita til læknis vegna þeirra,“ segir fjölskyldan. Kallestad veiktist síðan eftir að hún kom heim til Noregs en enginn tengdi veikindin við litlu sárin sem hún hafði fengið eftir glefsur hvolpsins á Filippseyjum. „Veikindin ágerðust á meðan læknarnir reyndu að finna út úr því hvað væri að. Hún fór nokkrum sinnum á bráðamóttökuna og var að lokum lögð inn á spítala. Einn læknirinn taldi að einkennin líktust einkennum hundaæðis,“ segir fjölskylda Kallestad. Hvorki Kallestad né vinir hennar sem ferðuðust með henni voru bólusett fyrir hundaæði áður en þau fóru til Filippseyja. Ástæðan er að sú bólusetning er ekki á lista yfir nauðsynlegar bólusetningar fyrir ferð til Filippseyja nema viðkomandi hyggist ferðast til svæða þar sem hreinlæti er ábótavant. „Elsku Birgitte okkar elskaði dýr. Við óttumst að þetta geti komið fyrir aðra sem eru góðhjartaðir eins og hún. Við viljum að þessi bólusetning verði sett inn þar sem minnsta hætta getur verið á hundaæði. Við viljum líka að fólk verði meðvitað um hættuna. Ef við náum þessu þá getur andlát sólargeislans okkar bjargað öðrum,“ segir í tilkynningu fjölskyldunnar.
Noregur Tengdar fréttir Ung kona lést úr hundaæði í Noregi Tvítug kona lést úr hundaæði á sjúkrahúsi í Førde í vesturhluta Noregs í gærkvöldi. 7. maí 2019 08:09 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Ung kona lést úr hundaæði í Noregi Tvítug kona lést úr hundaæði á sjúkrahúsi í Førde í vesturhluta Noregs í gærkvöldi. 7. maí 2019 08:09